25.7.2016 | 16:44
Lífróður á bæði borð eins og hjá Hermanni 1956.
Já, nú virðist eiga að "taka Hermann á þetta" eða hvað?
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson metur stöðuna í stjórnmálunum þannig að hann og Framsóknarflokkurinn verði að róa sameiginlegan lífróður á bæði borð til að endurheimta þau 65% fylgis hans við síðustu kosningar sem tapast hafa.
Sigmundur getur nýtt sér örvæntingu þingmanna flokksins vegna þess að svakalegt fylgistap þýðir að yfirgnæfandi meirihluti þingmanna flokksins er í svipaðri stöðu og hann, að lenda utan þings nema kraftaverk gerist.
Það er líklegt að í ljósi þessarar stöðu sé nú verið að efna til sem flestra ágreiningsefna við Sjálfstæðisflokkinn og auðvelt að fá þingmenn og ráðherra Framsóknarmanna til þess, eins og ummæli Eyglóar Harðardóttur bera vitni um.
Auðvelt verður að valta yfir hófsamari stefnu Sigurðar Inga Jóhannssonar og æsa menn upp í einstökum málum, og því harðari sem skoðanaskiptin verða, því betur ætti SDG með að stimpla sig inn í þau og fá flokksmenn til að forðast sameiginlegt skipbrot.
Grein Guðna Ágústssonar um flugvallarmálið gæti verið forsmekkur þess að Framsókn stökkvi á það mál og geri fyrst og fremst að sínu.
Aðeins rúmum tveimur mánuðum fyrir kosningarnar 2013 var Framsókn í lægð, en SDG stökk á óvæntan dóm EFTA dómstólsins og meira en tvöfaldaði fylgi flokksins á mettíma með því að setja fram svo stórkostleg kosningaloforð að enginn annar flokkur gat boðið betur.
Við höfum samsvörun úr sögu Framsóknar frá árinu 1956 þegar formaður flokksins sat utan stjórnar eins og nú.
1956 hafði Hermann Jónasson þáverandi formaður Framsóknarflokksins, verið utan stjórnar í þrjú ár þótt flokkurinn væri í stjórn með Sjálfstæðismönnum eins og nú, og líkaði Hermann það ekki vel að hafa ekki verið forsætisráðherra í 14 ár á sama tíma og Ólafur Thors hafði verið forsætisráðherra samtals fimm ár í þremur ríkisstjórnum.
Hermann hafði góð sambönd inn í stjórnarandstöðuflokkana og sagt var að hann og Finnbogi Rútur Valdimarsson hefðu fundið hugvitssamlega lausn, sem gat ekki annað en skilað Hermanni í forsætisráðherrastólinn á ný. Hún fólst í tveimur áætlununum, A og B.
A: Bæði þessi leið og leið B fólust í að setja stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn á hvolf með óyfirstíganlegum ágreiningi. Stofnað var til kosningabandalags við Alþýðuflokkinn, sem Alþýðuflokkurinn gat ekki hafnað, af því að hann fékk fleiri þingmenn út úr því en áður. Spilað var á meingallaða kosningalöggjöf í því skyni að þessir flokkar fengju meirihluta á þingi út á innan við 40% atkvæða og Hermann yrði í kjölfarið þar með orðinn forsætisráðherra.
B: Til þess að skapa óbrúanlega gjá milli Framsóknar og Sjalla var efnt til samstarfs Framsóknarmanna og minnihlutaflokkanna á Alþingi með samþykkt Alþingis um brottför hersins, sem Framsókn og minnihlutaflokkarnir sameinuðust um.
Þótt ekki tækist að uppfylla áætlun A og að litlu munaði í því efni, var búið að tryggja það, að Sjálfstæðismenn gætu ekki hugsað sér samstarf við Framsóknarmenn og að vinstri flokkarnir stæðu fyrir tilboði, sem ekki var hægt að hafna: Vinstri stjórn með Hermann í forsæti.
Með þessari djúphugsuðu og pottþéttu áætlun setti Hermann endapunkt á 12 ára samfellda stjórnarsetu Sjálfstæðismanna.
Herinn sat sem fastast út öldina og fór ekki fyrr 50 árum seinna. En það var algert aukaatriði.
Fer á fullt í stjórnmálabaráttunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvar er afnám verðtryggingar?
Hvar er vaxtalækkunin?
Hvar er afnám gjaldeyrishafta?
Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?
Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?
Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?
Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?
Hvar er þetta og hitt?
Ég er viss um að það var hér allt í gær.
Þorsteinn Briem, 25.7.2016 kl. 17:13
Ég fagna komu Sigmundar í stjórnmálin aftur. Hann nær kannski að eyða flokknum endanlega úr íslenskum stjórnmálum.
Ragna Birgisdóttir, 25.7.2016 kl. 17:15
"Í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:
"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."
Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:
"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."
Og daginn eftir á Stöð 2:
"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."
Þorsteinn Briem, 25.7.2016 kl. 17:17
1.4.2015:
"12. mars síðastliðinn tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Evrópusambandinu að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki."
Straumurinn til Pírata eftir 12. mars síðastliðinn
Þorsteinn Briem, 25.7.2016 kl. 17:18
19.5.2015:
"Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að ef Píratar myndu verða í þeirri stöðu að hafa áhrif á ríkisstjórnarmyndun eða áherslur á næsta kjörtímabili, yrðu þær á lýðræðisumbætur og tiltekur sérstaklega þrennt í þeim efnum, auk þess að endurvekja þurfi stjórnarskrármálið:
Hvað varðar fiskveiðistjórnun segir hann að Píratar leggi áherslu á stuðning sinn við nýja stjórnarskrá sem byggi á frumvarpi Stjórnlagaráðs. Í 34. grein þess frumvarps sé að finna afgerandi og mikilvæga breytingu á grundvallaratriðum fiskveiðistjórnunar sem felist í eftirfarandi málsgrein:
Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.
Og hvað virkjanir varðar segir Helgi Hrafn að menn hefðu haldið að með rammaáætlun þyrfti ekki sérstaka stefnu í málaflokknum en hins vegar sé stjórnarmeirihlutinn nú að rífa þá áætlun í tætlur á þinginu.
Varðandi Evrópusambandið sé það stefna Pírata að þjóðin eigi að ákveða með þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna.
Segi hún nei sé málinu lokið þar til pólitískt umboð yrði sótt til að sækja um að nýju, verði vilji til þess. Segi hún já skuli viðræðum haldið áfram."
Þorsteinn Briem, 25.7.2016 kl. 17:20
17.8.2015:
"Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."
Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.
Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.
Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.
Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.
Þorsteinn Briem, 25.7.2016 kl. 17:21
Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.
"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.
Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."
10.2.2015:
"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.
Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.
Þessi lán eru óverðtryggð."
Þorsteinn Briem, 25.7.2016 kl. 17:22
25.8.2015:
Þorsteinn Briem, 25.7.2016 kl. 17:23
1.9.2015:
Aðeins 5,9% kjósenda í aldurshópnum 30 ára og yngri segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn og einungis 11,6% styðja Sjálfstæðisflokkinn.
Stærsti stuðningshópur Framsóknarflokksins eru kjósendur 50 ára og eldri, 13,9% kjósenda 50-59 ára styðja flokkinn og 13% kjósenda 60 ára og eldri.
Þorsteinn Briem, 25.7.2016 kl. 17:24
8.10.2015:
"Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir fengju 4,4% atkvæða samkvæmt könnuninni sem unnin er af Gallup fyrir Viðskiptablaðið en fengu 10,7% í kosningunum í fyrra."
Þorsteinn Briem, 25.7.2016 kl. 17:27
VERÐTRYGGINGIN ólöglega á neyslulánin, með ólöglegu útreikningunum!!!
Þvílík djöfulsins RÍKISSTJÓRNAR-BLEKKINGAR-SVIKALOFORÐ!
Og svik lánastofnananna og sýslumanna-embættanna lögmanna-"DV"-Hæstaréttarvörðu?
Bjarni Benediktsson (Hæstaréttar-DV-kerfisvarði) sagði blákalt í ræðustól alþingis, að það yrði ekki gert meir fyrir öryrkja og eldri borgara? Þeir sem eru á þrepi fyrir neðan framfærslukrafin og rúmlega 40% skattpínd ríkisútgjöld, eru útilokaðir af Bjarna Ben.!
Sigmundur Davíð talaði um að nú væri afgangur til að hjálpa þeim sem verst standa? En Bjarni Ben sagði nei? Eftir það var Reykjavík Medía látin henda Sigmundi Davíð út úr ríkisstjórninni? Eða hvað?
Finnst fólki þetta bara alveg DV-hæstafréttarlögmanns-verjandi á slúður-dagblaðasíðunum blekkjandi og dómstólasvíkjandi?
Ekki veit ég á hvaða fjöl Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stendur.
En það er alla vega ekki hlutverk Sjálfstæðisflokks-Hæstaréttarlögmanns-DV-blaðamanna verk að "gróu"DÆMA, í boði múgæsings-"lýðræðis" pólitískra Hæstaréttarlögmanna-DV.
Ég tek það fram að ég þekki Sigmund Davíð og hans tilveruflækjur í pólitíkinni ekki neitt. En það eiga allir sinn réttlætis-rétt út frá sinni stöðu, óháð pólitík.
Kannski er hann sekur? Kannski er hann ekki sekur? Ekkert er sannað án siðmenntaðra og löglegra réttarhalda! Allir eru saklausir uns er sekt er sönnuð samkvæmt siðferðislega réttlætanlegum dómsstólum.
Það er enginn munur á réttindum róna og ráðherra í siðmenntuðu réttarríki. (Er til siðmenntað réttarríki á jörðinni?)
Nú bið ég Almættið að hjálpa fólki við að skilja skelfilegt samspillingarkerfið jarðartortímandi, og afleiðingar spillingarinnar sem stýrir.
Svartamarkaðs-dópið er viðskiptavígvöllur svikulla heimsbankaþrælanna réttindalausu. Þannig getur þetta ekki gengið lengur, vegna þess að tölvusvikapeningar heimsbankanna eru hraðbraut til tortímingar jarðarinnar.
VERSLUNARMANNAHELGIN ER FRAMUNDAN Á SPILLTA BANKADÓPSÖLU-ÍSLANDINU! Innistæðulausu svartamarkaðs-Verslunarmanna-viðskiptin banka/dómsstólavörðu?
Verði þeim að góðu sem ætla að græða netfalsaða innistæðulausa peninga í boði helsjúkra lögmanna, dómar og Páfastýrðra fjármálastofnanadjöfla á jörðinni.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.7.2016 kl. 18:31
Guð blessi Ísland!
Ragna Birgisdóttir, 25.7.2016 kl. 18:41
Er ekki SDG uppi á vitlausum tíma og kannsi í vitlausu landi líka???? Íslandi allt....Ísland, best í heimi...Tortóla næstbest....
https://www.youtube.com/watch?v=tV4MxX7d0XM
Eygló (IP-tala skráð) 25.7.2016 kl. 19:44
Bjarni Ben. blessaður er alveg ó-afvitandi, blessaður drengurinn, og hans óvissuflakkandi útlendu íbúðarkaupmennsku-ævintýri í Saudi Arabíu?
Ekki satt?
Eða hvað segir Reykjavík Medía um það, frá "sannleikans" sænska og þýska lögfræðingateyminu Mossa&Fonnsa?
Ég fer bara fram á að allir sitji við sama réttarfars-kerfið í svokölluðum siðmenntuðum réttarríkjum. Hefur ekkert með einn flokk umfram aðra að gera!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.7.2016 kl. 20:06
Ég fagna sérstaklega innleggjum Steina Briem. Þau mættu þó vera fleiri.
immalimm (IP-tala skráð) 26.7.2016 kl. 02:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.