Firringin vex.

Það var ekki einróma hrifning yfir geimferðakapphlaupi Bandaríkjamanna og Sovétmanna fyrir hálfri öld. Til voru þeir sem gagnrýndu, að á meðan báðar þjóðirnar voru með óleyst stór félagsleg og þjóðfélagleg vandamál á jörðu niðri, skyldi svimandi upphæðum eytt í þessi vísindi. 

En þó voru þetta svonefnd risaveldi, og vegna vígbúnaðarkapphlaupsins á milli þeirra var hernaðarleg þýðing geimskotanna mikil, enda var svonefnd stjörnustríðáætlun Bandaríkjamanna eitt erfiðasta viðfangsefni þeirra Reagans og Gorbatjofs á fundum þeirra. 

Í Norður-Káreu búa nú um 24 milljónir manna eða meira 12 sinnum færri en í voru í Bandaríkjunum einum fyrir hálfri öld, og hagkerfið í Norður-Kóreu aðeins brot af hagkerfi Kananna.

Milljónir svelta í Norður-Kóreu og þess vegna er það merki um vaxandi firringu að hinir spilltu valdhafar skuli ætla sér að fara til tunglsins.  


mbl.is Norður-Kórea stefnir á tunglið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Reyndar smá villa í þessu hjá þér.

Fólksfjöldi Bandaríkjanna og Íslands hefur fylgst að mest alla 20. öldina og á þeirri 21. Þ.e. að fyrir hvern Íslending hafa verið þúsund Bandaríkjamenn.

Á Íslandi voru rétt innan við 200 þúsund manns árið 1966 og í USA voru þeir þá 196 míljónir og geta því ekki hafa verið 12 sinnum fleiri en 24 miljónirnar sem eru í N-Kóreu í dag.

Í dag eru Bandaríkjamenn um 330 miljónir og Íslendingar um 330 þúsund.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.8.2016 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband