Ekkert er gefið varðandi gengi stórvelda. Veldur hver á heldur.

Fyrir 1979 var talið að Íran stefndi í að verða stórveldi sem skagaði hátt í veldi Indlands og væri þar að auki á leið til vestræns lýðræðis. 

Allt annað kom á daginn. 

1939 var Úkraína nefnd sem kornforðabúr Evrópu. 

Á næstu áratugum hrundi landbúnaðarframleiðsla Sovétríkjanna svo mjög að flytja varð inn landbúnaðarvörur í stórum stíl. 

Í lok valdatíma Maós og fyrst árin þar á eftir sýndist mönnum fjarri þau aðvörunarorð frá því öld áður að Kína væri sofandi risi, og menn mættu biðja fyrir sér ef hann vaknaði. 

Allir vita hvert veldi Kína er nú; nokkuð sem engan óraði fyrir. 

Stórveldi og öflug ríki rísa og falla, Mesópótamía, Rómaveldi, Spánarveldi, Tyrkjaveldi, Austurríki-Ungverjaland, Sovétríkin. 

Nú er það Brasilía, sem er á fallandi fæti án þess að hafa hafist upp á þann stall, sem spáð var. 

Oftast vegna þess að veldur hver á heldur. 


mbl.is Ris og fall Brasilíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju mætir Helgi Hrafn ekki með tölvuna sína á Natófund og spyr hvað í andskotanum erum við að gera hér?  Er Nató heilög belja Pírata?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.8.2016 kl. 15:11

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hafna skal hernaðaruppbyggingu í Norður-Atlantshafi og Íshafinu."

"Stuðla skal að stórauknu samstarfi með nágrannaþjóðum okkar þegar kemur að eftirliti með landhelgi, lofthelgi og efnahagslögsögu, sem og björgunarstörfum á Norður-Atlantshafinu og Íshafinu."

Varnarmál - Píratar

Steini Briem, 10.2.2016

Þorsteinn Briem, 16.8.2016 kl. 16:41

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ísland og Noregur undirrituðu í apríl 2007 tvíhliða rammasamkomulag um samstarf á sviði öryggismála, varnarmála, viðbúnaðar og leitar og björgunar.

Þann sama dag undirrituðu Ísland og Danmörk yfirlýsingu um samstarf ríkjanna um öryggis- og varnarmál og almannavarnir. Í samkomulaginu og yfirlýsingunni er vísað til aðildar Íslands, Noregs og Danmerkur að NATO og þeirra skuldbindinga sem af því leiða.

Tilgangur samkomulagsins og yfirlýsingarinnar er að staðfesta sameiginlega hagsmuni og framtíðarsýn ríkjanna varðandi öryggismál á Norður-Atlantshafi. Unnið er að útfærslu einstakra verkefna. Ísland gengur til þessa samstarfs með það að markmiði að leggja sitt af mörkum til sameiginlegs öryggis, eins og aðrar þjóðir."

        Þorsteinn Briem, 16.8.2016 kl. 16:43

        6 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Mynd með færslu

        Herþotur frá Finnlandi, Svíþjóð og Noregi í loftrýmisgæslu hér yfir Íslandi.

        Þorsteinn Briem, 16.8.2016 kl. 16:46

        7 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Langflest ríki í Evrópusambandinu eru einfaldlega í NATO og Ísland er þar meðlimur.

        Þar að auki eiga Svíþjóð og Finnland samvinnu við NATO.

        13.9.2015:

        Meirihluti Svía vill í NATO

        "The CFSP [Common Foreign and Security Policy of the European Union] sees the NATO responsible for the territorial defence of Europe."

        Common Foreign and Security Policy of the European Union

        Þorsteinn Briem, 16.8.2016 kl. 16:48

        8 Smámynd: Þorsteinn Briem

        "Kjarni Atlantshafsbandalagsins (NATO) er 5. grein stofnsáttmálans, þar sem því er lýst yfir að árás á eitt bandalagsríki í Evrópu eða Norður-Ameríku jafngildi árás á þau öll.

        En 5. greinin hefur aðeins verið notuð einu sinni, 12. september 2001, eftir hryðjuverkaárás á Bandaríkin."

        Þorsteinn Briem, 16.8.2016 kl. 16:49

        9 identicon

        Langfæst ríki í heiminum eru í Evrópusambandinu.  Þetta rasistabandalag fær að kenna á eigin meðulum fyrr eða síðar.  Heimurinn mun gráta það þurrum tárum.

        Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.8.2016 kl. 16:54

        Bæta við athugasemd

        Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

        Innskráning

        Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

        Hafðu samband