Endemi í sögu Bandaríkjanna.

Monroe-kenningin frá 19. öld var grundvallaratriði í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Samkvæmt henni var því slegið föstu að Bandaríkin myndu ekki líða neina íhlutun ríkja utan Ameríku í álfunni.

Monroe-kenningin náði yfir Grænland og þess vegna lenti það land strax undir verndarvæng Bandaríkjamanna þótt hvorki Grænlendingar né Danir legðu neitt peningalega til.

Þau mistök Bandaríkjamanna að draga línuna ekki fyrir austan Ísland voru leiðrétt þegar Íslendingar leituðu til Bandaríkjamanna um að taka að sér hervernd landsins sem hlutlaust ríki, þegar sá samningur var gerður og Bretar viku að mestu í burtu.

Eftir Heimsstyrjöldina fyrri kom að vísu bakslag í viðleitni Bandaríkjamanna til að beita sér gagnvart komandi ógn af völdum Mussolinis og Hitlers, en sú einangrunarstefna átti eftir að hefna sín.

Þegar menn óttuðust, með réttu eða röngu, að Sovétríki Stalíns myndu ekki láta staðar numið með því að gera Tékkóslóvakíu og alla Austur-Evrópu að leppríkjum, var NATO stofnað til þess að draga skýrar línur í þessu efni.

Grundvallaratriði var að NATO liti á árás á hvert ríki bandalagsins sem árás á þau öll.

Ef nú á að fara eftir kenningu Donalds Trump um það að Bandaríkin áskilji sér rétt til að verja aðeins þau ríki, sem uppfylli fjárframlagskröfur Bandaríkjanna, er þetta grundvallaratriði NATO fokið út um gluggann.

Ýmsir einangrunarsinnaðir og hægri sinnaðir frambjóðendur hafa boðið sig fram fyrir Republikanaflokkinn síðustu hundrað árin, en eftir að einangrunarstefnan beið skipbrot í tvígang við upphaf Heimsstyrjaldanna tveggja, hefur engum frambjóðanda dottið slík fádæmi í hug fyrr en nú.

Það er ekki eitt heldur allt, sem gerir marga orðlausa varðandi fjölmörg endemis ummæli Donalds Trump.

 


mbl.is „Styður við vinnu Ríkis íslams“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Very rich is Donald Trump,
not as smart as Forrest Gump,
a big fool,
never cool,
finally they will him dump.

Þorsteinn Briem, 24.7.2016 kl. 20:59

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.3.2016:

"Meiri­hluti Íslend­inga myndi kjósa Hillary Cl­int­on sem næsta for­seta Banda­ríkj­anna ef þeir hefðu kosn­inga­rétt í land­inu eða 53%.

Þetta kem­ur fram í niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar Maskínu.

Rúm­lega 38% myndu hins veg­ar kjósa keppi­naut henn­ar um að verða for­setafram­bjóðandi Demó­krata­flokks­ins, Bernie Sand­ers.

Þá myndu 4-5% styðja auðkýf­ing­inn Don­ald Trump sem notið hef­ur mests fylg­is í for­vali Re­públi­kana­flokks­ins."

Einungis um 5% Íslendinga myndu kjósa Donald Trump

Þorsteinn Briem, 24.7.2016 kl. 21:00

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Kjarni Atlantshafsbandalagsins (NATO) er 5. grein stofnsáttmálans, þar sem því er lýst yfir að árás á eitt bandalagsríki í Evrópu eða Norður-Ameríku jafngildi árás á þau öll.

En 5. greinin hefur aðeins verið notuð einu sinni, 12. september 2001, eftir hryðjuverkaárás á Bandaríkin."

Þorsteinn Briem, 24.7.2016 kl. 21:02

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bandaríski herinn er úti um allar heimsins koppagrundir til að verja bandaríska hagsmuni.

Rétt eins og breski herinn kom hingað til Íslands í Seinni heimsstyrjöldinni til að gæta breskra hagsmuna en ekki íslenskra.

Enda sást undir iljarnar á bandaríska hernum þegar hann hafði sjálfur ekki hag af því að vera hér lengur árið 2006.

Þrátt fyrir að Davíð Oddsson grátbæði bandarísk stjórnvöld um það.

Þorsteinn Briem, 24.7.2016 kl. 21:03

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

George W. Bush og Davíð Oddsson í Hvíta húsinu í júlí 2004.

Þorsteinn Briem, 24.7.2016 kl. 21:04

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bandaríkin og Rússland eru langt frá því að vera óvinaríki, enda eru bæði ríkin nú kapítalísk lýðræðisríki, þótt ýmsum þyki að í þessum ríkjum sé lýðræði ekki í hávegum haft, einkum í Rússlandi.

Þessi tvö ríki eiga hins vegar sameiginlegan óvin, öfgamúslíma, Bandaríkin aðallega í Miðausturlöndum og nágrannaríkjum þeirra en Rússland fyrst og fremst í Kákasus.

Og Rússar taka nú þátt í styrjöldinni í Sýrlandi til að veikja öfgamúslíma, rétt eins og vestræn ríki.

Yfirlýsingar Pútíns eru til að skapa og halda eigin vinsældum í Rússlandi, eins og stórkarlalegar yfirlýsingar Trumps í Bandaríkjunum.

Bandaríkin og Rússland eru alltof öflug herveldi til að heyja styrjaldir við hvort annað og það hvarflar ekki að þeim, frekar en að fara í stríð við Kína.

Þorsteinn Briem, 24.7.2016 kl. 21:07

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Public opinion in Britain and the Commonwealth was disappointed that the U.S. was not entering the war.

Churchill admitted that he had hoped the U.S. would decide to commit itself.

The United States did not enter the War until after the Japanese Attack on Pearl Harbor on 7 December 1941."

Þorsteinn Briem, 24.7.2016 kl. 21:11

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hver var svo staðan í Evrópu eftir Seinni heimsstyrjöldina?!

Öll ríki í austurhluta Evrópu kommúnistaríki
, vestur að Vestur-Þýskalandi og Austurríki, þar með talin öll ríkin á Balkanskaga fyrir utan Grikkland, en Spánn og Portúgal fasistaríki.

Sem sagt, langstærsti hluti Evrópu einræðisríki eftir Seinni heimsstyrjöldina.

Og þýskar borgir í rústum eftir loftárásir Bandamanna.

"After liberation, Greece experienced a bitter civil war between communist and anticommunist forces, which led to economic devastation and severe social tensions between rightists and largely communist leftists for the next thirty years."

"After World War II Spain was politically and economically isolated, and was kept out of the United Nations.

This changed in 1955, during the Cold War period, when it became strategically important for the U.S. to establish a military presence on the Iberian peninsula."

Þorsteinn Briem, 24.7.2016 kl. 21:12

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Langflest ríki í Evrópusambandinu eru einfaldlega í NATO og Ísland er þar meðlimur.

Þar að auki eiga Svíþjóð og Finnland samvinnu við NATO.

13.9.2015:

Meirihluti Svía vill í NATO

"The CFSP [Common Foreign and Security Policy of the European Union] sees the NATO responsible for the territorial defence of Europe."

Common Foreign and Security Policy of the European Union

Þorsteinn Briem, 24.7.2016 kl. 21:15

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lissabon-sáttmálinn (Treaty of Lisbon):

    • "Withdrawal from the Union: the Treaty of Lisbon explicitly recognises for the first time the possibility for a Member State to withdraw from the Union."

    "Does the Treaty of Lisbon create a European army?

    No.
    Military capabilities remain in national hands. The Treaty foresees that Member States can make available civilian and military resources to the Union for the implementation of its Common Security and Defence operations.

    However, any Member State has the right to oppose such operations and all contributions to them will be always on a voluntary basis.

    A group of Member States who are willing and have the necessary capability will be able to undertake disarmament operations, humanitarian and rescue tasks, military advice and peace-keeping tasks. No Member State can be forced to participate in such operations."

    "Does the Treaty of Lisbon create a European "Super-State"?

    No.
    The Treaty of Lisbon is an international treaty agreed and ratified by sovereign Member States that agree to share some of their sovereignty in supranational cooperation.

    The Treaty of Lisbon acknowledges that the Union reflects the will of the Member States and their citizens, and that its powers stem from these States."

    "Do national parliaments have a greater say in European affairs?

    Yes. National parliaments are for the first time fully recognised as part of the democratic fabric of the European Union. Special arrangements are made to help national parliaments to become more closely involved in the work of the Union."

    "Does the Treaty of Lisbon increase the number of decisions taken in "Brussels"?

    No.
    The Treaty creates a basis for a more decentralized and transparent approach to implementing EU policies to help ensure that decisions are taken as close as possible to the citizen."

    "The Treaty entered into force on 1 December 2009."

    Lissabon-sáttmálinn - Treaty of Lisbon

    Þorsteinn Briem, 24.7.2016 kl. 21:25

    11 Smámynd: Þorsteinn Briem

    "Stofnfélagar NATO (1949):

                            Ríki sem fengu inngöngu síðar:

                                                            Þýskaland gekk í sambandið sem Vestur-Þýskaland og landsvæðið sem áður var Austur-Þýskaland varð hluti af NATO með sameiningu þýsku ríkjanna árið 1990."

                                                            Þorsteinn Briem, 24.7.2016 kl. 21:30

                                                            12 Smámynd: Valdimar Samúelsson

                                                            Steini Íslendingar vilja ekki Clinton heldur allir fyrir Trump.

                                                            Valdimar Samúelsson, 24.7.2016 kl. 21:44

                                                            Bæta við athugasemd

                                                            Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

                                                            Innskráning

                                                            Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

                                                            Hafðu samband