Lítilsvirðing gagnvart öldruðum, einsdæmi á Norðurlöndum.

Í samfélögum í Austurlöndum eða meðal frumbyggja margra svonefndra "frumstæðra" þjóðflokka er borin mikil virðing fyrir öldruðum. 

Við lifum hins vegar í samfélagi þar sem aldraðir eru flokkaðir sem annars flokks fólk og "vandamál" og skerum okkur algerlega úr á Norðurlöndunum í þessum efnum. 

Á Hringbraut í gærkvöldi var afar athyglisverður umræðuþáttur Helga Péturssonar, Guðmundar Gunnarssonar og Vilhelms Wessmanns, þar sem þeir lýsti því skilmerkilega hvernig íslenskir ráðamenn í öllum flokkum umgangast aldraða með mikilli lítilsvirðingu. 

Guðmundur nefndi til dæmis, að ef einhver tekur sig til og leggur hluta af launum sínum inn á bankareikning, getur hann gengið öruggur að því fé þegar hann þarf á því að halda.

Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því að þegar hann verður gamall, muni ríkið skerða ellilífeyri hans vegna þessarar innistæðu.

Ef þessi maður leggur hins vegar fé sitt inn í lífeyrissjóð refsar ríkissjóður honum með því að svipta hann ellilífeyri í staðinn.

Þetta er í raun þjófnaður úr því að það myndi verða talinn þjófnaður ef maðurinn væri að taka út af sparifjárinneign sinni.

Svo mikil er afneitunin á því að lífeyrissjóðirnir séu bein eign þeirra, sem lögðu af launum sínum í þá, að í upphafi ríkisstjórnarinnar 2009, sem þurfti að taka á Hruninu, datt mönnum það í alvöru í hug að taka að mig minnir um 200 milljarða beint út úr lífeyrissjóðum landsmanna.

Og Helgi í Góu telur það hið besta mál að taka fé úr lífeyrissjóðunum, sem er hrein eignaupptaka, til þess að reisa hjúkrunarheimili.

Bjarni Benediktsson lofaði skriflega fyrir kosningarnar 2013 að framkvæma þá stefnu flokks síns að aflétta þeim ólögum, sem felast í því að refsa öldruðum fyrir að nýta það fé sem þeir eiga sjálfir í lífeyrissjóðunum með því að hýrudraga þá varðandi ellilífeyrinn.

Eitt það allra fyrsta sem hann gerði eftir kosningarnar var að láta þurrka út þessi loforð, svo það liti eins út og þau hefðu aldrei verið gefin!

Það virðist beinlínis vera stefna stjórnvalda að helst enginn aldraður fái meira en 200 þúsund til framfæris á mánuði.

Þetta bitnar mest á konum, sem unnu sitt merka uppeldisstarf kauplaust og er því klárlegt kynjamisrétti, gott ef ekki það stærsta hér á landi.

Ísland er sér á parti af Norðurlöndunum að haga sér svona gagnvart gamla fólkinu og Guðmundur Gunnarsson lýsti því á áhrifamikinn hátt hvernig frændur okkar á Norðurlöndunum tryðu vart sínum eigin eyrum þegar þeir heyrðu um það hvernig við leikum fólkið, sem byggði upp það þjóðfélag sem við lifum í í dag.  


mbl.is „Afar óheppileg staða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samkvæmt skrifum þínum og annarra ellilífeyrisþega mætti halda að allir aldraðir væru bara við hungurmörk. Það er bara ekki þannig. 

Líklega eru þetta oft konur sem unnu sitt merka starf kauplaust eins og þú segir. Það er skekkja sem verður ekki löguð í einu vetfangi. 

En ef fólk hefur haft einhverja fyrirhyggju þá hefur til langs tíma verið hægt að jafna lífeyrisrétt milli hjóna. Það kostar þig sjálfan smá umstang hjá lífeyrisjóðum ykkar beggja, en það er þess virði og þar með því óréttlæti útrýmt.

Og allir uppskera eftir því sem þeir hafa lagt inn í gleðibankann, hvorki meira né minna. 

Tökum smá ábyrgð á okkur sjálfum.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.8.2016 kl. 20:22

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fram­sókn­ar­menn hafi fram­kvæmt flest af því sem komið hafi fram í stefnu flokks­ins fyr­ir síðustu kosn­ing­ar ..."

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er vaxtalækkunin?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 22.8.2016 kl. 20:24

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... lýsti því skilmerkilega hvernig íslenskir ráðamenn í öllum flokkum umgangast aldraða með mikilli fyrirlitningu."

Ég vissi ekki að Píratar hefðu verið í ríkisstjórn.

Þorsteinn Briem, 22.8.2016 kl. 20:27

5 identicon

Ísland er sér á parti af Norðurlöndunum að vera með lífeyrissjóðskerfi sem ekki er ríkisrekið.

Bótagreiðslur ríkisins hafa aldrei verið hugsaðar sem annað en neyðargreiðslur til þeirra sem ekki eiga nóg í sínum lífeyrissjóði eða hafa ekki safnað á annan hátt til elliáranna. Bótagreiðslur ríkisins hafa ætíð verið hugsaðar sem viðbót upp að lágmarks framfærslu til þeirra sem litlar eða engar tekjur hafa. Bótagreiðslur ríkisins eru ekki laun sem allir eiga að fá fyrir að vera gamalir.

Á hinum Norðurlöndunum er það ríkið sem sér um lífeyrissparnað borgaranna og greiðir þeim. Þar búa allir við svipað kerfi og ríkisstarfsmenn búa við hér. Hér er á almenna markaðinum annað og ósambærilegt kerfi, lífeyrissjóðir í eigu, rekstri og á ábyrgð sjóðsfélaga, en ekki fyrirlitning eða þjófnaður.

Við lifum í samfélagi þar sem aldraðir heimta greiðslur úr kerfi sem ekki er til og þeir hafa aldrei viljað, almennu ríkisreknu lífeyriskerfi. Þar sem aldraðir heimtuðu að sjá sjálfir um sín lífeyrismál en vilja núna fá greitt eins og ríkið hafi lofað að sjá um þeirra lífeyri. Og heimta svo virðingu!

Espolin (IP-tala skráð) 22.8.2016 kl. 22:22

6 identicon

lifeyrissjodur Dagsbrunar var overdtryggdur. Seinna vard hann Gildi,rett eftir hrun var skert um 10 procent,aftur var skert um onnur 10 procent. greidslan sem madur einn faer eftir um 20 ara samfellda vinnu eru heilar 27.000 kronur. Sidar starfadi thessi madur hja Reykjavikurborg og er lifeyrisgreidslan thar kr 45.000. Sidan er thad smanargreidsla fra TR kr 123.000. Skodi nu hver og einn hvernig thessi madur a ad komast af.

margret (IP-tala skráð) 22.8.2016 kl. 23:27

7 identicon

Skrítið hvernig þú afgreiðir tillögur Helga í Góu.  Furðulegt að hugsa til þess að þú hafir starfað sem fréttamaður.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.8.2016 kl. 10:30

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hver er tilgangur lífeyrissjóðs?  Ég hef haldið í barnaskap mínum að hann sé að borga þeim, sem lögðu í hann og eiga hann, lífeyri.

En svo er að sjá sem það sé almenn skoðun að tilgangurinn sé ekki fólginn í því að borga lífeyri, heldur í því að þessir peningar séu teknir traustataki til þess að stunda byggingarframkvæmdir upp á tugi milljarða, svo að ríkið geti eytt þessum milljarðatugum í staðinn í eitthvað annað. 

Úr sumum athugasemdunum skín réttlæting á því að þúsundum aldraðra sé gert að lifa á 200 þúsund krónum á mánuði. 

Það er réttlætt með því að margir aldraðir hafi það bara bærilegt og láti sig hafa það að vera svo tekjutengd í bak og fyrir, að skattprósentan á ákveðnu bili aukatekna  nálgist 100%. 

Allir flokkar, sem hafa verið við völd, hafa látið hið einstæða íslenska ástand í lífeyrismálum viðgangast, og ég sé ekki í stefnumótun Pírata að þeir ætli sér að breyta neinu, enda réttlæta þeir hliðstæðan þjófnað varðandi höfundarrétt. 

Flokkarnir byggja fylgi sitt á meirihlutanum og þess vegna haga þeir sér svona gagnvart minnihlutanum sem lepur dauðann úr skel. 

Verðmæti vinnuframlags er miðað við karllæga hugsun, samanber það að uppeldisstörf á margumtöluðum heimilum landsmanna skuli ekki vera metin krónu virði. 

Og síðan talið sjálfsagt að þetta hýrudregna fólk megi sjálfu sér um kenna. 

Ómar Ragnarsson, 23.8.2016 kl. 11:15

9 identicon

Ég veit það ekki Ómar.  Er ekki eitthvað til sem heitir ávöxtunarkrafa lífeyrissjóða?  Verða þeir ekki að fjárfesta í einhverju?  Mér finnst Helga í Góu ganga gott eitt til og því allt í lagi að skoða tillögur hans nánar.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.8.2016 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband