27.7.2016 | 21:59
Ný Hólmsheiði í uppsiglingu. Hvað þar næst?
Nú er áratugur síðan Hólmsheiði dúkkaði upp sem þetta líka fína flugvallarstæði fyrir Reykjavík.
Flest af því sem varð til þess að þessi staður brotlenti níu árum síðar lá ljóst fyrir í upphafi.
Í stað þess að með lengingu austur-vestur brautarinnar á núverandi flugvelli er hægt að hafa aðflug og fráflug að vestanverðu yfir sjó og að austanverðu yfir autt svæði í Fossvogsdal, yrði það aðflug, sem mest yrði notað á Hólmsheiði yfir Grafarvogs- og Grafarholtshverfi.
Völlur þarna yrði miklu nær Esju-Skálafelli og Vífilsfelli-Bláfjöllum en núverandi völlur.
Og síðast en ekki síst yrði nýr völlur á Hólmsheiði í 500 feta hæð yfir sjó með tilheyrandi fleiri snjóa- og hálkudögum á veturna.
Flugvöllur í Hvassahrauni yrði enn viðkvæmari fyrir sviptivindum, ókyrrð, úrkomu, lélegu skyggni vegna nálægðar Reykjanesfjallgarðsins og nálægðar við Suðurnes en Hólmsheiði og tíu kílómetrum fjær miðju byggðar höfuðborgarsvæðisins en núverandi flugvöllur, auk þess sem ferðaleiðir innanlands nema til Vestmannaeyja myndu lengjast um 50 kílómetra, 25 á landi og 25 í lofti.
Það er fráleitt að láta aðeins nokkurra mánaða athuganir á veðri og skilyrðum í lofti og á landi nægja fyrir svo afdrifaríka ákvörðun sem hátt í hundrað milljarða króna framkvæmd krefst.
Því að gerningarnir við gerð nýs flugvallar eru í raun þrír: 1. Að byggja nýjan flugvöll með öllu því sem það krefst, svo sem byggingum fyrir starfsemi sem tengist honum.
2. Að rífa og eyða Reykjavíkurflugvelli með þeim mannvirkjum, sem honum tengjast
3. Að byggja nýja byggð á því flugvallarstæði.
Hugmyndin um flugvöll nálægt Straumsvík kom fram um 1960 og var slegin af eftir að Flugráð hafði sjálft sest upp í flugvél og gert var eitt aðflug með ráðið að vallarstæðinu í dæmigerðri stífri suðaustanátt, lang algengustu vindáttinni á þessu svæði og síðan lent á skaplegan hátt á þáverandi og núverandi flugvelli.
Nú er verið að leggja til annað Hólmsheiðarævintýri, Hvassahraunsævintýrið.
Og þegar því lýkur, hvað næst?
Óábyrgt að kanna ekki möguleikann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Á árunum 2002-2004 var nýtingarhlutfall Ísafjarðarflugvallar um 93% en Reykjavíkurflugvallar OG Vestmannaeyjaflugvallar um 98%.
Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2007-2018, bls. 30
"Á Stórhöfða [í Vestmannaeyjum] hefur frá árinu 1921 verið veðurathugunarstöð, sem er fræg fyrir að hafa mælt einn mesta vindhraða sem mælst hefur á norðurhveli jarðar."
Þar að auki er aldrei rigning í Vestmannaeyjum.
Og harla ólíklegt að nýtingarhlutfall flugvallar á Hólmsheiði og Ísafjarðarflugvallar yrði það sama.
Steini Briem, 29.3.2014
Þorsteinn Briem, 27.7.2016 kl. 22:07
Á Hólmsheiði er nægt rými fyrir alhliða innanlandsflugvöll, kennsluflug, einkaflug og flugsvið Landhelgisgæslunnar.
Þar var að meðaltali 79,8% loftraki árin 2006 og 2007 en 75,3% í Vatnsmýrinni.
Meðalvindhraði á Hólmsheiðinni á þessu tímabili var 6,6 m/s en í Vatnsmýrinni 5,4 m/s og tíðni vindátta var áþekk.
Þorsteinn Briem, 27.7.2016 kl. 22:08
Esja er í um tíu kílómetra fjarlægð frá bæði Hólmsheiði og Vatnsmýri.
Og toppur Úlfarsfells er einungis 295 metrum yfir sjávarmáli.
Þrívíddarmynd af Úlfarsfelli
Ísafjarðarflugvöllur er á landfyllingu úti í sjó við rætur brattrar fjallshlíðar og fjallið Kubbur (Kubbi) er nokkur hundruð metrum frá suðurenda flugbrautarinnar.
"Skutulsfjörðurinn er girtur bröttum fjöllum, sem eru nærri sjö hundruð metrar að hæð."
Þorsteinn Briem, 27.7.2016 kl. 22:09
Ég vissi ekki að Heimaey væri marflöt og þar væri aldrei rigning eða hvassviðri.
"Á árunum 2002-2004 var nýtingarhlutfall Reykjavíkurflugvallar og Vestmannaeyjaflugvallar um 98% en Akureyrarflugvallarflugvallar og Egilsstaðaflugvallar um 99%.
Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir 2007-2018, bls. 30-31
Heimaey in February 2009. Looking north-east.
Þorsteinn Briem, 27.7.2016 kl. 22:13
Þétt byggð er hins vegar ekki við fyrirhugaðan flugvöll á Hólmsheiði.
Hljóðspor næði þar hvergi inn yfir þétta byggð og Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) komust að þeirri niðurstöðu í nýlegri skýrslu að afrennsli frá Hólmsheiði ógni ekki brunnsvæðum eða nágrenni vatnsbóla höfuðborgarsvæðisins.
Í nýlegri skýrslu Veðurstofu Íslands, sem byggð er á veðurfarsmælingum á sex og hálfs árs tímabili, segir að nýtingarhlutfall flugvallar á Hólmsheiði yrði um 97%.
Og nýtingarhlutfall flugvallarins á Vatnsmýrarsvæðinu er heldur ekki 100%.
Steini Briem, 29.3.2014
Þorsteinn Briem, 27.7.2016 kl. 22:16
Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu, merkt hér með gulum strikum:
Þorsteinn Briem, 27.7.2016 kl. 22:22
Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins, 58%, er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila.
Ríkið hefur hins vegar ekki greitt Reykjavíkurborg leigu fyrir þetta land.
Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.
Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.
Og frá þeim tíma hefur verið 70% verðbólga hér á Íslandi.
Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, bls. 64-65
Og ein flugbraut hefur ekki verið talin nægjanleg á Vatnsmýrarsvæðinu.
Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2007-2018
Þorsteinn Briem, 27.7.2016 kl. 22:24
Harla ólíklegt að íslensk loftför hafi verið öruggari en bifreiðar hvað dauðaslys snertir á árunum 1920-1997 og fjölda íslenskra loftfara og bifreiða á þessu tímabili.
Þar að auki fórst hér á Íslandi fjöldinn allur af erlendum loftförum á þessum árum.
Íslensk loftför - Um 400 létust í um 70 slysum frá upphafi til 14.9.1997, sjá neðst á síðunni
Þorsteinn Briem, 27.7.2016 kl. 22:27
11.3.1986:
"Segja má að kraftaverk hafi átt sér stað í gær, þegar Fokkervél með 41 farþega missti afl á öðrum hreyfli og hætt var við flugtak.
Flugvélin fór fram af flugbrautinni út á Suðurgötuna, sem liggur við vesturenda brautarinnar, og stöðvaðist á miðri götunni."
Fokkervél fór út á miðja Suðurgötuna
3.8.1988:
"Þrír menn fórust er kanadísk tveggja hreyfla ferjuflugvél fórst skömmu fyrir lendingu á Reykjavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 17 í gær.
Flugvélin stakkst á nefið á milli brautarenda og Hringbrautar og sprakk strax í loft upp."
Flugvél stakkst á nefið og sprakk í loft upp steinsnar frá Hringbrautinni
16.10.1990:
"Ekkert hefur enn komið fram við rannsókn á flaki flugvélarinnar sem hrapaði í Skerjafjörð síðastliðinn laugardag.
Flugmaðurinn lést í slysinu. Hann var reyndur flugmaður, með 400 flugstundir að baki.
Flugvél hrapaði í Skerjafjörð
23.4.1997:
"Mikil mildi þykir að enginn skyldi slasast þegar tveggja hreyfla flugvél brotlenti við Reykjavíkurflugvöll í gær, rétt við Suðurgötu.
Bílar höfðu örskömmu áður ekið um götuna."
Brotlenti við Suðurgötuna
9.8.2000:
"Eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna hrapaði í Skerjafjörð, rétt vestan við Nauthólsvík, á mánudagskvöld."
Flugvél hrapaði í sjóinn rétt vestan við Nauthólsvík
Þorsteinn Briem, 27.7.2016 kl. 22:28
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri 10.6.2016:
"Hæstiréttur dæmdi borginni í hag í málaferlum okkar gegn ríkinu um lokun þriðju flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli.
Bæði dómar héraðs- og Hæstaréttar eru mjög afdráttarlausir og eyða óvissu um næstu skref, lokun þriðju brautarinnar og uppbyggingu á Hlíðarenda.
Það er mikils virði að dómarnir taka einnig á þeim áhyggjum sem settar hafa verið fram um öryggismál og önnur atriði sem sett hafa verið fram sem rök gegn því að efna eigi fyrirliggjandi samninga.
Ráðherra hefur frest til 29. september næstkomandi til að loka brautinni en eftir það leggjast dagsektir á ríkið.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur tekið af skarið um að sá frestur verði virtur.
Uppbygging á Hlíðarenda getur því hafist af krafti enda ekki vanþörf á. Þar munu rísa 600 íbúðir með verslun og þjónustu á jarðhæð."
Þorsteinn Briem, 27.7.2016 kl. 22:30
14.3.2013:
"Samningar hafa tekist á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði.
Í samningnum felst að Reykjavíkurborg kaupir land ríkisins, alls um 112.000 fermetra svæði. Gera má ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á byggingarlandinu.
Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra og Dagur B. Eggertsson sem staðgengill borgarstjóra undirrituðu samninginn á Reykjavíkurflugvelli.
Samningurinn var samþykktur í borgarráði með öllum greiddum atkvæðum á fundi þess í morgun.
Í samningnum segir að sameiginlegt markmið ríkis og Reykjavíkurborgar sé að koma svæðunum sem losna við lokun norður/suður og austur/vestur flugbrautar Reykjavíkurflugvallar (stundum kölluð litla flugbrautin) í uppbyggingu með hag beggja samningsaðila að leiðarljósi.
Fjöldi íbúða og fyrirkomulag á svæðinu verður útfært í deiliskipulagi undir forystu umhverfis- og skipulagssviðs."
Ný 800 íbúða byggð í Skerjafirði - Reykjavíkurborg
Þorsteinn Briem, 27.7.2016 kl. 22:31
Fylgi flokka í Reykjavík - Skoðanakönnun Gallup 8.10.2015:
Píratar 28%,
Samfylking 25%,
Björt framtíð 8%,
Vinstri grænir 11%.
Samtals 72% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 27% og þar af Framsóknarflokkur 4%.
Þorsteinn Briem, 27.7.2016 kl. 22:37
"Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir fengju 4,4% atkvæða samkvæmt könnuninni sem unnin er af Gallup fyrir Viðskiptablaðið en fengu 10,7% í kosningunum í fyrra."
Þorsteinn Briem, 27.7.2016 kl. 22:38
Á Hólmsheiði var meðalhitinn 4,5 gráður á árunum 2006 og 2007, eða 1,1 gráðu lægri en á Reykjavíkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli.
Veðurmælingar á Hólmsheiði, Reykjavíkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli
Meðalhitinn á Hólmsheiði árin 2006 og 2007 var því trúlega eins og hann var á Reykjavíkurflugvelli árið 1975.
Hlýnað hefur hérlendis um 0,35°C á áratug frá árinu 1975, um 1,1 gráðu, sem er nokkru meira en hnattræn hlýnun á sama tímabili.
Veðurstofa Íslands - Loftslagsbreytingar
Meðalhiti eftir mánuðum í Reykjavík á árunum 1961-1990 var á bilinu 0-10°C.
Og búast má við áframhaldandi hlýnun í Reykjavík næstu áratugina.
Veðurstofa Íslands - Hnattrænar breytingar loftslags og áhrif þeirra á Íslandi - Sjá bls. 17
Þorsteinn Briem, 27.7.2016 kl. 22:56
Flugvellir eru á þúsundum staða í Evrópu og Bandaríkjunum, þar sem hitinn verður miklu lægri á veturna en á Hólmsheiði.
Til að mynda er að sjálfsögðu flogið allt árið til Moskvu og Stokkhólms. Og meðalhiti í Stokkhólmi í janúar er -2,9°C, um tveimur gráðum lægri en á Hólmsheiði.
Í janúar 2006-2007 var meðalhiti á Hólmsheiði -0,8°C, einungis 1,4°C lægri en í Vatnsmýrinni.
Þorsteinn Briem, 27.7.2016 kl. 22:57
"Stockholm Arlanda Airport is an international airport 37 km north of Stockholm."
"Since its opening Stockholm Arlanda has always managed to continue its operations during heavy snowfall and difficult weather.
The airport administration claims to be world-leading at clearing snow from the runways.
Arlanda has a policy to never close due to snowfall."
"The airport was first used in 1959."
Steini Briem, 26.9.2012
Þorsteinn Briem, 27.7.2016 kl. 22:59
Þess má geta að meðal úrkoma í Reykjavík er rúmlega 700 mmm á ári en rúmlega 1.400 mm í Straumsvík. Þarna munar 100%
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.7.2016 kl. 23:16
Það heitir ofríki, Steini, að hella inn 16 athugasemdum, moka inn sex sinnum lengra máli en pistillinn er, í hvert skipti sem ég minnist á Reykjavíkurflugvöll.
Ómar Ragnarsson, 28.7.2016 kl. 00:26
Þurrkaðu þetta bara út Ómar. Það eru allir búnir að sjá þetta, og það hundrað sinnum og skrolla með hraði yfir þetta rugl. - Þetta eru veikindi, sinnisveiki, og það veistu.
Már Elíson, 28.7.2016 kl. 08:51
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að það væri óábyrgt af Icelandair að skoða ekki möguleikann á því hvort Hvassahraun gangi sem flugvallarstæði í ljósi afstöðu meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur gagnvart Reykjavíkurflugvelli.
Það er hins vegar alveg skýrt í mínum huga að starfsemin heldur áfram á Reykjavíkurflugvelli á meðan ekkert liggur fyrir um aðra staðsetningu fyrir innanlandsflugið í samræmi við niðurstöður Rögnunefndarinnar. Þú afleggur ekki Reykjavíkurflugvöll nema hafa skýran valkost um innanlandsflug á Reykjavíkursvæðinu, og það liggja ekki fyrir niðurstöður um hvort það er yfirhöfuð mögulegt að byggja flugvöll í Hvassahrauni
Sé lesið í þessi tilvitnuðu orð í fréttinni gæti manni sýnst að tilgangurinn sé að sýna það sem margir vita að Hvassahraunið henti enganveginn til að koma þeim möguleika út úr umræðunni.
ls (IP-tala skráð) 28.7.2016 kl. 10:00
Miög upplýsandi Steini. Meira svona eða bara eitthvað annað.
immalimm (IP-tala skráð) 28.7.2016 kl. 14:18
Steini stuð, nei Steini flug.
Steini skýn, nei Steini slím.
Steini Briem, nei Steini lím.
S Breik (IP-tala skráð) 28.7.2016 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.