Hvað um fangaflutningana?

Nú er komið í ljós að bandarísk stjórnvöld heyktust á því að geyma kjarnavopn á Íslandi, en þá langaði til þess. 

Saga stórveldanna er vörðuð leyndarhyggju og afneitunum. 

Þegar fangaflutningar Bandaríkjamanna stóðu sem hæst þrættu þeir staðfastlega fyrir að hafa flutt fanga um íslenska lofthelgi og Keflavíkurflugvöll. 

Kannski vitnast það eftir hálfa öld hvort þeir gerðu það. 

Þegar Rússar skutu niður bandarísku U-2 njósnaflugvélina yfir sovésku landi 1959 þrætti Eisenhower forseti eindregið að slíkt flug hefði átt sér stað.

Gary Powers flugmaður var með blásýrutöflu, sem honum hafði verið skipað að drepa sig með ef hann næðist.

Powers heyktist á því, enda hefði það engu breytt um það að vél hans var skotin niður og að þar með höfðu Rússar næg sönnunargögn í þessu máli.

Lygi Eisenhowers olli algerlegum trúnaðarbresti milli hans og rússneskra ráðamanna, sem höfðu haft hann í metum sem yfirhershöfðingi vestrænna bandamanna í sameiginlegu stríði við Hitler.

Fyrir bragðið varð ekkert úr fyrirhuguðum leiðtogafundi í París, og svonefnd þíða í samskiptum risaveldanna breyttist í kuldakast.  


mbl.is Varaði við geymslu kjarnavopna á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað með Ísland-Palestínu?  Er íslenska þjóðfylkingin eitthvað verri en sú palestínska?  Af hverju er verið að tala um andstæðar fylkingar?  Hvað í andskotanum erum við að gera í Nató?  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.8.2016 kl. 09:36

2 identicon

Af hverju fer Helgi Hrafn ekki með tölvuna sína til Palestínu og gerir sig breiðan þar?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.8.2016 kl. 10:35

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ómar já og Elín en hér kemur Trump með bestu ræðu sína og engu lík fyrrri ræðium Deilin þessu á FB eða öllum miðlum sem tiltæk eru. Ég veit að Ómar gerir það ekki. 

https://www.youtube.com/watch?v=lIfTKOWAWt8

Valdimar Samúelsson, 16.8.2016 kl. 10:39

4 identicon

Í Íslensku þjóðfylkingunni (ÍÞ) er samankomið afhrak þjóðarinnar, ömurlegar mannfýlur, vitgrannar í leit að sökudólgum fyrir eigin getuleysi og aumingjaskap í lífinu. Þetta fólk á bágt, samt er ekki hægt að kenna í brjóst um það.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.8.2016 kl. 11:20

5 identicon

Mikið rétt Valdimar.  Herskáir friðarsinnar binda miklar vonir við Hillary Clinton.  Hún gerir ekki annað en að stilla til friðar með stöðugum ófriði.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.8.2016 kl. 12:29

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Very rich is Donald Trump,
not as smart as Forrest Gump,
a big fool,
never cool,
finally they will him dump.

Þorsteinn Briem, 16.8.2016 kl. 16:25

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.3.2016:

"Meiri­hluti Íslend­inga myndi kjósa Hillary Cl­int­on sem næsta for­seta Banda­ríkj­anna ef þeir hefðu kosn­inga­rétt í land­inu eða 53%.

Þetta kem­ur fram í niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar Maskínu.

Rúm­lega 38% myndu hins veg­ar kjósa keppi­naut henn­ar um að verða for­setafram­bjóðandi Demó­krata­flokks­ins, Bernie Sand­ers.

Þá myndu 4-5% styðja auðkýf­ing­inn Don­ald Trump sem notið hef­ur mests fylg­is í for­vali Re­públi­kana­flokks­ins."

Einungis um 5% Íslendinga myndu kjósa Donald Trump

Þorsteinn Briem, 16.8.2016 kl. 16:28

8 identicon

Af hverju vill Helgi Hrafn vera í Nató?  Vill hann ekki bara mæta með tölvuna sína og blaðra við fólk?  Sveifla taglinu og slá um sig með þekkingu?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.8.2016 kl. 16:33

9 identicon

Ef ekki Nató, þá hvað? spyr Helgi Hrafn Gunnarsson.  Friðarsinnar geta ekkert kosið.  Þeir hafa ekkert val.  Það er nokkuð ljóst.

http://www.althingi.is/altext/raeda/145/rad20160317T124533.html

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.8.2016 kl. 16:47

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Valdimar, ég er svo lélegur í tölvutækni að ég kann ekki að deila. Hef horft í samfellu á 35 mínútna ræðu Trumps til þess að reyna að finna út hvað sé svona heillandi við manninn og skoðanir hans. 

Ómar Ragnarsson, 16.8.2016 kl. 16:56

11 identicon

Hann var að segja að Bandaríkjamenn hefðu aldrei átt að skipta sér af Líbýu.  Ekkert skrítið að hann fari í taugarnar á herskáum vinstrisinnuðum friðarsinnum með öll vestrænu gildin sín og öll tilgangslausu kertin á tjörninni.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.8.2016 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband