Næsta skref: Almenn uppeldislaun?

Fyrir hálfri öld var mikil uppbygging í gangi á félagslega sviðinu hér á landi hvað varðaði húsnæði fyrir láglaunafólk.  

En það hefði þótt fjarstæðukennd hugmynd að greiða fæðingarorlof. 

Fæðingarorlof er einhver mesta réttarbót fyrir konur, sem lögleidd hefur verið. 

En úr því að talið er rétt að greiða fé fyrir uppeldi ungbarna ætti næsta skref að vera að greiða laun fyrir uppeldi hvers barns. 

Hve lengi á þetta mikilvæga undirstöðustarf að vera ólaunað á meðan greidd eru laun fyrir öll önnur störf, sem flest hafa ekki sama vægi og uppeldið hvað snertir grunnþjónustu við hvern fæddan einstakling á meðan hann er að vaxa úr grasi?

Einhver sagði við mig um daginn að Davíð Oddsson hefði einhvern tíman orðað þessa hugmynd, en ég veit ekki hvort það er rétt. 

Í þessu sambandi er hægt að nefna sláandi dæmi:  Gefum okkur að bóndi nokkur hefði verið með ráðskonu á launum hjá sér, þau hafi fellt hugi saman og því ákveðið að ganga í hjónaband. 

Þá bregður svo við nákvæmlega óbreytt starf hjá konunni verður launalaust, og við það minnka þjóðarframleiðsla og þjóðartekjur sem því nemur!  

Uppeldislaun eru líklega eitthvert mesta framför í réttindabaráttunni sem hugsast getur. 

Tökum sem dæmi konu, sem fætt hefur og alið sjö börn, hefur tekist að vinna hluta af ævistarfinu í láglaunastarfi eftir því sem börnin voru vaxin úr grasi, en rétt slefar síðan í 200 þúsund krónur á mánuði í lífeyri á ævikvöldinu. 

Í tengdri frétt er greint frá því að laun í fæðingarorlofi geti orðið allt að 600 þúsund krónur á mánuði, samkvæmt frumvarpi um fæðingar- og foreldraorlof, eða þrefalt hærri laun en lífeyrir konunnar sem kom sjö einstaklingum til manns. 

Þetta sýnir það óréttlæti sem felst í hraklegum kjörum aldraðra og þá einkum kjörum kvenna. 


mbl.is Hámarksgreiðslur verða 600 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Enda eiga margar konur komnar yfir miðjan aldur sem helguðu sig heimili og börnum í hinu mesta basli í dag. Bæði með að fá vinnu ef að þær eru enn vinnufærar og hvað þá þær konur sem eldri eru og eru að þiggja eftirlaun..sem oft eru skitnir þúsundkallar.cry Móðir mín sem ól upp 4 b0rn og vann síðan hjá ríki og bæ fær skitnar 80.000 þegar að búið er að taka af henni skatta sem er náttúrulega mesta grínið. yell

Ragna Birgisdóttir, 12.8.2016 kl. 21:03

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þá bregður svo við nákvæmlega óbreytt starf hjá konunni verður launalaust, og við það minnka þjóðarframleiðsla og þjóðartekjur sem því nemur!"

Enn og aftur kemur þú með þessa dellu, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 12.8.2016 kl. 21:10

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Landsframleiðsla er mælikvarði notaður í þjóðhagsreikningum á það hversu mikið er framleitt af tilbúnum vörum og þjónustu."

Þegar landsframleiðsla er reiknuð er ekki tekið tillit til þess sem framleitt er á heimilum til einkanota.

Landsframleiðsla


"Vöxtur þjóðarframleiðslu frá ári til árs nefnist hagvöxtur, mældur í prósentum, og þegar þjóðarframleiðsla dregst saman er talað um neikvæðan hagvöxt.

Stundum er þó miðað við landsframleiðslu en ekki þjóðarframleiðslu og hagvöxtur er þá reiknaður sem vöxtur landsframleiðslu frá ári til árs."

Hvað er hagvöxtur? - Vísindavefurinn


"Sá 3,1% hagvöxtur sem mældist á fyrstu níu mánuðum [2013] var að verulegum hluta drifinn áfram af stórauknum tekjum í ferðaþjónustu, enda var framlag þjónustuviðskipta við útlönd til hagvaxtar 2% á tímabilinu."

En þetta atriði skilur Sjálfstæðisflokkurinn engan veginn.

Steini Briem, 18.1.2014

Þorsteinn Briem, 12.8.2016 kl. 21:12

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dæmi um þjónustu eru barnagæsla, bílaviðgerð og farsímasamningur.

En á veitingahúsum eru seldar bæði vörur (maturinn) og þjónusta.

Hagkerfi
margra vestrænna landa byggist nú á þjónustu og samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum veittu Bandaríkin mesta þjónustu árið 2005.

Næstmesta veittu Japan og Þýskaland en þjónusta myndaði þá 78,5% hagkerfis Bandaríkjanna.

Þjónusta - Vörur

Þorsteinn Briem, 12.8.2016 kl. 21:14

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Hlíð í Skíðadal, sem nú er í Dalvíkurbyggð, var margt manna, þar á meðal bræður tveir, frændur mínir.

Annar þeirra kvæntist þýskri konu, sem var á meðal margra þýskra kvenna sem fluttust hingað til Íslands eftir Seinni heimsstyrjöldina og unnu hér á sveitaheimilum margar hverjar.

Ef
afköst á þeim bæjum jukust við það á ári hverju gat landsframleiðslan aukist en það gat einnig þýtt minna vinnuálag eða -framlag hvers og eins á þeim bæjum, án þess að framleiðslan ykist.

Og afköst í sveitum landsins jukust eða minnkuðu að sjálfsögðu ekkert vegna þess eins að ráðskonur þar giftust húsbændum sínum.

Á þeim tíma var vélakostur mun minni og lélegri í sveitum landsins en nú er og afköst hvers og eins því mun minni á hverri klukkustund sem unnið var.

Heyi var þá oft snúið hér með hrífum og víða enn slegið með orfi og ljá utan túna, sem þá voru mun minni en nú.

Og nú eru konur sem giftar eru íslenskum bændum einnig kallaðar bændur, enda eru þær að sjálfsögðu einnig bændur.

Steini Briem, 17.1.2014

Þorsteinn Briem, 12.8.2016 kl. 21:20

6 identicon

Það er enginn skortur á fólki í heiminum. Og hvers vegna ættu skattgreiðendur að borga fyrir uppeldi og menntun barna þegar hægt er að fá fólk tilbúið, uppalið og menntað frítt? Það fólk sem hefur þetta áhugamál, að geta börn og ala upp, getur borið þann kostnað sjálft. Endalaus óþarfa fjölgum með stuðningi ríkisins er engum til góðs. Nær væri að gera barneignir refsiverðar frekar en að reyna að finna aðferðir til að verðlauna fólk fyrir offjölgunina.

Hábeinn (IP-tala skráð) 13.8.2016 kl. 00:26

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fyndið að sjá þrætt fyrir það að nokkurt gagn sé að barneignum og þar með þrætt fyrir eitt stærsta vandamál og viðfangsefni næstu áratuga, sem er stórfjölgun eldra fólksins og að sama skapi hlutfallslega mikil fækkun yngra fólksins. 

Ómar Ragnarsson, 13.8.2016 kl. 09:52

8 identicon

Fyndið að sjá þrætt fyrir það að fólksfjölgun sé vandamál.

Stærsta vandamál og viðfangsefni næstu áratuga, sem er stórfjölgun fólks, verður ekki leyst með verðlaunum fyrir barneignir.

Framfærsla eldra fólks verður ekki leyst með því að búa til enn fleiri sem verða að lokum eldra fólk.

Hábeinn (IP-tala skráð) 13.8.2016 kl. 13:59

9 identicon

Ágæt lausn á þessu vandamáli er reifuð í bíómyndinni Logan's run. Með svoddan kerfi þyrfti ekki að hafa áhyggjur af gamlingjum og Hábeinn gæti tekið gleði sína.

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 13.8.2016 kl. 17:06

10 identicon

Ágæt lausn á þessu vandamáli er reifuð í bíómyndinni Logan's run. Með svoddan kerfi þyrfti ekki að hafa áhyggjur af gamlingjum og Hábeinn gæti tekið gleði sína.

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 13.8.2016 kl. 18:08

11 Smámynd: Már Elíson

Þessi "hábeinn" slær jafnvel Mr. Stony Breim við í fávitahættinum. - Hlýtur að vera herbergisfálagi. - Góður. Þorvaldur...Það eru engin líkindi á því svonefndur "hábeinn" nái háum aldri. - Þessi veikindi líta út fyrir að vera á það háu stigi. - Lygilegt hvað "stony breim" heldur þetta út. Og báðir fá óáreittir að tæta niður og svívirða síðuhafann án nokkurra viðbragða frá honum. - Eitthvað grunsamlegt.

Már Elíson, 13.8.2016 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband