Skemmtileg íslensk áhrif.

Íslensku áhrifin í landnemabyggðum í Vesturheimi taka oft á sig skemmtilegar myndir. 

Þannig heita tvö þorp í Manitoba í raun sama nafninu, þótt annað sé enskt nafn en hitt íslenskt. 

Þetta eru bæirnir Árborg og Riverton. Sama nafnið!

Vesturíslensk hjón gistu eitt sinn í sumarleyfi sínu hjá okkur Helgu. Hann hét Þorsteinn, kallaður Steini, og margt skemmtilegt datt upp úr honum. 

Ég fór með vesturíslensku hjónin norður í land á Bronkójeppanum, sem ég átti þá, og rétt áður en lagt var af stað opnaði ég vélarrúmið til að tékka á ýmsum hlutum. 

"Hvað ertu að gera?" spurði Steini. 

"Ég er að skoða kertin," svaraði ég. 

"Kertin!" hrópaði Steini upp. "Kertin!", hrópaði hann aftur og hló svo dátt að eftirminilegt var. 

"Já," svaraði ég. "Af hverju hlærðu svona mikið að því." 

"Þetta eru ekki kerti," sagðí Steini. "Þetta eru neistatappar. Við köllum þetta neistatappa fyrir vestan." 

"Já, auðvitað," sagði ég, "spark plugs á ensku."

"Já," sagði Steini, "auðvitað. Hvernig í ósköpunum datt ykkur þetta í hug?"

Ég átti enga skýringu á því.  


mbl.is Íslensk bæjarheiti vestra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skýringin gæti verið sú að á þýsku heita kertin; Zündkerzen eða bara Kerzen.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.8.2016 kl. 20:58

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Líklega rétt hjá þér, Haukur. En það vissi Steini ekkert um. 

Ómar Ragnarsson, 25.8.2016 kl. 22:57

3 identicon

Flott ord, neistatappi mun betra en kerti i alvuru. Seigir sig sjalft. Flottur Omar orkutappi.

sigurdur jonsson (IP-tala skráð) 27.8.2016 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband