Framsókn enn "opin í báða enda."

Á hinu langa tímabili sterkrar stöðu Framsóknarflokksins var flokkurinn með svo breitt litróf þingmanna, að hann gat leikandi verið til skiptis í vinstri stjórnum, svo sem á tímabilinu 1927-1937, 1956-1958, 1971-1974 og 1988-1991, og samsamað sig vinstri flokkunum, eða þá í hörðum hægri stjórnum eins og 1950-56, 1974-78 og 1983-87. 

Svo breitt var litrófið í flokknum, að sagt var að Framsókn væri opin í báða enda. 

Nú gæti svo farið að eftir næstu kosningar þurfi flokkurinn á því að halda að geta vippað sér úr hægri stjórn yfir í vinstri stjórn af sömu færni og svo oft áður á aldar gömlum ferli sínum.   


mbl.is Tveir stjórnarþingmenn sátu hjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hversu breitt verður litrófið hjá þeim væntanlega sex þingmönnum Framsóknarflokksins sem verða á Alþingi eftir kosningarnar nú í haust?!

Þorsteinn Briem, 19.8.2016 kl. 00:17

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi Framsóknarflokksins11% og samkvæmt skoðanakönnunum fengi flokkurinn sjö þingmenn, engan í Reykjavík, einn í Suðvestur- og Suðurkjördæmi, og fimm í rollukjördæmunum, þar af tvo í Norðvestur- og þrjá í Norðausturkjördæmi.

Og af þessum sjö er meirihlutinn nú ráðherrar.

Steini Briem, 6.3.2015

Þorsteinn Briem, 19.8.2016 kl. 00:22

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.7.2016:

Píratar mælast með 26,8% fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn 24% í nýrri skoðanakönnun MMR.

Vinstri græn mælast með 12,9% fylgi og Viðreisn 9,4%.

Samfylkingin mælist með 8,4% og Framsóknarflokkurinn 8,3%.

Þorsteinn Briem, 19.8.2016 kl. 00:33

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Og ástandið er enn verra hjá Framsókn og flugvallarvinum hér í Reykjavík.

Þorsteinn Briem, 19.8.2016 kl. 00:36

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka í Reykjavík - Skoðanakönnun Gallup 8.10.2015:

Píratar 28%,

Samfylking 25%,

Björt framtíð 8%,

Vinstri grænir 11%.

Samtals 72% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 27% og þar af Framsóknarflokkur 4%.

Þorsteinn Briem, 19.8.2016 kl. 00:40

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.10.2015:

"Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og flug­vall­ar­vin­ir fengju 4,4% at­kvæða sam­kvæmt könn­un­inni sem unn­in er af Gallup fyr­ir Viðskipta­blaðið en fengu 10,7% í kosn­ing­un­um í fyrra."

Þorsteinn Briem, 19.8.2016 kl. 00:41

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sveinbjörg þar nú skellti á skeið,
skrítnum sauðaflokki,
sat á baki Gústa gleið,
geldum hjálparkokki.

Þorsteinn Briem, 19.8.2016 kl. 00:45

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fram­sókn­ar­menn hafi fram­kvæmt flest af því sem komið hafi fram í stefnu flokks­ins fyr­ir síðustu kosn­ing­ar ..."

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er vaxtalækkunin?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 19.8.2016 kl. 00:52

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Síðastliðinn miðvikudag:

"Vextir á Norðurlöndunum af 30 milljóna króna húsnæðisláni (í íslenskum krónum):

Ísland: Óverðtryggðir vextir 7,45%, heildarvaxtakostnaður á ári 2,3 milljónir króna eða 191 þúsund krónur á mánuði.

Noregur: Óverðtryggðir vextir 1,9%, heildarvaxtakostnaður á ári 570 þúsund eða 47 þúsund á mánuði.

Finnland: Óverðtryggðir vextir 1,5%, heildarvaxtakostnaður á ári 450 þúsund eða 37 þúsund á mánuði.

Svíþjóð: Óverðtryggðir vextir 1,4%, heildarvaxtakostnaður á ári 420 þúsund eða 35 þúsund á mánuði.

Danmörk: Óverðtryggðir vextir 1,2%, heildarvaxtakostnaður á ári 360 þúsund eða 30 þúsund á mánuði."

Þorsteinn Briem, 19.8.2016 kl. 01:32

11 Smámynd: Már Elíson

Steini er algerlega með þetta..Ekki nema 10 kjaftæðis-spöm - Málefnalegur og flottur eins og venjulega. bara að hann vissi hvaða bulli hann er að "copy/paste) fyrir okkur.

Már Elíson, 19.8.2016 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband