Margt smátt gerir eitt stórt.

Segjum að eigandi farartækis spari að jafnaði einn lítra af bensíni á dag með því að skipta niður í sparneytnara farartæki. Það sýnist litilræði, en á ári nemur þetta meira en 70 þúsund krónum. 

Og oftast fylgir með stórum minni annar hlaupandi kostnaður, svo sem viðhald, dekk og annað sem slitnar við akstur. Komið hátt á annað hundrað þúsunda króna sparnaður. 

FÍB reiknar með að rekstur meðalbíls kosti meira en milljón á ári. 

Ef hægt er að minnka þennan kostnað um tvo þriðju nemur sparnaðurinn 6-700 þúsund krónum árlega. 

Nú hef ég sest sem snöggvast niður á Akureyri, fór af stað úr Reykjavík á tíunda tímanum á vespuhjólinu Léttti og renndi hér í hlað um þrjúleytið. DSCN7918

Á Ráðhústorginu voru bæjarstjórinn og nokkir vasklegir vélhjólamenn og enn hef ég ekki komist upp fyrir þúsund kall þegar ég fylli tankinn. 

Bensínkostnaður á þessari leið var rúmlega 1900 krónur, eyðslan 2,4 lítrar á hundraðið og innan við 10 lítrar samtals. 

200 krónur kostaði fyrir hjólið eftir Hvalfjarðargöng, 800 ef það hefði verið fólksbíll.

Flestar aðrar tölur á svipaða lund. DSCN7919

DSCN7919 

Ætla að dóla áfram svona svipað innanbrjósts og ef ég væri bara búinn með hálft maraþon, en vildi gjarnan klára það allt. með áheitum og öllu. 

Hægt að fylgjast með á slóðinni:  life.@ at.is

Aðrar tölur: 0130-26-160940 kt. 160940-4929.

Mér var í upphafi ferðar í morgun hugsað til kjara aldraðra sem eru á strípuðum 200 þúsunda króna lífeyri og hafa engar aðrar tekju. Komast ekki úr húsi. 

Margir eru einhleypir en við prýðis heilsu. Rafreiðhjól í borginni og / eða létt vélhjól í hraðari og eitthvað lengri ferðir.

Af einhverjum ástæðum eru svona hjól geysivinsæl erlendis, líka þar sem meira rignir en hér, eins og á vesturströnd Noregs.  


mbl.is Ætla að draga úr losun koltvísýrings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgjast má með staðsetningu Ómars hér (þysja þarf út á kortinu til að finna hann).

Þorsteinn Briem, 18.8.2016 kl. 17:18

4 identicon

Það væri nú gaman að vita hvað gerð af hjóli þetta er og hvað það kostar nýtt?  Einnig væri fróðlegt að vita hvað menn þurfa að greiða fyrir tryggingar, en mér skilst að mótorhjólamenn þurfi að greiða hæstu iðgjöld. Þá spurning hvort tryggingarkostnaður éti upp eldsneytis sparnaðinn?

Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.8.2016 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband