25.7.2016 | 12:40
Ekkert lát á afneituninni.
El nino er nú á undanhaldi á svipaðan hátt og gerst hefur áður þegar þetta fyrirbæri hefur staðið, en "kuldatrúarmenn" kætast, því að þeir birta línurit, sem sýna lækkandi hita í bili og halda því fram að loftslag fari nú "hratt kólnandi" á jörðinni.
Þessu sama var reyndar líka haldið fram fyrir 2-3 árum.
Þegar litið er á línuritið, sem birt er, sést þó mjög glögglega, að niðursveiflan nú á sér hliðstæður í fyrri El nino, og að sé dregin bein lína í gegnum sveiflukennt hitalínurit síðustu 40 ára, liggur hún upp á við.
Hlýnunin blasir við á þessum línuritum vegna þess að í hvert skipti, sem þessi El nino sveifla verður, er botn hennar hærri en í fyrri sveiflum og toppur hennar líka hærri en í fyrri sveiflum.
Hitametahrinunni lýkur - í bili | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar minn niðursveifla út að ElNino skiptir engu nema hún sínir að það var aldrei nein uppsveifla sem var logið upp á okkur.
Valdimar Samúelsson, 25.7.2016 kl. 14:46
Því var líka logið upp á þennan Valdimar að jörðin væri kúlulaga, en ekki flöt.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.7.2016 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.