3.8.2016 | 16:41
Vanda þarf til af öryggi.
Það er að mörgu að hyggja af endurbæta á fiskiveiðistjórnunarkerfið. Taka lítinn hluta kvótans í einu og huga að því sama og um eignarhald á sjávarátvegsfyrirtækjum, að takmarka eign útlendinga á þessari auðlind.
Síðan þarf að endurbæta núverandi kerfi þannig að heilu byggðirnar séu ekki sviptar öllum möguleikum til að halda kvóta sínum, eins og nú síðast gerðist í Þorlákshöfn.
Takmarkið á samt að vera skýrt, "stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum" eins og segir í frumvarpi stjórnlagaráðs.
En vegna þess hve mikilvægt það er að þessu takmarki verði náð sem áfallalausast þarf að vanda vel til, huga vel að öllu því sem aflaga getur farið og gera þetta af mesta mögulega öryggi.
Vonir landsstjórnar brugðust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Píratar leggja áherslu á að í stjórnarskrá verði fest ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum í náttúru Íslands."
Steini Briem, 4.2.2016
Þorsteinn Briem, 3.8.2016 kl. 16:53
"Píratar leggja áherslu á að í stjórnarskrá verði fest ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum í náttúru Íslands.
Ríkið skal bjóða aflaheimildir upp á opnum markaði fyrir hönd þjóðarinnar.
Handfæraveiðar séu þó frjálsar fyrir þá einstaklinga sem kjósa að stunda þær.
Allur afli skal fara á markað."
Steini Briem, 4.2.2016
Þorsteinn Briem, 3.8.2016 kl. 16:54
Verði allir skyldugir til að selja sjávarafla sinn á fiskmarkaði og greiða ákveðið hlutfall af verðinu sem þar fæst fyrir aflann í ríkissjóð er væntanlega hægt að halda því fram að það sé fullt gjald, sem yrði þá í raun ákveðið af kaupendunum með markaðsverði hverju sinni.
Hlutfallið (prósentuna) sem greiða þyrfti af söluverði aflans á fiskmarkaði í ríkissjóð þyrfti þá að ákveða og gæti því talist eðlilegt gjald af markaðsverðmæti aflans hverju sinni.
Þannig væri í raun um að ræða bæði fullt og eðlilegt gjald.
Og fiskmarkaðir hafa verið bæði hér á Íslandi og erlendis í áratugi.
Þorsteinn Briem, 3.8.2016 kl. 16:59
Að sjálfsögðu er misjafnt hvort þeir sem kaupa frekar lítið eða mikið af sjávarafla á fiskmarkaði bjóða hæsta verðið í aflann hverju sinni.
Það verð sem kaupandinn er tilbúinn að greiða fer meðal annars eftir því hversu hátt verð kaupandinn getur fengið fyrir aflann eftir að hann hefur verið unninn.
Einnig til að mynda hversu langt viðkomandi þarf að flytja aflann frá þeim stað sem honum hefur verið landað þangað sem hann er unninn.
Kaupandinn er ekki í öllum tilfellum þar sem aflanum er landað og flutningskostnaðurinn misjafnlega mikill.
Sumir vilja kaupa ýsu en aðrir einhverja aðra tegund og sjávarafli er misjafnlega verðmætur eftir til að mynda tegund og ástandi aflans.
Þorsteinn Briem, 3.8.2016 kl. 17:01
Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.
23.11.2010:
"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.
"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."
"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.
Eignarhlutur Kínverjanna er um 44%, beint og óbeint.
Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."
Þorsteinn Briem, 3.8.2016 kl. 17:04
2.9.2011:
Fimmtíu fyrirtæki eiga 84% af aflakvóta íslenskra fiskiskipa
Þorsteinn Briem, 3.8.2016 kl. 17:06
Útgerðir í Evrópusambandsríkjunum eiga engan aflakvóta hér á Íslandsmiðum og fá ekki kvóta hér nema að kaupa hann og það hafa þær ekki gert, enda þótt þær hafi auðveldlega getað það með því að kaupa hluti í íslenskum útgerðarfyrirtækjum.
Og ofveiði hefur verið stunduð hér á Íslandsmiðum af íslenskum skipum, enda var heildaraflakvóti settur hér á íslensk skip vegna ofveiða.
Hagnaður útgerða er það sem skiptir þær máli, rétt eins og í öðrum atvinnurekstri, og hagnaður útgerða er yfirleitt mun meiri hér á Íslandi en í Evrópusambandsríkjunum.
Þar af leiðandi væri mun meira vit í að kaupa hlut í íslensku útgerðarfyrirtæki en að gera út skip frá Evrópusambandsríki til veiða hér á Íslandsmiðum.
Þorsteinn Briem, 3.8.2016 kl. 17:12
Verð á leigukvóta þorsks er núna um 208 krónur fyrir kílóið en verð á óslægðum þorski er um 232 krónur, þannig að mismunurinn er einungis 24 krónur fyrir kílóið.
Steini Briem, 9.1.2009
Þorsteinn Briem, 3.8.2016 kl. 17:19
Í mars 2007 var verð á svokölluðum varanlegum þorskkvóta komið upp í um 2.500 krónur fyrir kílóið og í nóvember 2007 fór verðið í fjögur þúsund krónur fyrir kílóið.
Í mars 2008 var verðið hins vegar komið niður í 2.700 krónur.
"Viðskipti með varanlegan þorskkvóta hafa engin verið í marga mánuði. Erfitt er að fá lánsfé í bönkum fyrir kvótakaupum og svo sjá menn ekki vitglóru í því að kaupa kvóta á þessum okurvöxtum," sagði þá Eggert Jóhannesson hjá skipamiðluninni Bátar og kvóti í viðtali við Viðskiptablaðið.
Steini Briem, 9.1.2009
Þorsteinn Briem, 3.8.2016 kl. 17:22
7.9.2005:
"Kvótaverð hefur hækkað mjög hratt á undanförnum mánuðum.
Í mars síðastliðnum var verðið 1.175 krónur á hvert þorskkíló [af svokölluðum varanlegum aflakvóta] en það er núna komið upp í 1.500 krónur, sem er geysilega hátt í sögulegu ljósi.
Þessi hækkun rímar ágætlega við þróun á öðrum eignamörkuðum á Íslandi sem hafa hækkað mikið á undanförnu misserum.
Það sem af er ári hefur úrvalsvísitalan í Kauphöll Íslands hækkað um tæplega 40% og sama hækkun hefur orðið á íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu á síðustu 12 mánuðum.
Í samtali við Ólaf Klemensson hjá Seðlabankanum í Viðskiptablaðinu í dag kom fram að ástæðu fyrir þessari hröðu hækkun kvótaverðs að undanförnu megi rekja til hærri veðhlutfalla hjá viðskiptabönkunum og greiðari fjármögnun frá þeim til kvótakaupa.
Fregnir hafi borist af því að veðhlutfall hjá bönkunum hafi hækkað nokkuð á seinustu misserum og farið úr um 50% í fyrra upp í allt að 75% nú.
Ólafur sagðist fyrst hafa heyrt af aukinni fjármögnun frá bönkunum síðastliðið vor, sem vel fer saman við hækkun kvótaverðsins á sama tíma."
Steini Briem, 9.1.2009
Þorsteinn Briem, 3.8.2016 kl. 17:24
26.8.2010:
"Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi verði íslenskum og færeyskum skipum bannað að landa þar ferskum fiski.
Andrew Charles, fiskverkandi í Bretlandi, sagði í samtali við BBC að slíkt löndunarbann jafngilti því að loka höfnunum í Grimsby og Hull."
Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi vegna löndunarbanns
Þorsteinn Briem, 3.8.2016 kl. 17:40
Steini 11 - Lesendur 0
imbrim (IP-tala skráð) 3.8.2016 kl. 23:04
Ef einhver af viti myndi vilja setja athugasemdir við þetta blogg myndu þau bara týnast í öllu þessu síendurtekna og samhengislausa flóði frá "Steina Briem". Er virkilega ekki hægt að loka á að tilteknir notendur setji athugasemdir?
Bjarki (IP-tala skráð) 4.8.2016 kl. 11:51
Er þetta það sem þið hafið til málanna að leggja um það sem Ómar er að tala um hér að ofan á þessari síðu imbrim og Bjarki? Að hnýta í hvað aðrir skrifa hér og gera lítið úr Steina?. Mér finnst það ekki bara koma ykkur við. Ómar sér um sína síðu,þið um ykkar.
Ragna Birgisdóttir, 4.8.2016 kl. 14:25
Æi Ragna...Hættu nú ! - Ef þú skilur ekki þessi veikindi hjá manninum ertu á sama stað. - Menn missa móðinn (sjá Bjarki 13#) á því að tjá sig þegar svona magn af steypu kemur flæðandi niður korkinn...og svo kemur þú til að taka upp hanskann fyrir þetta krípi ?? - Ja hérna...Hvar ert þú ??
Már Elíson, 4.8.2016 kl. 16:19
Ég er ég og þú ert þú Már........ég hlýt að mega segja það sem mér býr í brjósti hér,en að níða niður annað fólk er mér fjarri.Þeir sem láta þetta fara í taugarnar á sér eru fæstir að leggja neitt til í umræðuna.Steini og Ómar eru einfaldlega langbestir í umræðunni eru fræðingar í svo mörgu. Framsögn þeirra á hin ýmsu mál er oftast lögð fram með staðreyndum en ekki skoðunum þeirra.
Ragna Birgisdóttir, 4.8.2016 kl. 18:05
„Framsögn þeirra á hin ýmsu mál er oftast lögð fram með staðreyndum en ekki skoðunum þeirra.“
Þetta er að sönnu rétt, að hluta. En staðreyndirnar eru hins vegar valdar út frá skoðunum þeirra sem þær setja fram. Sannleikurinn er nefnilega stærri en svo að hann rúmist allur í athugasemdum og því er valinn sá hluti hans sem hentar þeim sem í hlut á hverju sinni. Hlutlæg framsögn er ekki til, hún litast ævinlega af skoðunum þess sem skrifar.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 4.8.2016 kl. 18:55
Gæti verið Þorvaldur. Kannski er ég heimsk en ég læt allavega ekki skoðanir Ómars og Steina fara í taugarnar á mér hér.Les þær mér til ánægju og yndisauka
Ragna Birgisdóttir, 4.8.2016 kl. 19:58
Ragna, ef Steini gæti þá haldið sig við að segja sína skoðun þá væri það flott. Svona textaflóð með tilvitnunum út og suður, jafnvel eldgömlum, án þess einu sinni að reyna að setja þær í samhengi hjálpar ekki umræðunni heldur skemmir hana.
Bjarki (IP-tala skráð) 5.8.2016 kl. 08:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.