6.8.2016 | 16:19
Líka dýrð í Dölunum.
Það stóð til hjá mér að vera bæði í Gleðigöngunni og að skemmta á hátið í Ólafsdal í Dölum vestur en tíminn til að fara á milli reyndist of stuttur.
Þetta var leyst með því að hún Lára mín ók opnum bíl fyrir mig með aldinn frumherja í réttindabaráttunni, en ég fór á vélhjólinu "Létti í morgun" vestur og er nú að leggja af stað til baka.
Hér er dýrð undir dalanna sól og mikil stemning. og ég set inn mynd af hjólinu, þar sem það stendur niðri á vegi þar sem gsm sambandið er best og hægt að vinna alla vinnu á hjólinu sjálfu, eins og myndin sýnir, þar sem afturendu hjólsins er skrifborð undir tölvuna.
Ekki hægt að gera þetta einfaldara og ódýrara eða með viðlíka útiveru og hollri hreyfingu.
Hjólið fer jafnhratt og bílarnir ef þess gerist þörf og eyðir aðeins fjórðungi af því sem meðal Yarisinn eyðir, enda níu sinnum léttara.
Gleðigangan rennur úr hlaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ætíð mikil Daladýrð,
á dekkjum tveim var floginn,
Ómar samt þú aftur snýrð,
í auman Grafarvoginn.
Þorsteinn Briem, 6.8.2016 kl. 20:54
Snjall, Steini Bríem.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.8.2016 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.