27.8.2016 | 10:17
Rammaáætlun er ekki það sama og endanleg ákvörðun.
Svonefnd rammaáætlun var tekin upp hér á landi um síðustu aldamót að norskri fyrirmynd. Norðmenn hafa verið tuttugu árum eða meira á undan okkur í þessum málum, en þrátt fyrir baráttu Hjörleifs Guttormssonar um að við tækjum þá til fyrirmyndar, gerðist ekkert í málinu.
Í einum af þáttunum "Út vil ek" 1998-99 var greint frá rammaáætlun Norðmanna og Landvernd fékk norskan sérfræðing til að kynna málið.
Þá var Fljótsdalsvirkjun með drekkingu Eyjabakka á dagskrá, og var þess krafist að ég yrði rekinn frá Sjónvarpinu fyrir umfjöllun mína um virkjanamálin, þar á meðal rammáætlun Norðmanna, og í kjölfarið var gerð rannsókn á störfum mínum á vegum Útvarpsráðs, sem leiddi í ljós að ég var borinn röngum sökum.
Í tíð þáverandi iðnaðarráðherra, Finns Ingólfssonar, var farið af stað með rammaáætlun, en norski sérfræðingurinn hafði sagt að það mynid taka mörg ár að koma henni á þann stað, sem hún er komin nú.
Rammaáætlun kom ekki í veg fyrir Kárahnjúkavirkjun og hin óheyrilegu óafturkræfu umhverfisspjöll, sem henni fylgdu, enda var 1. áfanginn, sem lýsti því að Kárahnjúkavirkjun og virkjun Jökulsár á Fjöllum væru þeir virkjanakostir, sem verst áhrif hefðu á Íslandi, ekki birtur fyrr en búið var að skrifa undir samning við Alcoa og samþykkja lög um hana á Alþingi.
Norðmenn ákváðu 2002 að tími nýrra stórra virkjana væri liðinn þar í landi og þar með á öllum Norðurlöndunum, - nema Íslandi.
Miðað við það að við höfum verið mörgum áratugum á eftir Norðmönnum og öðrum vestrænum þjóðum í þessum efnum, sýnist nú eiga að herða á virkjanaframkvæmdum svo að um ígildi tveggja Kárahnjúkvirkjana verði að ræða.
En rammaáætlun er ekki það sama og endanleg ákvarðanir varðandi einstakar virkjanir.
Nú tekur við svipaður fasi og var í Noregi fyrir 2002, þegar til dæmis var hætt við hagkvæmustu virkjun á Norðurlöndum við Langavatn á norska hálendinu, norðaustan við Jóstedalsjökul.
Þar stóð til að stækka vatnið lítillega og steypa því í fallgöngum hæsta fall á Norðurlöndum, yfir 1000 metra fall niður á láglendi innan við Stryn.
Vatnið er að vísu ekki langt frá Jóstedalsjökli, sem er 20 sinnum minni en Vatnajökull, og sést vatnið ekki frá jöklinum og jökullinn ekki frá vatninu.
Norska Stórþingið samþykkti með örfárra atkvæða mun að hætta við þessa virkjun á þeim forsendum að nálægðin við Jóstedalsþjóðgarðinn spillti ímynd hans!
Mikið rosalega eigum við Íslendingar langt í land í þessum efnum og erum langt á eftir öðrum þjóðum.
Ég vísa til bloggpistils um 3. áfanga rammáætlunar frá í gær.
Metur hvort tillaga verður lögð fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Norðmenn nota gas í töluverðum mæli við raforkuframleiðslu. Mig minnir að Bergen noti að mestu gas til húshitunar. Umhverfisverndarsinnar geta varla verið ánægðir með það.
Þegar gasið þrýtur eða verður of dýrt, munu þeir horfa til stórra mengunarlausra vatnsaflsvirkjanna að nýju. Umhverfisverdarsinnar verða varla ánægðir með það.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.8.2016 kl. 12:53
Reyndar nota þeir ekki gasið mikið við raforkuframleiðslu heldur til húshitunar að mestu. Réttara er því að segja "til orkuframleiðslu".
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.8.2016 kl. 13:06
ahváðu normenn ekki bara að fara í olíjuna ekki minni mumhverfismeingumaf henni þó hú sjáist ílla úr landi eru þeir ekki að brenna sig á því núna að hafa einhæfan atvinnurekstur
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 28.8.2016 kl. 07:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.