4.8.2016 | 00:41
Vel er enn hægt að uppfylla varnarsamninginn án herstöðvarinnar.
Sem betur fór fyrir okkur Íslendinga fór herinn 2006 og við fengum upp í hendurnar dýrmætt byggt svæði rétt hjá stóra alþjóðaflugvellinum okkar þar sem nú blómstrar gróskumikið atvinnulíf.
Fyrsta áratug Kalda stríðsins kom í ljós, að Stalín gætti sín á því að fara ekki út fyrir þann hluta Evrópu með her sinn sem um hafði verið samið í lok stríðsins að yrði áhrifasvæði Rússa.
Hann lyfti ekki fingri til að hjálpa grískum kommúnistum á umsömdu áhrifasvæði Breta og Vesturveldin lyftu heldur ekki fingri þegar uppreisn var gerð gegn kommúnistum í Ungverjalandi, sem Rússar bældu miskunnarlaust niður.
Að þessu á ráða, að það hefði nægt að vera aðildarland NATO og láta yfirburði Bandaríkjamanna á Atlantshafi og Keflavíkursamninginn duga, þótt menn efuðust um það og vildu vera vissir með því að heimila komu varnarliðsins.
Eina ógnin, sem nú gæti steðjað að Íslandi og fleiri löndum NATO, sem lítið sem ekkert leggja til varna bandalagsins, væri sú að Donald Trump kæmist til valda og byrjaði að leika það hættuspil að fella úr gildi það grundvallaratriði NATO-sáttmálans að árás á eitt bandalagsríki skoðaðist samstundis sem árás á þau öll.
Ísland er langt innan áhrifasvæðis Bandaríkjamanna, langt vestan við línu, sem dregin var við Kolaskaga í lok síðustu heimsstyrjaldar.
Pútín leikur að mörgu leyti svipaðan leik og leikinn var af Stalín og eftirkomendum hans og byggðist á því að skipta Evrópu upp í áhrifasvæði.
Pútín finnst vafalaust að Gorbatsjov hafi gert mistök þegar hann viðurkenndi að innlimun Eystrasaltslandanna í Sovétríkin í júní 1940 hefði verið ólögleg.
Á þessu byggðu Eystrasaltslöndin kröfur sínar um sjálfstæði í lok Kalda stríðsins og síðar í krafti þess sjálfstæðis að gerast aðilar að NATO.
Öðru máli gegnir um Hvíta-Rússland og Úkraínu. Þau voru hluti af keisaraveldinu og Sovétríkjunum fram til falls Sovétríkjanna og Krímskaginn var hluti af Rússlandi þar til Krústjoff afhenti hann Úkraínu 1964 í krafti þess að Úkraína var þá hluti af Sovétríkjunum.
Krímskagi hefur sérsakt hernaðarlegt gildi fyrir Rússland, og Rússar fórnuðu meira en 50 þúsund hermönnum í Krímstríðinu á miðri 19. öld og margfalt fleiri í Seinni heimsstyrjöldinni.
Gildi skagans fyrir Rússa er ekki minna en gildi Florida fyrir Bandaríkin og Úkraína hefur álíka gildi fyrir Rússland og Kanada fyrir Bandaríkin.
Mistök að loka herstöðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Pútín finnst vafalaust að Gorbatsjov hafi gert mistök þegar hann viðurkenndi að innlimun Eystrasaltslandanna í Sovétríkin í júní 1940 hefði verið ólögleg."
Þetta er tóm della hjá þér, enda hefur þú ekkert fyrir þér í þessu, Ómar Ragnarsson.
Þorsteinn Briem, 4.8.2016 kl. 00:58
"Á þessu byggðu Eystrasaltslöndin kröfur sínar um sjálfstæði í lok Kalda stríðsins og síðar í krafti þess sjálfstæðis að gerast aðilar að NATO."
Öll Sovétríkin fyrrverandi eru nú sjálfstæð ríki og hafa verið það síðastliðinn aldarfjórðung.
Þorsteinn Briem, 4.8.2016 kl. 01:01
Krímskaginn verður hins vegar áfram hluti af Rússlandi og austasti hluti Úkraínu er ekki undir stjórn Úkraínu.
Úkraína og Hvíta-Rússland eru hins vegar sjálfstæð ríki.
Þorsteinn Briem, 4.8.2016 kl. 01:06
Pútín 10.12.2004:
"As for enlargement of the Euroepan Union, we have always seen this as a positive process.
Certainly, enlargement gives rise to various issues that have to be resolved, and sometimes they are easy to resolve, sometimes not, but both sides have always shown a desire to find mutually acceptable solutions and we do find them.
If Ukraine wants to join the EU and if the EU accepts Ukraine as a member, Russia, I think, would welcome this because we have a special relationship with Ukraine.
Our economies are closely linked, including in specific areas of the manufacturing sector where we have a very high level of cooperation, and having this part of indeed our economy become essentially part of the EU would, I hope, have a positive impact on the economy of Russia."
"On the other hand, we are building a common economic space with the European Union, and we believe this is in the interests of both Russia and the European Union countries and will harmonise our economic ties with Europe.
But these projects are not in contradiction with the possibility of any country joining the European Union, including Ukraine.
On the contrary, the possibility of new members joining the EU makes our projects only more realistic.
But I repeat that the plans of other countries to join the EU are not our direct affair."
Press Conference Following Talks with Spanish Prime Minister Jose Luis Rodriguez Zapatero
Þorsteinn Briem, 4.8.2016 kl. 01:14
Áhrif Bandaríkjamanna á Ísland minnkuðu verulega þegar þeir lögðu niður herstöð sína á Miðnesheiði árið 2006 og nú sinna Evrópuríki mun meira loftrýmisgæslu hér við Ísland en Bandaríkin.
Evrópusambandsríkin Svíþjóð og Finnland taka nú þátt í loftrýmisgæslunni hér við land, enda þótt þessi ríki séu ekki í NATO.
"Í miðju Íraksstríðinu þar sem mjög reyndi á styrk Bandaríkjahers var tekin ákvörðun um að loka herstöðinni [á Miðnesheiði] endanlega.
30. september 2006 var íslenskum stjórnvöldum formlega afhent stöðin af síðasta yfirmanni hennar, Mark S. Laughton kafteini í Bandaríkjaflota."
Þorsteinn Briem, 4.8.2016 kl. 01:20
Bandaríkin og Rússland eru langt frá því að vera óvinaríki, enda eru bæði ríkin nú kapítalísk lýðræðisríki, þótt ýmsum þyki að í þessum ríkjum sé lýðræði ekki í hávegum haft, einkum í Rússlandi.
Þessi tvö ríki eiga hins vegar sameiginlegan óvin, öfgamúslíma, Bandaríkin aðallega í Miðausturlöndum og nágrannaríkjum þeirra en Rússland fyrst og fremst í Kákasus.
Og Rússar taka nú þátt í styrjöldinni í Sýrlandi til að veikja öfgamúslíma, rétt eins og vestræn ríki.
Þorsteinn Briem, 4.8.2016 kl. 01:31
Hagsmunir Evrópusambandsins og Rússlands eru að viðskipti þeirra verði áfram mikil, þrátt fyrir núverandi viðskiptaþvinganir vegna Krímskaga, og að sjálfsögðu hvarflar ekki að Rússlandi að ráðast á NATO-ríki.
Rússar eiga mest viðskipti við Evrópusambandið og þriðju mestu viðskipti þess eru við Rússland.
Þorsteinn Briem, 4.8.2016 kl. 01:38
50% of the government revenue of Russia comes from oil and gas.
68% of the total export revenues of Russia in 2013 came from oil and natural gas sales.
33% of these were crude oil exports, mostly to Europe.
Þorsteinn Briem, 4.8.2016 kl. 01:46
Main foreign suppliers of energy to the European Union, 2012:
Þorsteinn Briem, 4.8.2016 kl. 01:49
Þessi "tóma della" sem þú talar um, Steini Briem, að ég fari með varðandi viðurkenningu Sovétmanna á því að innlimun Eystrasaltsríkjanna 1940 hafi veið ólögleg, kom skýrt fram í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar í nýlegri heimildamynd um þátt hans í frelsun Eystrasaltsríkjanna.
Jón Baldvin sagði í myndinni, að forystumenn Eystrasaltríkjanna hefðu nýtt sér þetta óspart.
Það eru fullyrðingar þínar um að ég hafi ekkert fyrir mér í þessu, sem eru tóm della.
Ómar Ragnarsson, 4.8.2016 kl. 07:00
Ómar endilega að stöðva þessa vitleysu að opna herstöðina á Keflavíkurflugvelli, ekki hef ég áhuga á að skattpeningar mínir fari til spillingþjóðfélagins á Íslandi.
Setja af stað gömlu Keflavíkur kröfugönguna, Ögmundur Jónasson og Jón Baldvin geta kallað liðið saman, enda gamlir kröfugöngu garpar.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 5.8.2016 kl. 01:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.