Menn ulla á staðreyndir á jarðskjálftaslóðum.

Á svæðinu frá nyrðri hluta Tröllaskaga austur í Öxarfjörð er þekkt jarðskjálftasvæði, þar sem verða einhverjir hörðustu jarðskjálftar hér á landi. 

Nefna má skjálftann á Dalvík 1934 sem olli gríðarlegu tjóni, við mynni Skagafjarðar 1963, sem fannst vel í Reykjavík, og skæðan skjálfta með miklu tjóni á Kópaskeri í janúar 1976. 

Eins og gefur að skilja verður mest tjón á mannvirkjum af standa nærri upptökum hans. 

Þannig var það á Dalvík 1934 og Kópaskeri 1976, en skjálftinn út af Skagafirði gerði minni usla.

Ég átti heima á 12. hæð í blokkinni að Austurbrún 2 þegar Skagafjarðarskjálftinn varð, og ástæða þess hvað hann fannst vel þarna uppi var sennilega að sveifla kom á blokkina.

Þegar litið er á kort af skjálftaslóðum á tengdri frétt á mbl.is er sérmerktur brotasveimur sem liggur frá Bakka á Húsavík í áttina að Þeystareykjum.

Páll Einarsson jarðfræðingur hefur bent á þetta og þar með þá staðreynd, að líklega er verið að reisa verksmiðju á nákvæmlega allra versta stað á Íslandi hvað varðar jarðskjálftahættu, þannig að talsvert hefði munað um það að færa verksmiðjustæðið eitthvað til.

En menn ulla á þetta og það að ekki séu miklar líkur á því fyrir hverja kynslóð út af fyrir sig þótt þarna komi sá stóri skjálfti, sem ekki er spurning um hvort komi, heldur hvenær.     

 


mbl.is Skjálfti upp á 3,7 stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.6.2013:

"Nýjustu rannsóknir jarðvísindamanna sýna að aðkallandi er að gera nýtt mat á jarðskjálftavá á Norðurlandi.

Jarðskorpumælingar sýna að spenna í Húsavíkurmisgenginu er til staðar fyrir skjálfta af stærðinni 6,8.

Endurskoða þarf staðsetningu kísilmálmverksmiðju við Húsavík
og jafnvel færa sjúkrahúsið á staðnum, að mati Páls Einarssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands."

"Þriðjungurinn af hreyfingunni er á Húsavíkurmisgenginu, sem menn hafa mestar áhyggjur af, og það liggur beint í gegnum Húsavík.

Það misgengi er fast, ljóst er að þar hefur safnast upp spenna í stóran skjálfta og rannsóknir staðfesta að sú spennusöfnun er enn í gangi," segir Páll og bætir við að virkasta sprungugreinin, eða misgengið, sé kennt við Skjólbrekku.

"Það er í raun í framhaldi af Húsavíkurfjalli út í sjó og á þessu misgengi eru menn að hugsa um að reisa kísilmálmverksmiðju á Bakka.

Það þarf að endurmeta jarðskjálftahættuna í sambandi við það."

"Skemmdir verða ekki stóralvarlegar ef upptökin eru úti í sjó en þegar fjarlægðin er orðin minni en fáeinir kílómetrar eru kraftarnir orðnir afar miklir og ófyrirsjáanlegir," segir Páll."

Endurmeta þarf staðsetningu kísilvers við Húsavík


Aðalskipulag Norðurþings 2010-2030 - Húsavík (pdf)

Þorsteinn Briem, 7.8.2016 kl. 16:23

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jarðskorpumælingar sýna að spenna í Húsavíkurmisgenginu sé til staðar fyrir skjálfta af stærðinni 6,8.

Þorsteinn Briem, 7.8.2016 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband