19.8.2016 | 23:02
Einn af stöðunum, sem Íslendingar bruna framhjá.
Erlendis, til dæmis í Noregi, er mikið gert til þess að leyfa fólki að upplifa náttúruna og sambúð fólks við hana í gegnum tíðina, með því að útbúa útsýnisstaði með upplýsingaskiltum, til dæmis við vegi landsins.
Efstan myndin hér á síðunni, var tekin í ferð minni á vélhjólinu "Létti" þar sem horft til suðurs yfir Mývatn.
Það vekur athygli mína að þegar ég hef farið framhjá þessum stöðum á ferðum mínum, eru útlendingar yfirleitt í miklum meirihluta.
Þetta var líka svona þegar útlendir ferðamenn voru miklu færri en íslenskir
Í gær stansaði ég sem snöggvast á "Létti" á einum þessara staða, sem er við hringveginn uppi á brekkunni fyrir austan Möðrudal.
Þaðan er góð fjallasýn ef veður er gott, og ekkert slor að bjóða upp af tvo af helstu höfuðfjöllum landsins, þjóðarfjallinu Herðubreið, og Kverkfjöll, "djásnið í kórónu landsins," sem sést þarna í meira en 70 kílómetra fjarlægð. Bæði eru eldfjöll, og Kverkfjöll þriðja hæsta fjall landsins, 1920 yfir sjávarmáli.
Það mætti nefna fleiri staði, sem brunað er framhjá en eru þess verðir að skoða, svo sem Kattarhrygg í Norðurárdal í Borgarfirði, en því miður hefur það alveg verið vanrækt að gera góða gönguleið að honum.
Þriðja sæti þrátt fyrir sprungin dekk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Oft á bloggi rólegt er,
því er ekki að leyna,
er úr bænum Ómar fer,
og tekur með sér Steina
Á skellinöðru þeysist greitt,
um íslands vegi breiða
um holuhraun en þykir leytt,
hann er nú Steina að reiða.
S. Breik (IP-tala skráð) 20.8.2016 kl. 05:59
Takk fyrir kveðskapinn, ortan með sínu nefi.
Svonefndar skellinöðrur eru hjól með 50cc ca 3ja hestafla vél og hámarkshraða 25km/klst ef þær eru ekki skráðar, en 45 km / klst ef þær eru skráðar.
Þetta hjól er í flokki léttra bifhjóla með 124 cc mótor og 96 km/klst hámarkshraða.
Hjól með þessu lagi eru oft kölluð vespuhjól hér á landi, bensínvespa í þessu tilviki.
Þess vegna er hægt að fara austur á Egilsstaði á svona hjóli á 10-11 klukkustundum með stoppum, ef svo ber undir, og aftur til baka daginn eftir.
Ómar Ragnarsson, 20.8.2016 kl. 09:11
Hvað kostar árstrygging á svona græju?
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 20.8.2016 kl. 09:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.