Framsókn þarf að hreinsa til eins og 2008.

Með Hruninu lauk tímabili í sögu Framsóknarflokksins, sem kenna mætti við Halldór Ásgrímsson og Finn Ingólfsson. Þetta var síðari hluti 12 ára tímabils samstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, sem frá árinu 1998 hafði rekið harða stóriðju- og virkjanastefnu í bland við snarpa hægrisveiflu með sölu ríkisbanka og fyrirtækja til einkavina eftir gamalkunnri helmingaskiptareglu, sem hafði verið þróuð í fyrri samstjórnum flokkanna 1950-56, 74-78 og 83-87. 

En þótt allt það væri lagt saman sem þessir flokkar gerðu í þessum þremur ríkisstjórnum, bliknaði það í samanburðinum við árin 2001-2008. 

Flokkurinn tapaði fylgi í kosningunum 2007 þrátt fyrir slagorðið "Árangur áfram - ekkert stopp!"

Og veturinn 2008-2009 skipti flokkurinn út forystu sinni og ný tók við. 

Á aldar afmæli sínu á þessu ári stendur flokkurinn aftur í svipuðum sporum og 2008, þótt hrunið sé ekki jafn afgerandi og núna. 

En núna er samt um að ræða siðferðilegt áfall og hrun á trausti, líkt og 2007-2009.

Það er því ekki aðeins skiljanlegt að ýmsir innan flokksins telji að stokka þurfi spilin upp, - það virðist ljóst að það er bráðnauðsynlegt ef flokkurinn ætlar ekki að koðna niður á aldarafmæli sínu.  


mbl.is Vilji til að halda flokksþing í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fram­sókn­ar­menn hafi fram­kvæmt flest af því sem komið hafi fram í stefnu flokks­ins fyr­ir síðustu kosn­ing­ar ..."

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er vaxtalækkunin?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 5.8.2016 kl. 14:06

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi Framsóknarflokksins11% og flokkurinn reynir með plottum að halda í þá fáu sem eftir eru.

Samkvæmt skoðanakönnunum fengi flokkurinn sjö þingmenn, engan í Reykjavík, einn í Suðvestur- og Suðurkjördæmi, og fimm í rollukjördæmunum, þar af tvo í Norðvestur- og þrjá í Norðausturkjördæmi.

Og af þessum sjö er meirihlutinn nú ráðherrar.

Steini Briem, 20.12.2014

Þorsteinn Briem, 5.8.2016 kl. 14:09

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.7.2016:

Píratar mælast með 26,8% fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn 24% í nýrri skoðanakönnun MMR.

Vinstri græn mælast með 12,9% fylgi og Viðreisn 9,4%.

Samfylkingin mælist með 8,4% og Framsóknarflokkurinn 8,3%.

Þorsteinn Briem, 5.8.2016 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband