Vegaaxlirnar eru stórhættulegar.

Eftir að ég fór að ferðast nær eingöngu á hjólum, annars vegar rafreiðhjólinu Náttfara og hins vegar létta bifhjólinu Létti ( "vespuhjól" 125 cc ) hefur það blasað betur við en áður, að stórfelld vanræksla hefur verið á viðhaldi og gerð vegaaxla hér á landi, líklega vegna hins mikla skorts á fé til vegagerðar og viðhalds vega. 

Hvergi eru neinar merkingar sem vara við því að axlirnar séu í svona ástandi, hvorki í þéttbýli og dreifbýli. 

Axlirnar geta verið mikilvægt öryggisatriði fyrir hjólreiðafólk og bifhjólafólk. Ef axlirnar eru vel gerðar og hreinar getur hjólaumferð farið eftir þeim og aukið aðskilnað bíla og hjóla og þar með öryggi allra vegfarenda.

En jafnvel við stofnbrautir á Reykjavíkursvæðinu eru axlirnar til stórrar skammar, sums staðar eru kaflar í góðu ástandi, en síðan koma skyndilega slæmir kaflar, sem valda því, að hinn hjólandi maður lendir í stórfelldum vandræðum, sem annað hvort enda með því að hann missir stjórn á hjólinu eða neyðist til að fara inn á akbrautina í hættulegt návígi við bílana.  


mbl.is Brýnt að ráðast í aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti kjósenda allra flokka vill þjóðaratkvæðagreiðslu

Þorsteinn Briem, 29.8.2016 kl. 01:09

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti kjósenda allra flokka vill þjóðaratkvæðagreiðslu 

Þorsteinn Briem, 29.8.2016 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband