Þegar veruleikinn er lygilegri en nokkur skáldskapur.

Viðfangasefni og fréttir dagsins í dag eru af því tagi, að fyrir aðeins 15 árum hefði hvorki mig né aðra órað fyrir þeim, svo sem þessum:

Að á netinu væri þessi "status":  

Að 25 þúsund manns hið minnsta yrðu á Fiskidegi á Dalvík.  

Að ennþá fleiri yrðu í Gleðigöngu í Reykjavík.

Að flugvél, knúin sólarorku einni saman væri að fljúga síðasta áfangann í ferð sinni í kringum jörðina.

Að fjöldi erlendra ferðamanna á Íslandi hefði fimmfaldast.

Hvað "status" minn á facebook áhrærir, meðal annars þetta:

Mig hefði ekki órað fyrir degi með þessum viðfangsefnum: Að leggja síðustu hönd á viðfangsefni, sem hafa tekið tíma minn undanfarnadaga, að undurbúa atriði í Gleðigöngunni en jafnframt ferð til að skemmta á Ólafsdalshátíðinni í Dölum þann sama dag, jafnvel á fararskjóta sem mig hefði ekki órað fyrir að kæmi til greina, og með undirleikinn á örlitlum kubbi, svo smáum, að ég eyddi tíma í gærkvöldi til að leita að honum á nokkurra fermetra svæði eftir að ég hafði týnt honum.

Að fylgja bók úr hlaði, sem fylgir eftir áleitinni spurningu um það hvað gerðist í meira en 40 ára gömlu mannshvarfsmáli, sem getur ekki dáið, og skrá í þessa bók játningu, frásögn, sem er gerólík þeirri niðurstöðu, sem komist var að fyrir tæpum 40 árum.   


mbl.is Fjölmenni á súpukvöldi á Dalvík - Myndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sæll Ómar, minn veruleiki þessa  dagana er skotvopnaglamur og glæpaflokka slagsmál í höfuðborginni. Það eru mínir dagar með nýjum forseta núna!!

Eyjólfur Jónsson, 6.8.2016 kl. 12:05

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Til hamingju með hamingjuna, Ómar minn!

Sumir eru hins vegar alltaf í fýlu eins og dæmin sanna.

Þorsteinn Briem, 6.8.2016 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband