23.8.2016 | 21:49
Nafni hans Pálsson kom úr þessum herbúðum.
Þorsteinn Víglundsson er sterkur kostur fyrir nýja flokkinn Viðreisn. Hann er ekki sá fyrsti, sem kemur úr herbúðum atvinnurekenda inn í stjórnmálin.
Þorsteinn Pálsson var talsmaður samtakanna í upphafi ferils síns og varð síðar formaður Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra og síðar sjávarútvegsráðherra.
Einar Oddur Kristjánsson fór á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn eftir að verið einn af höfuðsmiðum einhvers mesta stjórnmálaafreks liðinnar aldar, Þjóðarsáttarinnar 1990.
Þorsteinn í framboð fyrir Viðreisn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bjarni hlýtur að segja af sér sem formaður Íhaldsins. Hann er tengdur við innherjaviðskipt og brask, milljarðir króna hafa verið afskrifaðir og núna síðast skattsvik í gegnum falda reikninga í Panama og Tortóla. Ætlar hann að taka FLokkinn með niður í ræsið?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.8.2016 kl. 23:36
Ómar. Almáttugur minn góður hjálpi þér, að þú skulir geta líkt saman Þorsteini Pálssyni og Þorsteini Víglundssyni?
Þessir tveir menn eiga nákvæmlega ekkert sameiginlegt, að mínu mati.
Þorsteinn Pálsson er í grunninn jafnréttissinnaður, en Þorsteinn Víglundsson er í grunninn ójafnréttlætis-valdstjórnar-þrælahalds-sinnaður.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.8.2016 kl. 00:24
Þrjátíu nýir þingmenn og helmingur þeirra Píratar
Þorsteinn Briem, 24.8.2016 kl. 00:45
IceHot1 þar tóku tröll,
á Tortóla er fundinn,
Sigmundar er sagan öll,
Satan á nú hundinn.
Þorsteinn Briem, 24.8.2016 kl. 01:36
26.7.2016:
Píratar, Vinstri grænir og Samfylkingin útiloka að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum eftir næstu alþingiskosningar
Þorsteinn Briem, 24.8.2016 kl. 01:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.