Þetta voru þá skepnur, eða hvað?

Bandaríkin eru ríki innflytjenda að nær öllu leyti. Hvíti maðurinn kom frá Evrópu, fór eins og lok yfir akur stranda á millum og rændi landinu af frumbyggjunum. 

Raunar var trú frumbyggjanna sú að enginn gæti dirfst að "eiga" náttúruna í þeims skilningi, sem hvítuu landnemarnir, lögðu í það hugtak, - landið, náttúran ætti sig sjálf, og það yrði að sýna landvættunu virðingu og tillitssemi, sem hvítu mönnunum virtist fyrirmunað að tileinka sér. 

Á okkar tímum er aðeins einn hluti Norður-Ameríku, sem hefur sloppið við eignaroffors Evrópuþjóða, Grænland. Þar á enginn landið og náttúruna, náttúran á sig sjálf. 

Hvíti landneminn gerði meira en að flæða yfir álfuna.

Hann braut reglur frumbyggjanna um sjálfbæra þróun og gereyddi milljóna vísundahjðrðum með veiðum á undraskömmum tíma, sallaði dýrin niður með byssum sínum og beitti þeim óspart gegn indíánum. 

Hvíti maðurinn rændi frumbyggjum annarrar álfu, Afríku, flutti þá nauðuga hundruðum þúsundum saman í hlekkjum yfir Atlantshafið og gerði þá að þrælum, umgekkst þá í stórum stíl "eins og skepnur" í svipuðum anda og Donald Trump túlkar nú í alhæfingum sínum um innflytjendur okkar tíma, bæði frá Mexíkó og öðrum löndum. 

Og alhæfingar eiga ekki við um gjörðir hvíta mannsins í Ameríku, því að yfirleitt voru hinir hvítu gott og gegnt fólk, sem vildi vel og lagði sig fram við að uppfylla drauminn um öflugt og gott þjóðfélag.

Hvíti innflytjandinn ásamt innflytjundum af öðrum kynþáttum færði álfunni háþróaða menningu og þá mannúð og mannréttindi nútímans, sem endurspeglast í Sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna og stjórnarskrá, gerði Bandaríkjamenn að öflugustu þjóð heims sem tvívegis hefur komið Evrópu til bjargar í heimsstyrjöldum. 

Bandaríkin færði heiminum og heimsmenningunni hvítt og svart afburðafólk og áhrifavalda eins og Abraham Lincoln, Thomas Alfa Edison, Whright-bræður, Henry Ford, Louis Armstrong, Franklin D. Roosevelt, Martin Luther King, Jesse Owens, Muhammad Ali, Ellu Fitzgerald, Gershvin, Ray Charles, Michael Jackson, - listinn er mjög langur. 

Úr múg innflytjenda, sem voru af öllum stigum hvaðanæfa úr heiminum, reis þetta mikla ríki og veldi þess hefur grundvallast á því að þetta var deigla innflytenda sem skópu saman mikla þjóð. 

Þess vegna er Donald Trump nú að ráðast að sjálfri tilurð, grunni og þróun þjóðar sinnar þegar hann alhæfir um innflytjendur frá vissum löndum og segir um það:  "Þetta eru skepnur." 


mbl.is „Þetta eru skepnur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En er hann ekki að meina að hreyðjuverkjamenn séu "skepnur"?

Eyrún (IP-tala skráð) 5.8.2016 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband