27.7.2016 | 15:02
Veruleikafirringin heldur áfram.
Sigmundur Davíð hélt að hann gæti tekið ráðin af eigin þingflokki og þingflokki Sjálfstæðismanna í vor með því að fara með frágengna pappíra um þingrof á Bessastaði til undirskriftar fyrir forseta Íslands. Hann hélt greinilega, að úr því að Ólafar Jóhannesson gat þetta 1974 og Tryggvi Þórhallsson 1931, yrði þetta létt verk.
Athugaði ekki, að 1974 var það mat Kristjáns Eldjárns að ekki yrði mögulegt að mynda ríkisstjórn í kjölfarið, en núna var það vilji beggja þingflokka stjórnarflokkanna að halda stjórnarsamstarfinu áfram.
Athugaði ekki að Ólafur Ragnar Grímsson hafði það veruleikaskyn sem SDG hafði ekki og að grátklökkur þingmaður Framsóknar í fyrsta viðtalinu eftir þennan einstæða viðburð sagði allt sem segja þurfti um þann trúnaðarbrest við þingflokkinn, sem þarna bættist við trúnaðarbrestinn gagnvart þjóðinni í Wintris-málinu.
Í grein í Morgunblaðinu heldur veruleikafirringin áfram. SDG þakkar sér efnahagsbatann, sem dæmalaus stórfjölgun ferðamanna og lágt olíuverð hafa skapað fyrst og fremst, nokkuð sem hann og flokksmenn hans töldu ómögulegt á fyrsta áratug þessarar aldar þegar "eitthvað annað" en stóriðja var óhugsandi í þeirra augum.
Nú hamast hann gegn því samkomulagi og loforðum, sem gefin voru eftir brotthvarf hans í vor og heimtar að allt sé sett í uppnám með því að svíkja þau og eyðileggja þann samstarfsanda, sem hefur birst síðustu vikur með sameiginlegri vinnu stjórnar og stjórnarandstöðu við að skapa góða vinnuumgjörð og anda í samræmi við gefin loforð beggja aðila þar um.
Þegar Höskuldur Þórhallsson bendir á hvílíkt uppnám verði hjá öllum af þessum sökum saka jafn veruleikafirrtir stuðningsmann SDG og hann er sjálfur, Höskuld um að vilja sprengja ríkisstjórnina.
Sigmundur Davíð og viðhlæjendur hans eru í sama gír og þegar farin var endemis sneypuför til Bessastaða í vor, og virðast halda að SDG sé með þingrofsréttinn ennþá ásamt forsetanum.
En sá réttur er nú í höndum Sigurðar Inga Jóhannssonar og komandi forseta sem betur fer.
Já, firringin minnkar ekki, heldur virðist hún fara vaxandi.
Myndi sprengja ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sigurður segir reyndar það sama: "http://www.ruv.is/frett/kosid-i-haust-ad-thvi-gefnu-ad-malefnin-klarist"
Torfi Kristján Stefánsson, 27.7.2016 kl. 15:47
Í gær:
""Hvað sem mönnum kann að finnast þá er þetta bara búið og gert," segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um þau ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, að ekki sé víst að þingkosningar fari fram í haust.
Brynjar vísar þar til þess að forystumenn ríkisstjórnarinnar hafi ítrekað sagt að stefnt væri að haustkosningum.
"Það hafa auðvitað verið mismunandi skoðanir á því hvenær ætti að kjósa.
Sumir vildu kjósa síðasta vor, aðrir vildu bíða til haustsins og enn aðrir kjósa næsta vor.
En niðurstaðan varð bara þessi og við sitjum bara uppi með það hvort sem það þykir röng eða rétt ákvörðun," segir Brynjar.
Flokkarnir séu farnir að undirbúa kosningar og áætlun þingsins miðist við kosningar í haust."
Þorsteinn Briem, 27.7.2016 kl. 16:24
Hvar er afnám verðtryggingar?
Hvar er vaxtalækkunin?
Hvar er afnám gjaldeyrishafta?
Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?
Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?
Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?
Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?
Hvar er þetta og hitt?
Ég er viss um að það var hér allt í gær.
Þorsteinn Briem, 27.7.2016 kl. 16:27
Framsóknarflokkurinn er búinn að skíta á sig í öllum málum.
Þorsteinn Briem, 27.7.2016 kl. 16:30
Fylgi Framsóknarflokksins nú 11% og flokkurinn reynir með plottum að halda í þá fáu sem eftir eru.
Samkvæmt skoðanakönnunum fengi flokkurinn sjö þingmenn, engan í Reykjavík, einn í Suðvestur- og Suðurkjördæmi, og fimm í rollukjördæmunum, þar af tvo í Norðvestur- og þrjá í Norðausturkjördæmi.
Og af þessum sjö er meirihlutinn nú ráðherrar.
Steini Briem, 20.12.2014
Þorsteinn Briem, 27.7.2016 kl. 16:33
Í fyrradag:
Píratar mælast með 26,8% fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn 24% í nýrri skoðanakönnun MMR.
Vinstri græn mælast með 12,9% fylgi og Viðreisn 9,4%.
Samfylkingin mælist með 8,4% og Framsóknarflokkurinn 8,3%.
Fyrir margt löngu skíttapað mál fyrir ríkisstjórnina.
Þorsteinn Briem, 27.7.2016 kl. 16:35
Í 20 ár sitjum við uppi með tækisfærissinnann og þjón útrásarbófanna Ólaf Ragnar Grímsson. Ekki hefur þjóðinni enn tekist að losa sig alveg undan leiðindum og óhroða Davíðs Oddssonar. Og núna er enn eitt "theatre-absurd" í uppsiglingu. Sigmundur Davíð hvílir orðið eins og mara á þjóðinni, ljúgandi og bullandi svo eftir er tekið um allan heim. Liggja íll álög (spell) á þjóðinni?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.7.2016 kl. 17:12
http://this.is/harpa/sidblinda/hare_nanari_utlistun.html
Ragna Birgisdóttir, 27.7.2016 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.