13.8.2016 | 20:29
Stjórnmál eru list hins mögulega og að forðast hið ómögulega.
Víst væri að vissu leyti ágætt á pappírnum að þingkosningar verði eftir sex vikur, í septemberlok, svo að nægur tími gæfist til að negla niður ríkisstjórn og klára fjárlögin.
En þessi tillaga Vigdísar er andvana fædd, því að þetta gengur ekki upp í framkvæmd.
Flokkarnir eru búnir að gera sínar áætlanir um aðdraganda kosninga í októberlok og samkvæmt því er enginn tími til að klára þær áætlanir fyrir kjördag, ef nú á að fara vaða strax í kosningar.
Tvívegis áður, að minnsta kosti, 1942 og 1959, hafa verið kosningar í október þegar samgöngur og aðrar aðstæður voru miklu lakari en nú er, og þegar stjórnarsamstarf þriggja flokka rofnaði í september 1979, voru haldnar kosningar í desember, - styttri gat aðdragandinn ekki verið.
Þessari störukeppni verður að ljúka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"... mikill uppgangstími á þessu kjörtímabili, virkilega góð verk hafa verið unnin ..."
Hvar er afnám verðtryggingar?
Hvar er vaxtalækkunin?
Hvar er afnám gjaldeyrishafta?
Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?
Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?
Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?
Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?
Hvar er þetta og hitt?
Ég er viss um að það var hér allt í gær.
Þorsteinn Briem, 13.8.2016 kl. 21:09
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekkert gert til að skapa þennan hagvöxt, heldur þvert á móti gapað af mikilli lítilsvirðingu um ferðaþjónustu hér á Íslandi.
Þorsteinn Briem, 13.8.2016 kl. 21:14
Fylgi Framsóknarflokksins nú 11% og flokkurinn reynir með plottum að halda í þá fáu sem eftir eru.
Samkvæmt skoðanakönnunum fengi flokkurinn sjö þingmenn, engan í Reykjavík, einn í Suðvestur- og Suðurkjördæmi, og fimm í rollukjördæmunum, þar af tvo í Norðvestur- og þrjá í Norðausturkjördæmi.
Og af þessum sjö er meirihlutinn nú ráðherrar.
Steini Briem, 20.12.2014
Þorsteinn Briem, 13.8.2016 kl. 21:15
25.7.2016:
Píratar mælast með 26,8% fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn 24% í nýrri skoðanakönnun MMR.
Vinstri græn mælast með 12,9% fylgi og Viðreisn 9,4%.
Samfylkingin mælist með 8,4% og Framsóknarflokkurinn 8,3%.
Þorsteinn Briem, 13.8.2016 kl. 21:16
Ég er sammála því að ljúka þessari þriggja og háfs árs störukeppni.
En svo er allt annað mál og það er að sennilega fáum við bara áframhaldandi störukeppni.
Steindór Sigurðsson, 13.8.2016 kl. 22:29
Íslendingar drulluðu upp á bak í kjörklefanum 2013 með þeim afleiðingum að tveimur vanhæfum silfurskeiðungum var falin stjórnarmyndun. Báðir lögbrjótar, skattsvikarar, með auðæfi falin á aflandseyjum. Þetta gengur auðvitað ekki. Nú, ef innbyggjar geta ekki betur, verðum við einfaldlega að fá útlendinga til að sjá um draslið. "Outsourcing" heitir það.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.8.2016 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.