Hve nįlęgt uppgefinni eyšslu komast menn?

Uppgefnar eyšslutölur fyrir bķla hafa löngum veriš ęši langt frį reynslutölum hjį flestum bķlum hér į landi. 

Fram aš nķunda įratug sķšustu aldar var oftast notast viš svonefnt DIN, žaš er, žżska stašalinn (Deutshe Industry Norm), en žaš žótt ekki nógu raunhęft og ķ stašinn var tekinn upp EEC-stašall, sem byggšist į fyrirfram įkvešnum blöndušum akstri. 

Einnig hann žótt ekki gefa nógu raunhęfa mynd, og ķ lok aldarinnar var tekinn upp EU-stašall, sem įtti aš gefa raunhęfari mynd. 

En raunin hefur oršiš sś aš sķšustu įr hefur myndin enn bjagast, einkum viš ašstęšur eins og eru hér į landi, kalt loftslag og oft erfiš fęrš į veturna, žegar notuš eru gróf vetrardekk sem auka eyšslu. 

Nś veršur fróšlegt aš vita hve nįlęgt uppgefinni eyšslu menn komast ķ sparakstri, žar sem sett eru hraša- og tķmamörk sem lķkja eftir raunverulegu feršalagi. 

Žeir bķlar ķ akstrinum, sem eru meš lęgstu uppgefnar eyšslutölur, eru meš 3 til 3,8 lķtra ķ utanbęjarakstri. DSCN8015

Sś reynsla sem ég hef heyrt af er yfirleitt į žann veg aš miklu muni į žvķ, hve miklu bķlar eyši ķ raun, og į žeirri eyšslu, sem framleišandinn gefur upp. 

Honda PCX vespuhjóliš, sem ég fór hringinn į, hefur veriš gefiš upp af framleišanda meš allt nišur ķ 1,8 lķtra į hundrašiš, en eftir 2700 kķlómetra fjölbreyttan akstur į svona hjóli hef ég aldrei komist nišur fyrir 2,2 lķtra ķ borgarumferš og 2,4 lķtra śti į vegum, sem er reyndar afar lķtil eyšsla. 

Bķllinn hennar Helgu er var ódżrasti og einfaldasti bķllinn į markašnum, žegar hśn keypti hann ķ hittešfyrra, og į aš eyša 4,4 lķtrum ķ blöndušum akstri, en eyšir ķ raun miklu meira, - aldrei undir 6 lķtrum innanbęjar. 

Žaš er mun minna en Jimny jeppinn hennar eyddi įšur, en samt allt aš žrisvar sinnum meira en hjóliš mitt eyšir. 


mbl.is Noršur į sem minnstu eldsneyti
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband