Oddvitasætin eru oft stökkpallar í ráðherrastóla.

Fólk fer í stjórnmál til þess að hafa áhrif og telur sig hafa það mikilsverð mál og sjónarmið fram að færa, að það þurfi að koma sér í aðstöðu til þess að þoka þeim fram.

Það er löng hefð fyrir því að oddvitasæti á framboðslistum flokka eru eitt sterkasta trompið til þess að koma sér í áhrifastöðu, og ein sterkasta áhrifastaðan er að vera oddviti flokks síns í kjördæmi.

Þess vegna verður tekist hart á innan flokkanna um oddvitasætin á næstu vikum og gildir þá einu hvort vonin um að viðkomandi flokkur komist í ríkisstjórn eða ekki sé veik eða sterk, - að sækjst ekki eftir oddvitasæti er ávísun á það að verða ekki ráðherra.

Svo mikilsvert þykir að oddvitar eigi kröfu á ráðherradómi ef vel gengur, að það vakti sérstaka athygli þegar Vigdís Hauksdóttir varð ekki ráðherra 2013, en fékk í staðinn að verða formaður fjárveitinganefndar.

Í starfi stjórnlagaráðs var leitað eftir leiðum til að efla vægi formanna þingnefnda til þess að jafna völd framkvæmdavalds og löggjafarvalds.   


mbl.is Tekist á um oddvitasætin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"....og telur sig hafa það mikilsverð mál og sjónarmið fram að færa, að það þurfi að koma sér í aðstöðu til þess að þoka þeim fram."

Bullshit!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.8.2016 kl. 14:24

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Auðvitað er það talin venjan að stjórnmálamenn séu aðeins að hugsa um eigin frama og hag, en ég hef í huga það sem Ólafur Thors vildi temja sér, að ætla engum illt nema hann reyndi að því.

Ómar Ragnarsson, 13.8.2016 kl. 17:37

3 identicon

Jú, jú, Sókrates (Σωκράτης) vildi einnig „temja sér“ slíkt.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.8.2016 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband