"Þið eruð ekki þjóðin", 1989, 2008, 2016.

Erich Honecker leiðtogi Austur-Þýskalands mælti ofangrein orð þegar um hundrað þúsund manns voru samankomin á mótmælafundi skömmu fyrir fall Berlínarmúrsins. 

Hlutfallslega var þetta sami fjöldi, miðað við fólksfjölda landanna, og að 200 manns hefðu verið á mótmælafundi á Íslandi. 

Gunnar Bragi Sveinsson gefur sér að 100 þúsund manns styðji þessa ríkisstjórn á sama tíma og ríkisstjórnin hefur verið með um 35% fylgi síðustu misseri í skoðanakönnunum.

"Þjóðin hefur ekki beðið um neitt" segir hann þótt fjölmennustu mótmæli í manna minnum hafi verið í vor, sem þýðir það sama og "þið eruð ekki þjóðin."

Á einum af mörgum fjöldafundumí kjölfar Hrunsins haustið 2008, sagðist Ingibjörg Sólrún Gísladóttir efast um að fundarmenn túlkuðu skoðanir þjóðarinnar. Klaufalegt.  


mbl.is „Þjóðin hefur ekki beðið um neitt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að það sé kominn tími til að segja það upphátt, það er ekki í  lagi með þig, Ómar Ragnarsson.

Skoðanakannanir hafa nákvæmlega ekket gildi. Það verður engin kosinn út á skoðanankönnun, heldur með kosningum. Að gefa upp skoðun sína í samtali við fyrirtæki sem fær greitt fyrir að spyrja spurninga er val. Sumir velja að svara ekki, og að notfæra sér þann sjálfsagða rétt, er ekki stuðningsyfirlýsing við einn eða neinn.

Það var kosið árið 2013, til fjögurra ára, og það er sú kosing sem gildir, ekki röfl um skopðananakannanir, ekki frekar en regluleg öskur social justice warriors.frekar enheldur þessir hvimleiðu óvinir lýðræðisins sem fylla afturhladsflokka sósíalista.

Þjóðin eru allir þeir sem kjósa í lögbundnum kosningum.

Hilmar (IP-tala skráð) 14.8.2016 kl. 01:21

2 identicon

Man ekki betur en ad Ingibjorg Sólrún Gísladóttir hafi sagt

thad sama á fundi í  Háskólabíó.

Greinilega ekki, eins og venjulega med vinstri-samfó,

ad thad er ekki sama hver segir hvad og hveaner.

Sigurdur Hjalteasted (IP-tala skráð) 14.8.2016 kl. 01:46

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kosningar til Alþingis 25.4.2009:

Samfylkingin fékk 29,8% atkvæða,

Vinstrihreyfingin - grænt framboð 21,7%,

Sjálfstæðisflokkurinn 23,7%,

Framsóknarflokkurinn 14,8%,

Borgarahreyfingin 7,2%

og Frjálslyndi flokkurinn 2,2%.

Steini Briem, 20.10.2012

Þorsteinn Briem, 14.8.2016 kl. 02:01

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steini Briem, nú er árið 2012, m.a.s. langt komið. Sem lýsir í raun rót vandans, að Samfylkingin stundar niðurrif sitt í skjóli gamalla talna, en nú er sú Snorrabúð stekkur.

Ívar Pálsson, 20.10.2012

Þorsteinn Briem, 14.8.2016 kl. 02:03

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Var búinn að bæta ISG við í textann áður en ég sá athugasemdina um fundinn í Háskólabíói. Hún sagði ekki orðrétt hið sama, sagðist efast um að fundurinn túlkaði skoðun þjóðarinnar. 

Ómar Ragnarsson, 14.8.2016 kl. 02:07

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.8.2015:

"Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 14.8.2016 kl. 02:08

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:

"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."

Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:

"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."

Og daginn eftir á Stöð 2:

"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."

Þorsteinn Briem, 14.8.2016 kl. 02:11

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."

Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010

Já sögðu 48 og enginn sagði nei

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er því enn í fullu gildi.

Þorsteinn Briem, 14.8.2016 kl. 02:14

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er einfaldlega lýðræði og okkur varðar ekkert um nafnleysingja og aðra vesalinga sem ekki sætta sig við það.

Þorsteinn Briem, 14.8.2016 kl. 02:15

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti atkvæða ræður einfaldlega í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá.

"The Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland permitted the state to ratify the Lisbon Treaty of the European Union.

It was effected by the twenty-eighth Amendment of the Constitution (Treaty of Lisbon) Act 2009, which was approved by referendum on 2 October 2009 (sometimes known as the Lisbon II referendum).

The amendment was approved by the Irish electorate by 67.1% to 32.9%, on a turnout of 59%."

Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland

Þorsteinn Briem, 14.8.2016 kl. 02:16

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.6.2004:

"Svisslendingar, Írar og Frakkar hafa ekki gert lágmarksþátttöku að skilyrði fyrir gildi þjóðaratkvæðagreiðslu."

"Engin skilyrði um lágmarksþátttöku [í þjóðaratkvæðagreiðslum] eru fyrir hendi á Írlandi og raunar má finna dæmi þess frá 1979 að breytingar á stjórnarskrá hafi verið samþykktar í kosningum með innan við 30% þátttöku."

"Franska þjóðin kaus um Maastricht-sáttmálann árið 1992 og árið 2000 var þjóðaratkvæðagreiðsla um styttingu á kjörtímabili forsetans úr sjö árum í fimm.

Engin skilyrði um lágmarksþátttöku voru í þessum kosningum og úrslit kosninganna árið 2000 voru bindandi, þrátt fyrir aðeins um 30% kosningaþátttöku."

Rúmlega 460 þjóðaratkvæðagreiðslur í Evrópu frá 1940

Þorsteinn Briem, 14.8.2016 kl. 02:17

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er út af fyrir sig rétt að kosið er á fjðgurra ára fresti og að á þeim grunni starfi þing og stjórn. En samt geta komið upp aðstæður sem sýna, að stjórnvöld missa tiltrú. 

Vandaðar skoðanakannanir hafa yfirleitt farið nærri um fylgi fólksins. 

Þjóðin hverju sinni eru ekki bara "þeir sem kjósa í lögbundnum kosningum." 

1989 var Austur-þýska þjóðin ekki bara þeir sem höfðu kosið í lögbundnum kosningum. 

Ólafur Ragnar Grímsson hugði á framboð í vor í ljósi atburða sem sýndu trúnaðarbrest milli stjórnar og þjóðar. Hann sagði nokkru síðar að nýir tímar hefðu breytt því að það nægði fyrir stjórnmálamenn að fá traust í kosningum á fjögurra ára fresti. Í ljósi byltingar á samskiptamiðlum þyrftu þeir að gæta þess frá degi til dags í embættisfærslu sinni að njóta trausts. 

Ómar Ragnarsson, 14.8.2016 kl. 02:18

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir eru ekki kosningar, hvorki hér á Íslandi né í Evrópusambandsríkjunum, eins og Sjálfstæðisflokkurinn virðist halda.

Capacent Gallup 3.1.2013 (í gær):


"Um 3% segjast myndu kjósa Dögun, tæplega 3% myndu kjósa Hægri græna, sama hlutfall myndi kjósa Pírata og rúmlega 1% segist myndi kjósa Samstöðu.

Nær 13% svarenda taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp og 10% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag."

Samtals 33%, eða þriðjungur þeirra sem svöruðu í könnuninni.


"Niðurstöður sem hér birtast um fylgi flokkanna á landsvísu eru úr netkönnun sem Capacent Gallup gerði dagana 28. nóvember til 28. desember 2012.

Heildarúrtaksstærð var 6.860 einstaklingar 18 ára eða eldri af öllu landinu og svarhlutfall var 60%."

Steini Briem, 4.1.2013

Þorsteinn Briem, 14.8.2016 kl. 02:24

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sem sagt, skoðanakannanir eru ekki kosningar, enda snúast næstu alþingiskosningar engan veginn um það.

Stundum halda Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hins vegar að skoðanakannanir séu kosningar, eins og dæmin sanna hér að ofan.

Þorsteinn Briem, 14.8.2016 kl. 02:29

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.5.2015:

"Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að ef Píratar myndu verða í þeirri stöðu að hafa áhrif á ríkisstjórnarmyndun eða áherslur á næsta kjörtímabili, yrðu þær á lýðræðisumbætur og tiltekur sérstaklega þrennt í þeim efnum, auk þess að endurvekja þurfi stjórnarskrármálið:

    • Málskotsréttur þjóðarinnar, þannig að einhver prósenta þjóðarinnar (til dæmis 5-10%) geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál á Alþingi. Þetta sé hugsað til að draga valdið nær þjóðinni sjálfri, þar sem þingið geti aldrei orðið fullkominn málsvari almennings.

      • Málskotsréttur minnihlutans á Alþingi, þannig að 1/3 þingsins geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslur um mál á Alþingi. Þetta sé hugsað til þess að bæta vinnubrögðin á Alþingi og draga úr óþörfum leiðindum af allri sort, svo sem gerræði meirihlutans og í beinu kjölfari málþófi minnihlutans.

        • Aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds, þannig að ráðherrar megi ekki vera þingmenn á sama tíma og þeir eru ráðherrar.

        Hvað varðar fiskveiðistjórnun segir hann að Píratar leggi áherslu á stuðning sinn við nýja stjórnarskrá sem byggi á frumvarpi Stjórnlagaráðs. Í 34. grein þess frumvarps sé að finna afgerandi og mikilvæga breytingu á grundvallaratriðum fiskveiðistjórnunar sem felist í eftirfarandi málsgrein:

        Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.

        Og hvað virkjanir varðar segir Helgi Hrafn að menn hefðu haldið að með rammaáætlun þyrfti ekki sérstaka stefnu í málaflokknum en hins vegar sé stjórnarmeirihlutinnað rífa þá áætlun í tætlur á þinginu.

        Varðandi Evrópusambandið sé það stefna Pírata að þjóðin eigi að ákveða með þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna.

        Segi hún nei sé málinu lokið þar til pólitískt umboð yrði sótt til að sækja um að nýju, verði vilji til þess. Segi hún já skuli viðræðum haldið áfram."

        Þorsteinn Briem, 14.8.2016 kl. 02:40

        16 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

        Svo vill til að ég skrifaði nokkuð um þetta í Þjóðmál á sínum tíma. Greinin nefnist „Þjóðin, það er ég!“ og væri þarfur lestur Ómari og ýmum sen hér hafa vitnað. Hún er hér:

        http://vey.blog.is/blog/vey/entry/836913/

        Vilhjálmur Eyþórsson, 14.8.2016 kl. 04:08

        17 identicon

        Sú ríkisstjórn sem þessar skoðanakannanir bjóða upp á

        er ólíklegt að vera sú stjórn sem þjóðin vill

        Grímur (IP-tala skráð) 14.8.2016 kl. 07:55

        18 identicon

        Pistill þinn Vilhjálmur er mjög góður ekki síst þetta um fjölmiðlamenn sem maður hefur verið að átta sig á síðustu ár líka, þ.e. að þeir eru ekki að flytja fréttir heldur meir að reyna að búa  þær til, búa til afstöðu fremur en að skýra frá.  Skýringar þínar á því eru áhugaverðar.  Ómar hefði ábyggilega gott af að lesa sem og fleiri. 

        "Fyrr á árum voru blaðamenn afar mislitur söfnuður. Mest bar á prófleysingjum af ýmsu tagi, oft vínhneigðum, afdönkuðum lögfræðingum, prestum eða öðrum menntamönnum, sem rekið hafði á land í þessari stétt. Þeir höfðu þrátt fyrir allt oft víðtæka reynslu og góða yfirsýn yfir mannlíf og þjóðfélag. Fyrir þeim vakti fyrst og fremst að skýra frá atburðum ekki að stýra þeim eða dæma og vandlætast. Þeir töluðu fátt um “fjórða valdið”, “ábyrgð fjölmiðla” eða “hlutverk blaðamanna”. Þeir voru bara að vinna vinnuna sína.
        Þetta hefur mikið breyst með kröfum um “fagmennsku”, þ.e. nám í “fjölmiðlafræði”. Kennslu í þessari “fræðigrein” hafa um langt skeið að mestu annast gamlir liðsmenn hins íslenska stuðningsflokks alræðis og gúlags, Alþýðubandalagsins, en hann klofnaði fyrir nokkrum árum, eins og menn vita Helstu kennarar (og þar með forritarar) fjölmiðlamanna hafa lengi komið úr gamla bolsévíka- arminum, nú VG, en afgangurinn mikið til úr mensévíka- arminum, sem nefnist “Samfylking”, en sá flokkur hefur án nokkurs vafa hæst kjána- hlutfall allra íslenskra stjórnmálaflokka. Þetta er undantekningarlítið fólk af því tagi, sem enn í dag réttlætir Castro samhliða háværu lýðræðis- og mannréttindahjali.

        Nemendur þeirra koma úr leikskólakynslóðinni, fólk sem frá blautu barnsbeini hefur haft mest samskipti við önnur börn og kennara, en ekki við foreldra sína, oft fráskilda. Afraksturinn verður eins og til var stofnað. Hópsálin, hjarðhvötin verður ráðandi. Hugsun engrar stéttar eða hóps er auðveldara að stýra nema ef vera skyldi börn undir kynþroskaaldri. Frá þessum ungu “menntuðu” fjölmiðlamönnum streymir fyrirframvitað, pólitískt rétthugsað, utanaðbókarlært blaður vinstri manna í látlausri, óstöðvandi síbylju. Geri einhver athugasemd bregðast þeir ókvæða við. Þeir fara þá strax að hrópa hátt um sína eigin "fagmennsku" og byrja svo að fimbulfamba eitthvað um "starfsheiður blaðamanna". Það er ekki heiglum hent að gagnrýna þá, síst eftir að meginhluti stéttarinnar hreiðraði um sig í djúpum vösum Bónus- feðga. Nú er loksins að verða grisjun í stéttinni og er það vel. Hún hafði bólgnað út fyrir öll velsæmismörk."

        Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 14.8.2016 kl. 08:11

        19 identicon

        Það skiptir ekki máli þótt að menn staglist á því að kjörtímabil sé 4 ár.
        Kosningum í haust var lofað  af forystumönnum ný-uppstokkaðrar ríkisstjórnar í alþingiströppunum í vor,  og þar við situr. 

        Hilmar (IP-tala skráð) 14.8.2016 kl. 09:57

        20 identicon

        Voru það ekki fjölmiðlamenn sem bjuggu til Guðmundar- og Geirfinnsmálið?  Einhvern veginn urðu þeir að selja sig.  Sjá "Er hægt að þegja öllu lengur?" e. Vilmund Gylfason í Vísi 30. janúar 1976:9.  

        Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.8.2016 kl. 10:08

        21 Smámynd: Guðmundur Jónsson

        Sigurður Ingi og Bjarni Ben sögðu að það yrðu kosningar í haust ef einhver ótilgreind mál mundu klárast. Sem er náttúrlega ekki það sama og segja það verði kosningar punktur. Fávís lýðurinn, á eins og kunnugt er,oft erfitt með að skilja langar setningar og margir, þá helst fréttamenn á RÚV misstu alveg af seinni hlutanum.

        Hvernig geta menn sem kunna á bíl ekki skilið svona einfaldan texta ?

        Guðmundur Jónsson, 14.8.2016 kl. 10:26

        22 Smámynd: Elle_

        Ríkisstjórnin lofaði aldrei neinum kosningum í haust.  Það eru ósannindi nokkurra í stjórnarandstöðu.  Þau hafa ekki komið neinu vantrausti í gegn og kosningar ættu þar með að vera í apríl, samkvæmt stjórnarskránni.

        Elle_, 14.8.2016 kl. 10:50

        23 Smámynd: Elle_

        Hilmar í no. 19, þú ættir að koma fram með loforð ríkisstjórnarinnar svart á hvítu en ekki bara fullyrða að kosningum hafi verið lofað, eins og Birgitta Pírati fullyrðir út í loftið.  Það getur þú ekki komið fram með, vegna þess að þeim var ekki lofað.

        Elle_, 14.8.2016 kl. 10:58

        24 Smámynd: Valdimar Samúelsson

        Má ég spyrja Ómar. Er þá NoBorder þjóðin ? NoBorder sem er ein að hávaðasömustu minnstu minnihluta hópa.

        Valdimar Samúelsson, 14.8.2016 kl. 10:59

        25 Smámynd: Ómar Ragnarsson

        Fólkið sem troðfyllti Austurvöll svo að út af flæddi gerði það ekki vegna "NoBorder" heldur eingöngu vegna trúnaðarbrests sem orðinn var á milli æðstu valdamanna ríkisins og þjóðarinnar. 

        Ómar Ragnarsson, 14.8.2016 kl. 12:19

        26 identicon

        Í grein Vilmundar Gylfasonar segir að Framsóknarflokkurinn ætli sér að stöðva rannsókn á umræddu sakamáli.  Hann krefst þess að réttsýnir menn grípi í taumana.  Ég veit ekki með ykkur en það fer alltaf um mig þegar kratarnir eru komnir í brjálaðan réttlætisham.  Þeir hafa engan sans fyrir réttlæti.

        Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.8.2016 kl. 12:52

        27 identicon

        Ómar! Ég verð að segja að mér þykir það býsna langt gengið, og reyndar alveg út í hött, að bera mótmælin í A-Þýskalandi fyrir fall Berlínarmúrsins saman við samkomuna á Austurvelli síðastl. vor.

        Í fyrra tilfellinu var ekki um einn einstakan atburð að ræða heldur fleiri. Hvort um eitt eða fleiri hundruð þúsundir um var að ræða þori ég ekki að fullyrða.                  Þar að auki bjuggust mótmælendur við og voru í raunverulegri hættu um að fá kúlnahríð yfir sig.

        Í seinna tilfellinu komu menn saman á Austurvelli í blíðskaparveðri, margir án efa æstir upp af sjónvarpsþætti sem vissulega var í æsifréttastíl, en þar voru án efa líka margir að spóka sig í góða veðrinu. Nokkrum vikum seinna var mesti móðurinn farinn úr mönnum og lítill áhugi mótmælum.

        Hörður Þormar (IP-tala skráð) 14.8.2016 kl. 13:42

        28 Smámynd: Ómar Ragnarsson

        Mótmælafundirnir hér heima í vor voru fleiri en einn, en að sjálfsögðu drógu þau viðbrögð að forsætisráðherrann sagði þegar af sér og nýr forsætisráðherra kom í staðinn, sem lofaði ásamt formanni Sjálfstæðisflokksins kosningum í haust, úr þörfinni á mótmælum.   

        Ómar Ragnarsson, 14.8.2016 kl. 19:28

        29 identicon

        Jæja, Ómar minn! Skammtímaminnið hjá mér er víst farið að slaknasmile, en ég stend við það að þessir atburðir eru ekki sambærilegir.

        Hörður Þormar (IP-tala skráð) 14.8.2016 kl. 20:31

        30 Smámynd: Elle_

        Ómar, hvar kom þetta loforð fram? Svo skil ég ekki af hverju ríkisstjórnin var einu sinni að ræða að fara kannski í kosningar í haust með ekkert beint vantraust á sig, líklega veikleiki Bjarna Ben.  Jóhanna og Steingrímur voru harkalega gagnrýnd í síðustu ríkisstjórn en sátu límd við stólana.  Hví véku þau ekki?

        Elle_, 15.8.2016 kl. 13:02

        Bæta við athugasemd

        Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

        Innskráning

        Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

        Hafðu samband