Gróf vanvirðing í hvívetna.

Þeir sem nú vilja nota eitt stærsta "túrbínutrix" Íslandssögunnar með því að vaða inn í Mosfellsbæ með ígildi nýs Landspítala og byggja hann allan fyrst og klára svo allt hitt síðar, væntanlega á þeim forsendum að ekki verði aftur snúið, segjast ekki ætla að ráða neitt íslenskt heilbrigðisstarfsfólk en eru þegar byrjaðir að gera það.

 

Og ekkert hefur verið gert til að kanna nánar afleiðingar þessa alls eða huga að því sem eftir er að gera. 

Þeir segja að vísu napran sannleika þegar þeir lýsa biðlistum og vangetu íslenska heilbrigðiskerfisins en gera það af fullkominni vanvirðingu og ýkjukenndri lítilsvirðinngu, - þykjast ekki getað rústað neinu, af því að við séum sjálf búin að rústa því algerlega!  

Ekki eru vanvirðing þeirra, tillitsleysi og kæruleysi þeirra síðri varðandi kalt vatn frá vatnslindum í landi Hafnarfjarðarbæjar. 

Nú þegar er of mikið tekið af vatni í Kaldárbotnum vegna þess hve mjög vatnsveitan hefur bitnað á rennsli Kaldár, sem er eitthvert einstæðasta og merkasta vatnsfjall landsins. 

Að ætla að taka fimmfalt meira sýnir algert skeytingarleysi og græðgi.

Gott er að þessu tilboði, sem ekki átti að vera hægt að hafna, var hafnað! 


mbl.is Vatnið ekki óþrjótandi auðlind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar grætur túrbínutrix,
tóm della hjá fjáðum,
einkahjúkkan fröken Fix,
fer frá honum bráðum.

Þorsteinn Briem, 27.7.2016 kl. 04:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband