24.8.2016 | 22:54
Ömurlegur seinagangur.
Athyglisverð frétt Þorbjörns Þórðarsonar á Stöð 2 um vexti hér á landi og í nágrannalöndunum endaði hræðilega, og þessi endir sýndi hve glötuð vaxtastefnan er hér á landi .
Í henni kom fram að vextir húsnæðislána á Norðurlöndunum eru 0,8 - 2,0 prósent,´óravegu frá því sem er hér.
Þorbjörn sótti fast að talsmanni vaxtastefnunnar hér en hann hékk á kröfunni um stöðugleika eins og hundur á roði gaf svo loðin svör að maður var engu nær.
"Hvað þarf stöðugleikinn að vara lengi,- 5 ár, 10 ár, 20 ár eða meira?" spurði Þorbjörn.
Vaxtasérfræðingurinn gaf í skyn að það gæti orðið jafnvel lengri tími.
Þvílíkt og annað eins!!
Allt of lítið og allt of seint | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
17.8.2015:
"Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."
Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.
Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.
Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.
Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.
Þorsteinn Briem, 24.8.2016 kl. 23:06
Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.
"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.
Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."
10.2.2015:
"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.
Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.
Þessi lán eru óverðtryggð."
Þorsteinn Briem, 24.8.2016 kl. 23:07
25.8.2015:
Þorsteinn Briem, 24.8.2016 kl. 23:08
1.9.2015:
Aðeins 5,9% kjósenda í aldurshópnum 30 ára og yngri segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn og einungis 11,6% styðja Sjálfstæðisflokkinn.
Stærsti stuðningshópur Framsóknarflokksins eru kjósendur 50 ára og eldri, 13,9% kjósenda 50-59 ára styðja flokkinn og 13% kjósenda 60 ára og eldri.
Þorsteinn Briem, 24.8.2016 kl. 23:09
Þetta vill Sjálfstæðisflokkurinn:
22.8.2009:
"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.
Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.
Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).
Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.
Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."
Skuldir heimilanna
Þorsteinn Briem, 24.8.2016 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.