14.8.2016 | 12:55
Þarf sterk bein til að þola góða daga.
Dæmin eru mýmörg varðandi máltækið að það þurfi sterk bein til að þola góða daga. Sömuleiðis er mikið til í ljóðlínunni í gamla dægurlaginu "The best things in life are free."
Stundum er það svo, að skortur og barátta hafa beinlínis kallað fram þá afreksgetu íþróttamanna sem beinlínis hefur byggst upp vegna harðrar lífsbaráttu, þannig að þegar þeir óðu skyndilega í peningum slævðist sá andlegi styrkur þeirra, sem er grundvöllur afburða líkamlegrar getu.
Á ferð um Klettafjöllin suðvetur af Denver hér um árið gafst tækifæri fyrir okkur hjónin að sjá litla húsið, sem Jack Dempsey, fyrsta nútíma ofurstirnið í íþróttum, óls upp í hjá einstæðri móður.
Dempsey varð frá blautu barnsbeini að leggja sig fram við erfiða vinnu, kolamokstur og fleira, til þess að afla heimilinu tekna.
Í þessum störfum varð hann sterkur og fór brátt að afla sér aukatekna með því að bjóða sig fram til hnefaleika sem "lausamaður", (journeyman).
Að loknum glæsilegum ferli á því sviði vann hann tröllið Jess Willard, sem var 15 sentimetrum hærri og tugum kílóum þyngri með fáheyrðum yfirburðum, sem skópu Dempsey heimsfrægð á augabragði.
Í kjölfarið fylgdu ekki siðri bardagar og í lok ferilsins fjölsóttustu hnefaleikabardagar allrar tíma með 100 þúsund áhorfendum og gríðarlegustu tekjum sem um getur.
En tveimur stærstu bardögunum tapaði Dempsey vegna þess að hið ljúfa líf, sem fylgdi frægðinni, hafði dregið úr honum þá snerpu og kraft, sem var grundvöllur alls hjá honum.
Svipað má segja um Prince Naseem-Hamed, sem ólst upp á götunni og þurfti að verjast árásum mun stærri götudrengja.
Þekktur hnefaleikaþjálfari sá hann út um glugga á strætisvagni hafa í fullu tré við hóp stærri drengja, fór úr vagninum og fann piltinn, tók hann í ræktina og gerði úr honum einhvern sérstæðasta hnefaleikara sögunnar hvað snerti kattlipurð, hraða, höggþyngd og það sem kallað er "killers instinct."
Frægðin og velgengnin tóku hins vegar sinn toll. Hann gleymdi "þræðinum að ofan", rak þjálfarann og taldi sig gera þetta betur án hans.
Þegar við Bubbi heilsuðum moldríkum kappanum fyrir bardaga í Manchester 1999, var hönd hans köld og þvöl og greinilegt að hann var í vandræðum með að halda þyngd sinni í skefjum.
Honum tókst að sleppa frá bardaganum á ótrúlegan hátt, en eftir það lá leiðin niður á við.
Lennox Lewis stóðst ekki freistinguna um að leika smáhlutverk í Hollywood-mynd á undirbúningstíma bardaga við Haseem Rachman og það nægði til þess að þessi besti þungavigtarboxari síðustu áratuga var ekki í sínu allra besta formi og var rotaður.
Hann lærði af þessu og sneri dæminu við þegar þeir mættust aftur í hringnum.
Manchester United rústaði lífi mínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér óskiljanlegt þessi áhugi og hrifning Ómars á hnefaleikum. Þar sem markmiðið er að berja andstæðinginn í hausinn þar til hann rotast og blóðið spýtist úr nefi, munni og gott ef ekki eyrum. Hrífist frekar af fimleikum Simone Biles. Slóðin fyrir neðan.
https://www.facebook.com/nytimes/videos/10150868636734999/?pnref=story
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.8.2016 kl. 14:32
Ég geld þess að þegar ég var í sveit fyrir norðan, var bókanörd og búinn að lesa allt sem hægt var á bænum, jafnvel Beverly Gray bækur frænku minnar og markaskrána, sendi pabbi mér bókina 7-8-9 knock out! sem ég las á þann hátt að síðan kann ég hana utanað.
Hnefaleikarnir eru dramatískir eins og lífsbaráttan í frumskóginum, þar sem tveir menn ganga til einvígis af fúsum og frjálsum vilja og það er ekkert siður hugvit, bardagatækni og þrotlausar æfingar en hráir líkamsburðir, sem ráða úrslitum.
Í áhugamannahnefaleikum eru hjálmar notaðir og fleira, sem gera þá ekkert hættulegri en aðrar íþróttir, og menn vinna á stigum.
Ómar Ragnarsson, 14.8.2016 kl. 15:03
Sumir bardagar náðu langt út fyrir það að vera einfaldir íþróttaviðburðir. Fyrir bardaga blökkumannsins Joe Louis og Þjóðverjans Max Schmeling 1938, eftirlæti Hitlers, bauð Roosevelt forseti Joe í Hvíta húsið, þreifaði á upphandlegg kappans og sagði: "Lýðræðið þarf á þessum vöðvum að halda."
"The Rumble in the Jungle"-bardaginn skóp Óskarsverðlaunamynd og margir rithöfundar, allt frá Jack London til Norman Mailer sóttu efnivið í hnefaleikana.
Ómar Ragnarsson, 14.8.2016 kl. 15:07
Sagan segir að Roosevelt hafi sagt; "Joe, we need muscles like yours to beat Germany." Hinsvegar fullyrða þeir sem voru viðstaddir að forsetinn hafi sagt; "Joe, we need niggers like you to beat Germany."
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.8.2016 kl. 16:02
Roosevelt stóð sig ekkert afburða vel gagnvart réttindabaráttu blökkumanna. Joe Louis var frá Chicago og því óhætt að segja eitthvað jákvætt um hann, en Jesse Owens var frá Suðurríkjunum, þá helsta vígi Demókrata, og Roosevelt sýndi honum algert skeytingarleysi, sem Jesse átti erfitt með að sætta sig við.
Ómar Ragnarsson, 14.8.2016 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.