Hálfkæringur eða alvara?

Engu er líkara en að Donald Trump sé að þróa áfram þá aðferð í fjölmiðlun og áróðri að stela senunni hvenær sem það er mögulegt með ummælum af því tagi sem aldrei hafa áður heyrst hjá frambjóðendum til embættis forseta Bandaríkjanna og þótt víðar væri leitað. 

Hljóð og látbragð eru meðal þeirra tækja, sem dýr nota til þess að hafa áhrif á önnur dýr, svo sem með því að urra ógnandi. 

Hjá mönnum er aðferðin þróaðri og byggist í því að nota orð, sem jafngilda vopnum ef svo ber undir. 

Þess vegna ber að líta á orð sem ígildi verknaðar og gæta að því hvað sagt er. 

Donald Trump lítur væntanlega svo á að ofsafengin ummæli hafi verið lykillinn að velgengni hans hingað til og að þessi hegðun hans muni að lokum skila honum inn í Hvíta húsið. 

Kannski mun hann þróa þessa aðferð frekar og slípa hana með því að láta fyrst falla ögrandi ummæli sem beina allri athygli fjölmiðla og bandarískra kjósenda að honum en draga síðan í land, hafandi náð athyglinni tvisvar út á sömu ummælin. 

Kannski segir hann eða gefur seinna í skyn að hin glannalegu ummæli hafi verið sögð í hálfkæringi. 

Gallinn er sá, að þetta er ekki heiðarleg framkoma og að embætti forseta Bandaríkjanna er þess eðlis að það ekki sama hvað sá maður segir. 

Ótal dæmi eru um það í sögunni hve orð geta vegið þungt. 

Þegar Nikita Krustjoff brá fyrir sig rússnesku orðalagi í deilu um ágæti hins kommúniska kerfis og sagði við bandarískan viðmælanda sinn: "Við eigum eftir að grafa ykkur", vakti það hörð viðbrögð Bandaríkjamanna, svo hörð, að síðan þetta gerðist hefur það alveg drukknað, að meining hins rússneska orðalags var alls ekki sú sem þýðing þýðandans gaf til kynna, heldur miklu vægari, svona eins og að Íslendingur hefði sagt: "Við munum salta ykkur", "við munum baka ykkur", við munum steikja ykkur".

Þegar friðþægingarstefna var iðkuð gagnvart Adolf Hitler í aðdraganda Seinni heimsstyrjaldarinnar lá samt fyrir í bók hans "Mein Kampf" hver væri stefna hans og ætlun.

Það átti eftir að verða dýrkeypt að taka þessi ummæli ekki alvarlega heldur skauta fram hjá þeim, þegar hann lét til skarar skríða.  


mbl.is Sakaður um föðurlandssvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Marinósson

Flestir sem ég þekki og umgengst eru búnir að fá upp í kok af umfjöllun um bandarísku forsetakosningarnar, þar með talinn undirritaður.  Hvers á fólk að gjalda að verða að fylgjast með þessum farsa í hverjum einasta fréttatíma útvarps og sjónvarps auk vefmiðlanna?  Er svona mikil "gúrkutíð" í fjölmiðlum eða er mitt fréttamat svona vitlaust?  Þetta er búið að dynja látlaust á landsmönnum í hérumbil heilt ár og ekki útlit fyrir að þetta hætti í bráð. Mér nær að halda að íslendingar stæðu jafnréttir þó þeir fréttu aldrei neitt af þessu fólki.

Ágúst Marinósson, 28.7.2016 kl. 10:36

2 identicon

Sæll Ómar.

Það þýðir ekkert að gráta sem öskukerling
yfir því þó demókratar séu í tómu tjóni
í þessari kosningabaráttu og hafi tapað henni fyrir margt löngu.

Trump kann að nýta sér fjölmiðla en
demókratar eru fóður þeirra, - fjölmiðlun
í hnotskurn.

Húsari. (IP-tala skráð) 28.7.2016 kl. 10:58

3 identicon

Trump á enga möguleika. Bandaríkjamenn eru ekki "ignoramuses" eins og innbyggjar á skerinu voru við síðustu alþingiskosningar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.7.2016 kl. 12:04

4 identicon

Sæll Ómar.

Stjórnmálamönnum dugar oftast ekkert minna en
að knésetja þá sem ekki fylgja húsaga!

Verstu mistök Hillary voru að halda áfram
í vonlausu þrátefli við mótframbjóðanda
sinn, Bernie Sanders, í stað þess að ljúka
því mörgum mánuðum fyrr með því að útnefna
Bernie Sanders sem varaforsetaefni sitt.

Það er svo sjónarmið útaf fyrir sig hvers vegna
almenningur ætti að kjósa múltímilljóner á borð
við Sanders eða Trump sem þó er ekki einusinni
hálfdrættingur á við Sanders hvað auðæfi varðar.

Þetta eru þverstæður í Bandaríkjunum sem á Íslandi
og hefur vitanlega ekkert með vitsmuni að gera!

Húsari. (IP-tala skráð) 28.7.2016 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband