24.8.2016 | 14:51
"Stjórnmál snúast um traust."
"Stjórnmál snúast um traust" var svar Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar upp kom slæmt mál hjá einum af þingmönnum flokksins.
Á grundvelli þessa hafa verið settar reglur um hæfi og vanhæfi opinberra embættismanna, sem þurfa að njóta fulls trausts.
Þegar slíkt er metið skiptir ekki máli, hvort embættismaðurinn hafi sannanlega ekki látið tengsl sín hafa áhrif á gerðir sínar eða ekki.
Einnig er mikilvægt, já jafnvel enn mikilvægara, að viðkomandi embættismaður reyni ekki að leyna tengslum sínum, heldur gefi fullar upplýsingar um þau frá upphafi máls.
Á einu af eftirminnilegum augnablikum sjónvarpssögunnar ákvað þáverandi forsætisráðherra þjóðarinnar að leyna og ljúga til um tengsl sín við aflandsfélag, sem gerði honum og konu hans kleift að njóta þeirra forréttinda að hafa sín verðmæti í erlendri mynt á sama tíma og flestir samlandar hans urðu að sæta því að þeirra verðmæti væru innilokuð í krónuhagkerfinu sem hryndu í Hruninu.
Að kona hans væri ein af kröfuhöfunum í föllnu bankana, í hópi þeirra sem hann hafði sjálfur notað heitið "hrægamma" yfir.
Af hverju viðurkenndi hann ekki sannleikann á þessu mikilvæga augnabliki? Af hverju hafði hann ekki upplýst um þetta fyrr?
Ef þessi mál hans voru svona eðlileg og sjálfsögð, af hverju leyndi hann þeim í lengstu lög?
"Stjórnmál snúast um traust".
Á því augnabliki sem forsætisráðherrann laug varð trúnaðarbrestur á milli hans og mikils meirihluta þjóðar hans. Það má verja viðbrögð hans með því að margir hefðu freistast til að gera hið sama í hans sporum, - að öll séum við mannleg.
En stjórnmál snúast samt um traust. Annað hvort ríkir trúnaður, eða það hefur orðið trúnaðarbrestur.
Kom ekki að samskiptum við kröfuhafa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
31.3.2016:
"Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra segir að eftir að upplýst var um aflandsfélög tengd ráðherrum séu engar siðferðilegar stoðir lengur fyrir þeirri pólitísku stefnu ríkisstjórnarinnar að sumir geti staðið fyrir utan krónuhagkerfið en aðrir ekki."
"Því hefur verið haldið fram að það sé nauðsynlegt að hafa krónu vegna útflutningsfyrirtækjanna.
Útflutningsfyrirtækin hafa hins vegar fyrir löngu yfirgefið krónuna. Þau starfa fyrir utan krónuhagkerfið þannig að þau rök eiga nú ekki vel við.
Þegar gengi krónunnar hrynur rýrna eignir launafólks en eignir þeirra sem geyma sín verðmæti í erlendri mynt hækka í verði.
Það er þetta óréttlæti sem ég held að hafi blasað við um nokkurn tíma en verður miklu augljósara eftir þessa atburði."
Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins - Engar siðferðilegar stoðir fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar
Þorsteinn Briem, 24.8.2016 kl. 15:01
Þetta vill Sjálfstæðisflokkurinn:
22.8.2009:
"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.
Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.
Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).
Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.
Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."
Skuldir heimilanna
Þorsteinn Briem, 24.8.2016 kl. 15:02
20.10.2015:
""Krónan gerir það að verkum að við þurfum að hugsa í höftum, verðtryggingu og einhverjum vúdú-seðlabankavöxtum sem að hafa áhrif sem við þekkjum ekki fyrirfram."
"Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson formaður Pírata í ræðu á Alþingi í dag.
Í ræðunni sagðist Helgi Hrafn ávallt komast að þeirri niðurstöðu að íslenska krónan sé í grundvallaratriðum gallaður gjaldmiðill.
Krónan búi ekki bara til óstöðugleika, heldur knýi hún fram "skítmix" á borð við verðtryggingu."
"Það er sama hvað okkur finnst um Evrópusambandið, við verðum að takast á við vandamálið sem er íslenska krónan.""
Formaður Pírata kemst ávallt að þeirri niðurstöðu að íslenska krónan sé gallaður gjaldmiðill
Þorsteinn Briem, 24.8.2016 kl. 15:03
31.3.2016:
"Eiríkur Elís Þorláksson lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir það ekki breyta neinu varðandi meint vanhæfi þó ráðherrann hafi unnið gegn hagsmunum konu sinnar."
"Þá skipti það heldur ekki máli að umræddar eignir séu séreign eiginkonunnar, vanhæfið, sé það til staðar, sé hið sama, enda sé hún það tengd honum að vanhæfisreglur eigi við um hann sem ráðherra."
"Eiríkur Elís segir að umræðan um málið hvað varði vanhæfið hafi verið á verulegum villigötum.
Þannig hafi aðstæður verið bornar saman við það að allir alþingismenn hefðu þá verið vanhæfir í sumum málum tengdum hruninu, til dæmis þegar ákveðið var að gera innistæður í bönkum að forgangskröfum.
Þessu sé gjörólíku saman að jafna við mál forsætisráðherra. Hæfisreglur varðandi alþingismenn séu af allt öðrum toga.
Þannig verði alþingismenn aðeins vanhæfir í málum þar sem um er að ræða fjárveitingar til þeirra sjálfra."
"Eiríkur Elís bendir á að forsætisráðherra væri því ekki vanhæfur til að fjalla um málið sem alþingismaður.
Hins vegar hafi hann gert það sem forsætisráðherra og þar gildi hæfisreglur stjórnsýslunnar sem séu miklu strangari en hæfisreglur alþingismanna og svipi hæfisreglum sem gildi um ráðherra raunar til hæfisreglna dómara."
"Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkisskattstjóra eru hjón samsköttuð óháð því hvort annað hjónanna á eignir en hitt ekki. Þau séu sameiginlega ábyrg gagnvart skattayfirvöldum."
Hæfi ræðst ekki af vinnu gegn kröfuhöfum - Eiríkur Elís Þorláksson lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík
Þorsteinn Briem, 24.8.2016 kl. 15:08
Samtök Evrópuráðsríkja gegn spillingu vilja að þingmenn þurfi einnig að veita upplýsingar um eignir maka
Þorsteinn Briem, 24.8.2016 kl. 15:09
Danskir ráðherrar þurfa að upplýsa um hagsmuni maka
Þorsteinn Briem, 24.8.2016 kl. 15:10
Íslenskir þingmenn geta átt milljarða í sjóðum án þess að þurfa að upplýsa það
Þorsteinn Briem, 24.8.2016 kl. 15:11
"..af hverju gafstu þetta ekki upp í hagsmunaskráningu þingmanna?"
Svar SDG: "..hagsmunaskráning þingmanna náði til tiltekinna atriða.."
Sem sagt, skráningin náði ekki til fjár í skattaskjóli erlendis. Hvernig er hægt að bjóða innbyggjum upp á svona kjaftæði. Viðtalið fræga fyrir neðan.
http://stundin.is/frett/forsaetisradherra-reyndi-ad-stodva-birtingu-vidtal/
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.8.2016 kl. 15:27
Heyr, heyr, Ómar.
Hugtakið "hagsmunir" er fremra öllum öðrum meðal Íslendinga. Hugtakið "grunnregla" ("prinsip") er aðeins þekkt á Íslandi skv. orðabókarskilgreiningu, ekki sem hegðunarmáti.
Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.8.2016 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.