Meira en 20 sinnum hærra gjald fyrir heimildir í Færeyjum en hér.

Það er sláandi munur á þeim upphæðum, sem Færeyingar fengu á uppboði sínu á fiskveiðikvóta, og veiðigjaldinu, sem er hér heima. 

En hin mikla þátttaka útlendinga í uppkaupunum í Færeyjum skekkir hins vegar myndina og sýnir, að leita verður leiða til að halda veiðiheimildunum á Íslandi í eigu Íslendinga og setja á hömlur á þvi, sem eru svipaðs eðlis og hömlurnar á eignarhaldi sjávarútvegsfyrirtækja. 

Við útreikninga á rentu af auðlindum okkar hefur Indriði H. Þorláksson sýnt að lík hlutföll og eru á milli rentunnar og veiðigjaldsins og eru á milli þess, sem Færeyingar fengu á uppboðinu og því sem íslenskir notendur kvóta greiða í veiðigjald.

Veiðigjaldið á Íslandi er aðeins lítið brot af auðlindarentunni.

Bent hefur verið á að það séu einkum smærri kvótaeigendur víða um land, sem eigi miklu erfiðara með að borga veiðigjaldið en stóru eigendurnir og að þess vegna hafi þurft að lækka gjaldið í tíð þessarar ríkisstjórnar, einmitt á miklum uppgangstímum vegna fádæma vaxtar ferðaþjónustunnar.

En þeir sömu og halda þessu fram telja það stærstan kost núverandi kerfis að það auki hagkvæmni í útgerð, sem skili sér inn í efnahagskerfið.

Þarna er augljós mótsögn, hagkvæmniskosturinn talinn vera galli.

Og það hljóta að vera einhver takmörk fyrir því hve langt er hægt að ganga í því að gera sægreifana að eins konar yfirstétt í landi tveggja þjóða, þar sem önnur lifir í krónukerfinu við gjaldeyrishöft, en hin er með sitt bókhald og umsvif í erlendum gjaldeyri, mest í evrum, og ávaxtar auðæfi sín erlendis, meðal annars í aflandsfélögum.  


mbl.is Uppboð kvóta komi ekki til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er nokkur munur á færeyíngu og okkur. færeyíngar hafa aðgang að russlandsmarkaði en við ekki.þar sem hv+otin er að mestu makrill og síld. skiptir það máli. stæðstu útgerðir í færeyjum buðu hæðst í hvótan. er aflin unnin í færeyjum eða fluttur óunin úr landi. gétur verið að þó ríkið græði meir tapi þjóðfélagið í færeyjum. þegar upp er staðið. sægreifar eru skuldsettir senilega ráða þeir meira í bönkunum vegna skulda sinna en eigna. því ef stórar útgerðir fara á hausinn kemur það ílla við eigiðfé bankana. senilega eru bestu útgerðirnar með um 50% eigiðfé. fyritæki einsog grandi skuli velja að borga út arð en taka lán fyrir skipum. seigir mikið um villeisuna í íslensku skattkerfi

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 4.8.2016 kl. 10:46

2 identicon

Halló, er þetta ekki lýgilegt. Fv., fv., fv.....borgarstjóri, utanríkisráðherra, forsætisréðherra, seðlabankastfjóri, ver þjófnaðinn á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar fyrir nokkra þúsundkalla. Er hægt að sýna þjóðinni meiri lítilsvirðingu? Hversu lágt er hægt að leggjast í sorpblaðamennsku og aumingjaskap?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.8.2016 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband