Verðtrygging var réttlætismál. Vextirnir eru aðalatriðið.

Verðtrygging lána var eitt stærsta réttlætismál síðustu aldar til þess að sporna við því að lántakendur gætu rænt af sparifjáreigendum sem svaraði hundruðum milljarða króna samtals á núvirði, af því að gríðarleg verðbólga át upp afborganirnar.

Það er út af fyrir sig réttlátt að tryggt sé að verðgildi peninganna haldi sér, en þegar verðbólgan er mikil geta tölurnar litið illa út fyrir lántakandann, sem sýnist hann ekkert komast áfram við að borga af láninu, af því að smærri krónur eru fleiri. 

Dæmið þarf hins vegar reikna frá báðum hliðum því að oftast hefur krónutala launa hækkað líka, og hún er ein af orsökum verðbólgunnar. 

Þegar lán eru ekki verðtryggð, hyllast lánveitendur á óvissutímum til að nýta sér aðstöðu sína til að hafa vextina háa, og afleiðingin er sú að verðtryggðu lánin koma oftast betur út fyrir lántaka en óverðtryggð lán. Annars væru þau ekki eftirsótt. 

Í ljós hefur komið að upphrópanir í loforðum um að afnema verðtrygginguna hljómuðu vel þegar loforðin voru gefin, en komið hefur í ljós að það væri hvorki réttlátt né mögulegt að efna þau, enda asnalegt að svipta fólk möguleika á því að ráða sjálft hvort það taki þau lán sem því hentar og kemur best út.

Aðalatriðið eru vextirnir, sem eru allt of háir, bæði vegna óverðtryggðra og verðtryggðra lána.

Það þarf að afnema það fyrirbæri að bankar og lánastofnanir nýti sér aðstöðu sína til að hámarka gróða sinn með því velta nær allri áhættunni á lántakendur.  

 

 

 


mbl.is Langflestir kjósa verðtryggt lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Eiga lántakendur að bera allan skaða áfram, með óverðtryggðum kaupmætti launa/fyrirtækja-tekna sinna í samfélaginu? Og þurfa að greiða fyrir opinbera skattrekna þjónustu sjálfir, langt umfram aðrar viðmiðunarþjóðir. Þjónustu sem í sumum tilfellum er skylduð, og sem á að vera niðurgreidd með skattfés-okrinu á Íslandi.

Lánastofnanir fá áfram bæði axlabönd og belti? Ásamt Vatíkaninu ör-yrkja-skipaða?

Ofurskattar í formi nánast flats okurskatts á öll laun jafnt, óháð launaupphæð, húsnæðiskostnaði og félagsaðstæðum. Og svo glæpa-lífeyrissjóðir með aukaskatt ofan á græðgi-toppinn, (svokallað "áhyggjulaust ævikvöld")? Þvílíkt helvítis rán og lygi.

Hvað er að þeim sem ekki skilja brenglunina í þessari óverjandi og óréttlátu slagsíðu milli lánastofnana og lántakenda?

Ég bara spyr?

Vextirnir eru svosem í sama ofur-flokki okursjálfstrygginga/lánastofnana-stjórnsýslunnar á Íslandi.

Hvar í veröldinni finnast dæmi um svona banka/lánastofnana, og alvarlega stjórnsýsluglæpi, annarstaðar en á Íslandi? Hvers vegna virkar ekki dóms og réttarkerfið á Íslandi, í samræmi við það sem kallast siðmenntaðra manna stjórnsýsla í öðrum löndum?

Ég bara spyr, aftur?

En, enginn þorir náttúrulega að svara þeirri spurningu, því dómskerfið lögmannavarða er mesti glæpapotturinn, og ver ekki almenning fyrir óréttlæti og handrukkurum dópsala-hvítflibbanna. Fólk er bara höggvið út af vegi hinnar glæpsamlegu stjórnsýslu, og hent heimilislausu út á götu, í boði lögregluyfirvalda og sýslumanna. Án réttarfars og dóms, samkvæmt lögum og reglum siðmenntaðra manna.

Við erum ekki komin lengra á siðmenntuðu þroskabrautinni en þetta, hér á Íslandi, sem samfélag. Og komumst heldur ekki lengra, nema með breyttum stjórnsýsluháttum æðstustrumpa-lögmanna/dómara þessa lands.

Og svo auðvitað með breyttu hugarfari allra, en ekki bara sumra.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.8.2016 kl. 22:42

2 identicon

Ef verðtryggingin væri réttlætismál, þurfa launin að vera verðtryggð líka, eins og þetta var hugsað í upphafi, síðan þurfa örorkubætur og greiðslur úr almannatryggingarkefinu að vera verðbættar líka, þá byrjar víxverkanir kaupgjalds og verðlags, og allir skilja að það gengur ekki, því þarf verðtryggingin að fara, og við tökum upp svipað fjármálakerfi og á Norðurlöndunum, en fjámála Elitan vill það ekki, þetta er nú ekki flóknara en það.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 16.8.2016 kl. 22:42

3 identicon

Ef verðtyggingin væri réttlætismál, þarf að verðtryggja launin líka, sömuleiðis örorkubætur og greiðslur úr almennatryggingakerfinu. Allir vita hvað þá skeður, víxlverkanir kaupgjalds og verðlags, sem engin ræður við. því þarf að afleggja verðtrygginguna, og taka upp svipað fjámálakerfi og er á Norðurlöndunum.         Vaxtaokrið á Íslandi er skelfi legt, því Seðlabankinn hefur annað stýritæki sem heitir Byndiskilda.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 16.8.2016 kl. 23:20

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Ómar, þú hefðir kanski átt að rifja upp það sem fyrrum Jóhannes Nordal seðlabankstjóri og baráttumaðurinn fyrir verðtryggingum á útlánum sagði um hæfilega vexti af slíkum lánum.

Hann sagði að vextir ofan á fulla verðtryggingu á lánum þyrftu ekki að vera hærri en 1 til 1,5% 

Þessi orð urðu til þess að baráttumenn innan ASÍ hættu að hafa áhyggjur af þessari verðtryggingu. Enda höfðu forystumenn eins og Bjarni Benediktsson fyrrum forsætisráðherra jafnan sagt að laun fólks og lánakjör ættu að fylgjast að. 

Kristbjörn Árnason, 16.8.2016 kl. 23:42

5 identicon

Ómar verðtryggingin var réttlætimál fyrsta hálfa árið þegar launavísitalan var inni í verðtryggingarjöfnunni. Eftir það er þetta skaðræðisverkfæri. Ætlar þú virkilega að halda því fram að laun hafi hækkað á Íslandi í samræmi við hækkun lána, strax eftir hrun. Ef það væri rétt þá værum við ekkert að ræða þessi mál. Nei það tók minnstakosti sex til sjö ár. Hvernig var vísan aftur? Vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti.

Ég man ekki eftir hvern þetta er, en þetta á mjög vel við einmitt núna.

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.8.2016 kl. 02:05

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk fyrir þessar athugasemdir, sem ríma við það sem pistillinn fjallar um, að vextir eru alltof háir og mest vegna þess óréttlætis að bankarnir láta lántakendur taka eina nær alla áhættuna. 

Ómar Ragnarsson, 17.8.2016 kl. 06:08

7 identicon

Hvernig dettur nokkrum manni í hug að fjármagnseigendur og bankar séu að vernda litla Ómar og litlu Gunnu, þegar þeir krefjast að verðgildi peninganna haldi sér?

Heldur virkilega einhver að þessi 1% sem eiga 90% af öllu, séu fyrst og fremst að hugsa um hin 99% sem eiga minna en ekki neitt?

Ég segi nei og spyr hvers vegna eiga peningar á Íslandi að vera það eina í þessum heimi sem heldur vergildi sínu?

Ekki einu sinni þeir sem eiga gull geta krafist þess að gull haldi alltaf verðgildi sínu.

Richard Ulfarsson (IP-tala skráð) 17.8.2016 kl. 06:25

8 identicon

Aðdáunarvert og íslenzkt, að hvorutveggi pistilshöfundur og þeir sem gera athugasemdir forðist eins og eldinn að minnast á aðalástæðu þess að verðtrygging er nauðsynleg og vextir óhjákvæmilega háir: Alónýta mynt.

Væri ekki verðtrygging væru bankarnir ekki að tapa, heldur þeir sem lána þeim, eigendur innistæðna.

Jakob R. Möller (IP-tala skráð) 17.8.2016 kl. 12:58

9 Smámynd: Már Elíson

Ekki alveg rétt hjá þér, Jakob 8# - Alónýt mynt, segirðu..Það skiptir engu hvað myntin heitir ef hagkerfið er í heild sinni ónýtt. - Súr mjólk er alltaf súr hvort sem hún er frá Mjólkurstöðinni eða einhverjum öðrum. Þú skiptir ekki bara um nafn, og allt verður í lagi á morgun. Skoðaðu málið aftur.

Már Elíson, 17.8.2016 kl. 20:32

10 identicon

Már gættu að því, að ónýti krónunnar stafar að verulegu leyti af því að Íslendingar hafa ekki verið færir um að stjórna efnahagsmálum sínum allar götur frá 1920 a.m.k. Alvöru gjaldmiðill undir stjórn sjálfstæðs seðlabanka hefði skipt sköpum. Vegna fámennis og klíkustjórnmála hefði sá seðlabanki aldrei getað verið íslenzkur. Gildir einu hvort litið er til fjórða áratugs síðustu aldar eða fyrstu 16 ára þessarar.

Jakob R. Möller (IP-tala skráð) 19.8.2016 kl. 10:30

11 Smámynd: Már Elíson

Jakob, - Ef þú þrífst á svona vitleysistali, þröngsýni og yfirlætisrausi, þá þú um það. - Það er eins og þú skiljir ekki, eða viljir ekki skilja, að við getum farið út í búð með hvaða matadorseðil sem er, krónur, evrur, dollara..en hagkerfið er jafnónýtt. - Komdu aftur á korkinn með eitthvað skiljanlegra og alvöru en þetta innantóma svar þitt. - Hagkerfið = Ónýtu krónurnar (ónýtu dollararnir, evrurnar, pundin...).

Már Elíson, 19.8.2016 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband