11.8.2016 | 22:06
Einstakt tækifæri fyrir Alþingi til að auka traust á sér.
Alþingi Íslendinga hefur notið svo lítils trausts í skoðanakönnunum, að miðað við mikilvægi þess að þar sé saman komið fólk sem hefur fengið fylgi út á traust kjósenda, er það rúið trausti.
Ástæðan er augljóslega illvígar deilur og síendurtekið uppnám, sem hefur ekki einasta stóreyðilagt afrakstur þingstarfa, heldur hefur það oft á tíðum verið pólitískur sandkassaleikur, sem hefur blasað við áhorfendum sjónvarps, sem ekki eiga kost á að fylgjast með aðalstarfi þingmanna í nefndum þingsins og hafa yfir sér allt annan blæ.
Í vor virtist allt í einu eins og alveg nýr andi viðleitni til samvinnu færi um þingið.
Var tilviljun að það gerðist á sama tíma og einn þingmaðurinnn var í fríi?
Sigurður Ingi Jóhannsson hefur vaxið sem stjórnmálamaður á sama tíma og flokkur hans er ekki nema svipur hjá sjón.
Það var eitt sinn sagt um íslenskan stjórnmálamann, að hann kysi ekki frið ef ófriður væri í boði.
Þessu virðist sem betur fer öfugt farið hjá núverandi forsætisráðherra.
Daginn eftir að Gunnar Bragi Sveinsson hefur allt á hornum sér varðandi það að kosningadegi sé slegið föstum og segir að slíkt sé glapræði, er auglýst að hann verði 29. október.
Stjórnmál snúast um traust. Nú er möguleiki á að hægt verði að vinna á sama hátt að framgangi mála á Alþingi fram að kosningum og unnið var í vor.
Með því að ákveða að klára ekki fjárlög fyrir kosningar hefur verið opnað á aukinn tíma fyrir önnur mál í meðförum þingsins.
Bæðí sú ákvörðun og ákvörðun um kjördag er traustvekjandi, og á móti getur stjórnarandstaðan ááunnið sér traust með því að nýta sér ekki tækifærið til að velja ófrið, þótt hann sýnist geta verið í boði í þingstörfunum, heldur að taka þátt í því með stjórnarmeirihlutanum, sem hugsi svipað, að þannig verði gengið til kosninga 29. október að Alþingi sem heild hafi aukið tiltrú kjósenda á sér.
Takist það mun það gagnast öllum frambjóðendum.
Hótunin var tekin út af borðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki á þingi Oddný ný,
á oddinn setur friðinn,
elskar hana út af því,
illa Gunnar liðinn.
Þorsteinn Briem, 11.8.2016 kl. 22:52
Ég sé það ekki auka traust á þinginu þó þeir séu búnir að "fatta" kjördag.
Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.8.2016 kl. 03:41
Nú ert þú fróður um stjórnarskránna að sögn. Finnst þér eðlilegt að kjörtímabil sé stytt og boðað til þingrofs af fjármálaráðherra minnihlutans bara til að fá vinnufrið undir hótunum nokkurra stjornarandstæðinga?
Er það ekki lágmarksskilyrði fyrir þingrofi að vantraust hafi verið samþykkt á ríkistjórn eða þá að stjórnarflokkarnir lýsi yfir að þeir geti ekki starfað saman vegna ágreinings? Er nokkuð slíkt fyrir hendi nú? Hvað kemur í veg fyrir að hægt sé að klára kjörtímabilið? Hversvegna ættu svona duttlungar að auka traust og álit á þinginu?
Átt þú skothelda ástæðu fyrir mig?
Jón Steinar Ragnarsson, 12.8.2016 kl. 06:07
Sjaldan eða aldrei hefur virðing og traust á Alþingi verið
eins lítið og í tíð fyrrverandi ríksstjórnar.
Það fannst vinstra samfó liðinu alveg sjálfsagt.
Nú þegar þjóðarskútan er á blússandi ferð og
allt er farið að ganga vel, viljum við þá
fá það hyski aftur..???
Þeirra hugsjón er að allir séu jafn fátækir og nægir
að benda á draumalandið þeirra Venusúela.
Gæti verið eitt ríkasta land í suður-ameríku
en vegna sama vitleysis hugsana gangs og
fylgir vinstri-samfó, þá er verið að fara að setja
þjóðina í nauðungarvinnu til að hafa í sig og á.
Þó ég sé ekki sáttur við neitt af þessum flokkum,
þá vil ég frekar hafa hægri en vinstri.
Við vitum allavega fyrir hverju hægri standa.
Vinstra-samfó liðið, svíkur sína kjósendur daginn
eftir að þeir komast til valda.
Sitja samt áfram þrátt fyrir að fá á sig dóma,
eins og Jóhanna og Svandís og fannst það
bara allt í lagi af því þau eru vinstri-samfó.
Allt verður vitlaust ef hægri menn gerðu slíkt
hið sama.
Að fara að boða til kosninga þegar ekki liggur fyrir
vantraust er eitt mesta lýðræisskrum sem é hef
séð á minni ævi. Greinilegt er að ákveðin
hópur er sáttur við það að hér sé ekkert lýðræði
og kosningar bara eitthvað út í bláin ef það
hentar þeim ekki.
Varist vinstri slysin.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 12.8.2016 kl. 09:56
Ekki treysti ég framsjöllum fyrir horn í þessu máli nema að hafa undirskrift þeirra og stimpil.
Eg treysti þeim eigi, - vegna reynslunnar af þessu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.8.2016 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.