Brýnt að málið verði tekið upp að nýju.

Vitnisburðir þriggja vitna, sem í tilefni af bókinni Hyldýpið hafa snúið sér til mín, hvert í sínu lagi, til að trúa mér fyrir vitneskju sinni um Geirfinnsmálið, benda til þess að brýnt sé að það mál að minnsta kosti verði tekið upp að nýju og rannsakað betur og með opnari huga en gert var. 

Þetta er sérstaklega brýnt vegna þess að þessi vitni eru nú orðin það gamalt fólk, að frekari töf á þessu getur orðið dýrkeypt.

 

Sú vitneskja sem vitnin búa yfir, snertir mismunandi þætti málsins, og er einkum eitt þessara vitna mikilvægt, vegna þess að framburður þess bendir til þess að um að ræða stórfelldan galla í rannsókn málsins.

Öll vitnin segjast hafa þagað í öll þessi ár vegna þess hve erfitt það hefði verið í umrótinu, sem ríkti, að eiga von um að frásagnir þeirra yrðu teknar alvarlega, og því hætta á það eina, sem þau hefðu upp úr því að stíga fram, yrði að baka sér sjálfum og sínum nánustu mikil vandræði án þess að nokkur árangur næðist í að fá fram eðlileg málalok.

Augljóst hafi verið að öll rannsóknin beindist að því að negla ungmennin, sem á endanum voru sakfelld. 

 

Vitnin segja líka að erfitt hefði verið fyrir þau að koma fram að eigin frumkvæði og líklegra að þau hefðu haft sig í það að bera vitni, ef rannsóknaraðilar hefðu leitað til þeirra.

Að mínu mati sýnir þetta hve brýnt það er að algerlega ný, óháð og vönduð rannsókn verði framkvæmd.  


mbl.is Varpar ljósi á hvernig Sævar var bendlaður við hvarf Guðmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Vera má að þér hafi ekki verið ljáð Gláms augu við samningu
bókar en allt er það gagnslaust með því að vitnin
eru ekki reiðubúinn að ganga fyrir skjöldu.

So much for the silence of witnesses!

Húsari. (IP-tala skráð) 24.8.2016 kl. 06:36

2 identicon

Það verður mikið að gera hjá upptökunefnd ef slúður og sögusagnir kalla á upptökur. Í flestum málum eru til sögur sem stangast á við dómana, jafnvel heilu bækurnar.

Hábeinn (IP-tala skráð) 24.8.2016 kl. 11:49

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem sátu í gæsluvarðhaldi vegna Geirfinnsmálsins og Guðmundarmálsins eru allir saklausir, þar sem sekt þeirra hefur ekki verið sönnuð.

Og á þeim voru framin gróf mannréttindabrot.

"Rétturinn til réttlátra réttarhalda byggir á mörgu, eins og því hvernig sönnunargögnin eru kynnt, hegðun réttarmeðlima, almennings og fjölmiðla."

"Að vera álitinn saklaus þar til sekt er sönnuð.

Réttur þessi byggir á því að dómarar gæti þess að fordómar hafi ekki áhrif á úrskurð þeirra. Þetta á einnig við um aðra opinbera starfsmenn.

Í þessu felst að opinber yfirvöld, sérstaklega lögregla og saksóknarar, láti ekki í ljós skoðanir sínar á sakhæfi sakbornings fyrr en að réttarhöldum loknum.

Jafnframt felur rétturinn í sér að yfirvöldum beri skylda til að koma í veg fyrir að fjölmiðlar eða valdamiklir hópar í samfélaginu hafi áhrif á framvindu málsins."

Réttur til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi - Ýmis mannréttindi

Þorsteinn Briem, 24.8.2016 kl. 14:10

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þegar um er að ræða sakamál er lögð rík áhersla á það sjónarmið að dómur sé byggður á réttum forsendum, þannig að saklaus maður verði ekki dæmdur fyrir brot sem hann hefur ekki framið."

"Í 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu skal maður, sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi, talinn saklaus þar til sekt hefur verið sönnuð."

Um lög og rétt. - Réttarfar, Eiríkur Tómasson, 2. útg., bls. 202-204.

Þorsteinn Briem, 24.8.2016 kl. 14:11

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.9.1976:

"Karl Schütz kom hingað til lands fyrir nokkrum vikum að ósk ríkisstjórnarinnar í þeim tilgangi að veita aðstoð við rannsókn Geirfinnsmálsins og Guðmundarmálsins."

Alþýðublaðið 15.9.1976


Ráðuneyti Geirs Hallgrímssonar 1974-1978

Þorsteinn Briem, 24.8.2016 kl. 14:11

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Karl Schütz var að eigin sögn sérfræðingur í að "vernda æðstu ráðamenn Sambandslýðveldisins og upplýsa mál sem vörðuðu öryggi ríkisins".

Þegar hann var farinn af landi brott lýsti hann því yfir í viðtali við þýskt síðdegisblað að meðferð gæsluvarðhaldsfanganna hafi minnt sig á blómatíð nasismans í Þýskalandi og að hlutdeild hans í málinu hafi bjargað íslensku ríkisstjórninni."

Hliðverðir dómsmorðs? - Greinasafn Sigurfreys

Þorsteinn Briem, 24.8.2016 kl. 14:14

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Endurupptaka dómsmáls - 1. Það þegar mál er tekið til nýrrar meðferðar eftir að dæmt hefur verið í því."

Lögfræðiorðabók með skýringum, Lagastofnun Háskóla Íslands, útg. 2008.

Þorsteinn Briem, 24.8.2016 kl. 14:16

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.2.2016:

"Stefán Már Stefánsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands segist lesa út úr dómi Hæstaréttar í gær að hvorki löggjafinn né endurupptökunefnd geti hreyft við gildi dóms sem hefur fallið.

Einnig að þegar endurupptökunefnd meti hvort mál skuli endurupptekið þurfi viss skilyrði að vera fyrir hendi, til dæmis að komið hafi fram ný gögn og svo framvegis.

Hæstiréttur áskilur sér alltaf endanlegt mat á því hvort slík skilyrði hafi verið fyrir hendi."

Þorsteinn Briem, 24.8.2016 kl. 14:17

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.2.2016:

"Stefán Már Stefánsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands telur að endurskoða þurfi lög um endurupptökunefndina.

Hugsanlegt sé að styrkja nefndina með ýmsum hætti.

"Ein aðferðin er sú að gera endurupptökunefnd að dómstól," segir Stefán Már."

Þorsteinn Briem, 24.8.2016 kl. 14:19

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það hefur ekki verið sannað að Guðmundur og Geirfinnur séu dauðir.

Komi þeir fram á sjónarsviðið sprelllifandi gapa nafnleysingjarnir að sjálfsögðu:

"Hæstaréttardómurinn stendur! Þeir sakfelldu í málinu eru því sekir!"

Þorsteinn Briem, 24.8.2016 kl. 14:21

12 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Já þetta mál er eitt allsherjaklúður. Og bara það að Hæstiréttur vilji ekki hreinsa sig af þeirri skömm sem hans þáttur í málinu var. Er mér alveg óskiljanlegt.

Steindór Sigurðsson, 24.8.2016 kl. 14:25

13 identicon

Sæll Ómar.

Á fyrri tíð var ekki óalgengt
er tignargesti bar að garði
að hundar rykju upp á bæjarþekjuna
með upploki miklu en ekki í annan tíma.

Síðuhaldara er heiður eða skömm
eftir atvikum að hafa viðhaldið
þessari venju á bloggi sínu.

Er þess að vænta að hann taki jafnan á móti
gestum sínumn með bölvi, ragni og formælingum.

Húsari. (IP-tala skráð) 24.8.2016 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband