Ekki orð að marka.

Það er ekki marka orð hjá hollenska fjárfestinum, sem er búinn að semja við Mosfellsbæ um lóð fyrir 50 milljarða einkaspítala. Segir að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk muni ekki vinna við spítalann en er þegar byrjaður á að bera víurnar í íslenska hjartalækna og aðra, sem gera eigi spítalann að dýrseldu sjúkrahúsi. 

Segist vera í samvinnu um að reisa sólarkísilver á Grundartanga þótt því sé harðlega neitað. 

Ekki er ætlunin, segir hann, að ryðjast inn á íslenska markaðinn og rústa honum, - en svo kemur þessi dásamlega útskýring: "Það er ekki hægt að rústa því sem þegar er búið að rústa."

Þeir ríku Íslendingar sem þegar hafa efni á því að fara framhjá hinu "rústaða íslenska heilbrigðiskerfi" til þess að kaupa sér dýrar lækningar, sem pupullinn á biðlistunum getur ekki veitt sér, munu spara sér ferðakostnað með því að skipta við komandi lúxussjúkrahús og tryggja það endanlega að hér verði tvöfalt heilbrigðiskerfi, - annars vegar rústum líkast kerfi fyrir venjulegt fólk og hins vegar rándýra lúxusþjónustan fyrir þá ríku. 


mbl.is Sverja af sér tengsl við Burbanks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Alltaf gaman að sjá börn að leik í sandinum
hvar til verða kastalar á borð við Neuschwannstein
og allir íbúar nefndir sínum nöfnum og talað 
fyrir einn og sérhvern, - en að lokum þurrkar
sjórinn öll þau mörk, - og eftir stendur brákin
þar flóði hæst.

Húsari. (IP-tala skráð) 27.7.2016 kl. 19:36

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 27.7.2016 kl. 21:53

3 identicon

Fór í hjartaaðgerð fyrir nokkrum árum og þetta kemur mér afar spánskt fyrir sjónir. Var keyrður með sjúkrabíl beint upp á hjartadeild og hefði ekki viljað margra tíma ferð milli landa og klukkutíma í Mosó....

GB (IP-tala skráð) 27.7.2016 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband