Aðeins ein tveggja flokka stjórn möguleg.

Samkvæmt skoðanakönnun MMR er aðeins ein tveggja flokka ríkisstjórn möguleg, stjórn Pírata og Sjálfstæðisflokks. En vegna þess að um 10% atkvæða féllu "dauð" yrði slík stjórn með drjúgan og tryggan meirihluta á þingi. 

Ef Sjálfstæðisflokkurinn yrði ekki með í stjórn, yrði þriggja flokka stjórn möguleg með Pírata sem stærsta stjórnarflokkinn og Vg með í þeirri stjórn, því að vegna fyrrnefndra 10% dauðra atkvæðia myndi slík stjórn hafa nægan þingmeirihluta.

Önnur stjórnarmynstur yrðu ýmist flóknari eða tæpari.

En það er langt til kosninga, nánast eilífð á mælikvarðann, sem gildir oft í stjórnmálum.  


mbl.is Píratar með 26,8% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er vaxtalækkunin?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 25.7.2016 kl. 16:20

2 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Ómar, þú segir: „Það verður að fara rétt með staðreyndir. Hvaða gögn liggja fyrir um það að kirkjan hafi framið lögbrot í Laugarneskirkju eins og fullyrt er í pistlinum“.

„106. gr. Hver, sem ræðst með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi á opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða út af því, og eins hver sá, sem á sama hátt leitast við að hindra framkvæmd slíks starfa eða neyða starfsmanninn til þess að framkvæma einhverja athöfn í embætti sínu eða sýslan, skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Ef brot samkvæmt þessari málsgrein beinist að opinberum starfsmanni, sem að lögum hefur heimild til líkamlegrar valdbeitingar, má beita fangelsi allt að 8 árum. Beita má sektum, ef brot er smáfellt.

Sá sem tálmar því á annan hátt að handhafi lögregluvalds eða tollgæsluvalds gegni skyldustörfum sínum skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Geri maður öðrum opinberum starfsmanni slíkar tálmanir þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 1 ári.

Nú hefur sá sem dæmdur er sekur um brot á þessari grein áður sætt refsingu samkvæmt greininni eða honum hefur verið refsað fyrir brot sem tengt er að öðru leyti við vísvitandi ofbeldi, og má þá hækka refsingu allt að helmingi.

Jafnfætis þeim opinberu starfsmönnum, sem ekki hafa heimild að lögum til líkamlegrar valdbeitingar, standa þeir menn sem dómari eða yfirvald kveður sér til aðstoðar við rekstur opinbers starfs.

 

107. gr. Hafi verknaður, sem í 106. gr. getur, verið hafður frammi af mannsöfnuði, skal forgöngumönnum og leiðtogum upphlaupsins refsað með þyngri refsingu að tiltölu, og má þá beita allt að 8 ára fangelsi. Aðrir þátttakendur upphlaupsins, sem ofríki hafa haft í frammi eða ekki hafa hlýðnast skipun yfirvalds er skorað hefur á mannsöfnuðinn að sundrast, skulu sæta fangelsi allt að 6 árum eða sektum ef brot er smáfellt.“

Ekkert fer milli mála að til þess var leikurinn gerður að hindra eða tálma að þessir tveir menn frá suðuhluta Íraks væru fluttir úr landi af íslenskum yfirvöldum.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 25.7.2016 kl. 16:28

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ekkert af þessu á við um starfsfólk Laugarneskirkju. Þeir létu lögregluna vita af því að hælisleitendurnir væru í kirkjunni og hreyfðu hvorki hönd né fót þegar lögreglan sótti þá og fór með þá burtu. 

Ef lögbrot var framið, af hverju var þá ekki borin fram kæra vegna þess?

Ómar Ragnarsson, 25.7.2016 kl. 16:50

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Annars sé ég ekki hvernig Laugarneskirkjumálið tengist niðurstöðum skoðanakönnunar um fylgi stjórnmálaflokkanna. 

Ómar Ragnarsson, 25.7.2016 kl. 16:51

5 identicon

"En það er langt til kosninga, nánast eilífð...."

En hversu langt er til kosninga? Verður kosið í haust og þá hvenær? 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.7.2016 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband