26.8.2016 | 18:55
Ekki að marka háleit loforð. Rafbílaeigendur sviknir.
Fyrir meira en tveimur árum lýstu þáverandi forsætisráðherra og forseti Íslands því með fjálgum orðum a málþingi Verkfræðingafélags Íslands, hvað til stæði í því að rafvæða bilaflotann á Íslandi. Þar bar hátt að koma upp hraðhleðslustöðvum á helstu þjóðleiðum landsins.
Ef eitthvað hefði verið að marka þessi orð væri nú mögulegt að aka á rafbílum um hringveginn og jafnvel vestur til Ísafjarðar.
En þeir, sem létu ginnast af þessum loforðum, hafa verið illa sviknir.
Hraðhleðslustöðvar eru komnar í Borgarnesi, á Sauðárkróki, á Selfossi og þar með eru stöðvar utan Reykjavíkur upp taldar.
Þetta þýðir í raun, að rafbílar komast ekkert út fyrir suðvesturhluta landsins.
Á norðurleiðinni vantar stöð einhvers staðar á svæðinu milli Holtavörðuheiðar og Víðigerðis í Víðidal, en ekkert bólar á þessari grundvallaraðgerð.
Eðlilegast hefði verið að reisa stöðvar við Staðarskála og í Varmahlíð, því að það er arfa vitlaust að rafbílum þurfi að aka norður á Sauðárkrók á norðurleiðinni og taka á sig 25 kílómetra krók.
Í fyrra var farin fyrsta ferðin á rafhjóli milli Reykjavíkur og Akureyrar til þess að hvetja til átaks undir heitinu "Orkuskipti - koma svo!" og sýna hve gríðarlegur munur er á orkugjöfunum, jarðefnaeldsneyti annars vegar og raforku hins vegar, en ekkert virðist geta þokað þessum málum áfram.
Fyrsta rafmagnaða ferðin til Ísafjarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Allir kaupa rafmagnsbíl og engin borgar vegaskatt
en vegakerfið er víst sjálfbært
Grímur (IP-tala skráð) 26.8.2016 kl. 20:55
Auðvitað greiðir enginn skatt hér á Íslandi nema Framsóknarflokkurinn.
Þorsteinn Briem, 26.8.2016 kl. 21:42
Íslenska ríkið fengi að sjálfsögðu ekki bensíngjald vegna rafbíla, um 64 krónur af hverjum bensínlítra árið 2012.
Einkabíll í Reykjavík sem keyrður er 11 þúsund kílómetra á ári og eyðir 8 bensínlítrum á hverja hundrað kílómetra eyðir um 880 lítrum á ári og ríkið hefði því orðið þar af um 56 þúsund króna bensíngjaldi árið 2012.
Á móti kemur að ríkið fær meiri virðisaukaskatt af raforkukaupum íslenskra heimila vegna rafbílanna, heimilin greiða hæsta raforkuverðið og raforkusala Landsvirkjunar, sem er í eigu ríkisins, gæti aukist.
Ef íslensk heimili eiga tvo rafbíla hvert gætu raforkukaup þeirra tvöfaldast og virðisaukaskattur meðalstórra heimila í Reykjavík vegna raforkukaupa hækkað um 14 þúsund krónur á ári í um 28 þúsund krónur.
Og dýrir bensínflutningar um landið slíta götum og þjóðvegum.
Með rafbílum minnkar mengun og hávaði frá götum og vegum og ekki þarf hér hljóðmanir og hljóðeinangrandi rúðugler í þúsundum húsa vegna þeirra.
Þar að auki minnka innkaup á bensíni og varahlutum til landsins vegna rafbíla og þar með sparast erlendur gjaldeyrir en innkaupsverð á bensíni var um 94,50 krónur fyrir hvern lítra í febrúar 2012.
Steini Briem, 23.12.2014
Þorsteinn Briem, 26.8.2016 kl. 21:44
Tíu hleðslustöðvar fyrir rafbíla komnar við verslun IKEA í Garðabæ
Þorsteinn Briem, 26.8.2016 kl. 21:46
Auknar fjárveitingar ríkisins nú til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.
27.11.2014:
Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar
Álverin greiða einungis brot af þeim sköttum sem fyrirtæki greiða hér á Íslandi og meðallaun í álverum hér eru lægri en í ferðaþjónustunni, eins og undirritaður hefur margoft sýnt hér fram á.
Mikil meirihluti skatta fyrirtækja og einstaklinga kemur frá höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal þjónustufyrirtækjum og þeim sem þar starfa, enda er þar mikill meirihluti fyrirtækja og einstaklinga.
Til að reisa hér virkjanir tekur Landsvirkjun lán erlendis, þannig að tugmilljarða króna vextir af þeim fara árlega til lánastofnana erlendis sem erlendur gjaldeyrir.
Þar að auki þurfa álfyrirtækin hér, sem eru í eigu erlendra fyrirtækja, að kaupa gríðarlegt magn af súráli í erlendum gjaldeyri til sinnar framleiðslu.
Og ekki veit ég til þess að Ómar Ragnarsson hafi verið á móti til að mynda álverinu í Hafnarfirði, Búðarhálsvirkjun, Bláa lóninu eða nýjum 57 kílómetra löngum Suðurstrandarvegi á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur, eða einhverjir Íslendingar séu á móti raforku.
Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi formaður Vinstri grænna og fjármálaráðherra, stóð fyrir því ásamt fleirum, meðal annarra þingmönnum Vinstri grænna, að reist yrði kísilver á Húsavík.
Til að það verði reist þurfa hins vegar að koma gríðarmiklar fjárveitingar frá ríkinu, aðallega skattgreiðendum á höfuðborgarsvæðinu, vegna hafnarframkvæmda þar og jarðgangagerðar frá höfninni.
Þorsteinn Briem, 26.8.2016 kl. 21:56
"Fjallagrasatínslan":
Útflutningstekjur ferðaþjónustunnar áætlaðar um 400 milljarðar króna á þessu ári, 2016 - Um 44% meiri en árið 2013
Þorsteinn Briem, 26.8.2016 kl. 21:57
15.11.2015:
Alcoa aldrei greitt skatt hér á Íslandi - Um 57 milljarðar króna farið frá Alcoa í Reyðarfirði til Lúxemborgar
Þorsteinn Briem, 26.8.2016 kl. 21:59
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekkert gert til að skapa þennan hagvöxt, heldur þvert á móti gapað af mikilli lítilsvirðingu um ferðaþjónustu hér á Íslandi.
Þorsteinn Briem, 26.8.2016 kl. 22:02
það er svosem ekkert nítt að stjórnmalamenn sviki loforð.ég er hættur að taka þátt i kosningum það er ekki til neins a meðan þessi svika politik fær að eiga sér stað.Hitt er svo annað mal að það eru spennandi hlutir að gerast i rafgeima framleiðslu sem er náttúrulega ekki stjórnmala mönnum að þakka heldur vísindamönnum.Grímur þegar allir kaupa rafmagnsbíl verður náttúrulega settur einhverskonar skattur á þá hvernig getur þér dottið anað i hug
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 26.8.2016 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.