Örvæntingarfull barátta.

Það er eðlilegt og mannlegt að þegar um jafn hátt hrap stjórnmálamanns er að ræða og gerðist hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í apríl síðastliðnum reyni hann og fylgismenn hans að rétta hlut hans eins og hægt er.

En þótt stanslaus barátta í því skyni að snúa dæminu við með sífelldum skrifum í fjölmiðlum hafi verið mannleg, er hún langt í frá stórmannleg eins og hún hefur þróast.

En það blasir við að þessi barátta er orðin býsna örvæntingarfull þegar hún er komin út í það að RÚV hafi stjórnað alþjóðlegri herferð á hendur SDG, að Panamaskjölin séu ekki og hafi ekki verið til, heldur uppskálduð, og að hjá RUV hafi menn hundsað upplýsingar um málið, þegar öll þjóðin varð vitni að því að SDG reyndi að ljúga sig út úr málinu í viðtali og að hann neitaði að tala um málið og gefa umbeðnar upplýsingar.

Ef allt var svona slétt og fellt hjá forsætisráðherranum, af hverju sagði hann ekki strax rétt frá og þáði boð um að koma fram og útskýra mál sitt?

Ef Panamaskjölin voru ekki til, hvers vegna birtust þá upplýsingar um þau hjá Bjarna Benediktssyni, Ólöfu Nordal og David Cameron?


mbl.is Tóku ekkert tillit til upplýsinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Eiríkur Elís Þorláksson lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir það ekki breyta neinu varðandi meint vanhæfi þó ráðherrann hafi unnið gegn hagsmunum konu sinnar."

"Þá skipti það heldur ekki máli að umræddar eignir séu séreign eiginkonunnar, vanhæfið, sé það til staðar, sé hið sama, enda sé hún það tengd honum að vanhæfisreglur eigi við um hann sem ráðherra."

"Eiríkur Elís segir að umræðan um málið hvað varði vanhæfið hafi verið á verulegum villigötum.

Þannig hafi aðstæður verið bornar saman við það að allir alþingismenn hefðu þá verið vanhæfir í sumum málum tengdum hruninu, til dæmis þegar ákveðið var að gera innistæður í bönkum að forgangskröfum.

Þessu sé gjörólíku saman að jafna við mál forsætisráðherra. Hæfisreglur varðandi alþingismenn séu af allt öðrum toga.

Þannig verði alþingismenn aðeins vanhæfir í málum þar sem um er að ræða fjárveitingar til þeirra sjálfra."

"Eiríkur Elís bendir á að forsætisráðherra væri því ekki vanhæfur til að fjalla um málið sem alþingismaður.

Hins vegar hafi hann gert það sem forsætisráðherra og þar gildi hæfisreglur stjórnsýslunnar sem séu miklu strangari en hæfisreglur alþingismanna og svipi hæfisreglum sem gildi um ráðherra raunar til hæfisreglna dómara."

"Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkisskattstjóra eru hjón samsköttuð óháð því hvort annað hjónanna á eignir en hitt ekki. Þau séu sameiginlega ábyrg gagnvart skattayfirvöldum."

Hæfi ræðst ekki af vinnu gegn kröfuhöfum - Eiríkur Elís Þorláksson lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík

Steini Briem, 2.4.2016

Þorsteinn Briem, 27.8.2016 kl. 19:26

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í dag:

"Aðalsteinn Kjartansson fyrrum starfsmaður Reykjavík Media fjallar um viðtalið á Facebook
og telur líklegt í kjölfar viðtalsins að reynt verði að afbaka staðreyndir sem komi fram í Panamagögnunum.

"Þá er ágætt að hafa í huga að staðreyndir eru ekki skoðanir sem maður getur verið sammála eða ósammála um," segir Aðalsteinn og bætir við að það sé staðreynd að Sigmundur og Anna hafi átt aflandsfélag á Tortóla og hann selt eiginkonu sinni hlut í félaginu fyrir 1 dollar daginn áður en ný lög um aflandsfélög gengu í gildi á Íslandi.

Þá hafi Wintris verið kröfuhafi í þrotabú bankanna þriggja.

"Þessar upplýsingar voru ekki opinberar almenningi (kjósendum) fyrr en greint var frá þeim í fjölmiðlum.

Sigmundur Davíð og eiginkona hans vildu ekki eða gátu ekki sýnt nein gögn sem spurt var um þegar umfjöllun um félagið var í vinnslu.

Það hafa þau heldur ekki gert síðan þrátt fyrir að fleiri fjölmiðlar hafi spurt.

Sigmundi Davíð var ítrekað boðið í annað viðtal vegna Wintris, sem hann hafnaði, en bauð sjálfur óformlegan leynifund sem ekki mátti vitna til."

Þorsteinn Briem, 27.8.2016 kl. 19:50

3 identicon

Þetta er með ólíkindum. Er þjóðin í álögum? Hefur rétt losað sig við vandræða-gemlingana Ólaf Ragnar og Davíð Oddsson, eftir nýafstaðnar kosningar, blasa við henni ný vandamál, sem kosta bæði tíma og peninga vegna banal hjónakorna í Garðabæ.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.8.2016 kl. 21:03

4 identicon

  Eitthvað hefur skolast til hjá þér Ómar að halda að einhver haldi að RÚV stjórni alþjóðlegri herferð gegn Sigmundi Davíð. 

En hver stjórnar RÚV?  Hugsanlega gætir þú vitað eitthvað um það sem fyrrum starfsmaður. 

Vonandi ertu þó ekki svo heillum horfinn sem þessir fyrrum og núverandi starfsmenn RÚV sem komu að aðförinni að forsætisráðherra Íslands. 

Hér er smá upprifjun frá í vor hvernig í lekamálum lá!


Lekinn sem kom frá óþekktum aðila fór til alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna ICIJ sem deildu út verkefnum til ýmissa landa að vinna úr lekanum. 

WikiLeaks telur (stundum er vitað erlendis í Kristinn Hrafnsson) að ein af undirstofnunum sem vinnur úr lekanum í Bandaríkjunum OCCRP og fjármagnar að hluta þessi alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna, sé í raun aðilinn á bak við lekann. Sú stofnun sé aftur fjármögnuð af bandaríkjastjórn og auðjöfur Soros að nafni.. 

Meininginn sé að koma höggi á Pútin (sem vel að merkja hefur skotið skjólshúsi yfir Edward Snowden og er vondur við Soros).

Hér á landi er það hinnsvega fjölmiðlafyrirtæki undir hatti háskóla Íslands hvar þeir sita sameiginlega í stjórn Kristinn Hrafnsson Wikileaks kall, og Helgi Seljan kastljóskall , sem virðist hafa tekið við upplýsingum ICIJ (mögulega frá Reykjavík Media) og kokkað upp úr þeim RÚV árásina á Sigmund Davíð. 

Í stjórn með þeim Kristni og Helga er náttúrulega líka leynigesturinn Jóhannes sem er með fyrirtækið Reykjavík Media ehf og það fyrirtæki tekur við lekaupplýsingum frá ICIJ.

Þannig hefur t.d. Kristinn Hrafnson Wikileaks kall verið að ásaka Bandaríkin um að hafa lekið þessum gögnum til að koma höggi á Pútin en um leið sjálfur notað þær til að koma höggi á Sigmund Davíð. 

Skrítið ekki satt?

Reyndar lítur út fyrir að ICIJ hafi einnig beint kastljósi heimsfjölmiðlanna að Sigmundi , ekki spillti þar fyrir viðtal laumu Jóa og til hvers að hafa alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna ef vinna þeirra hefur engin áhrif neinsstaðar? 

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/03/19/felagid_hluti_af_staerri_rannsokn/

https://www.rt.com/news/338683-wikileaks-usaid-putin-attack/

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 28.8.2016 kl. 00:30

5 identicon

Smá upprifjun af þætti Jóhannesar Kr. sem minnir á snaróðan sprengivarg sem einhverjir aðrir geta notað og otað að hentugleikum. 

Einn og sér hefði hann verið alveg máttlaus.

HVERJIR STJÓRNA RÚV?

http://www.visir.is/johannes-kr.-faldi-sig-i-sumarbustad-i-borgarfirdinum/article/2016160408916

 

Þetta er ósköp líkt og lýsingar á hvernig sprengjuvargar haga sér á undan ódæðisverkum sínum, enda af sama toga. Þarna var framið hryðjuverk á stjórnskipan landsins.

Árásin var tímasett og vel skipulögð: „81 dagur, 23 klukkustundir og 15 mínútur,“ sagði Jóhannes í viðtalinu í sumarbústaðnum sem tekið var í janúar. Var hann þá að miða við hvenær kvöldfréttir færu í loftið sunnudagskvöldið 3. apríl."

Árásarmaðurinn gerði sér grein fyrir afleiðingunum:" „Hann mun hata mig allt sitt líf,“ sagði Jóhannes Kr. meðal annars um væntanlega viðbrögð Sigmundar Davíðs við viðtalinu."

Öfgatrúarmenn hylla gjarnan sprengjuvarga.

Hverjir skyldu nú hylla Jóhannes?

Verst í þessu öllu er þó hverjir studdu Jóhannes!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 28.8.2016 kl. 00:47

6 identicon

27.8.2016. Jónas Kristjánsson.

Ekkert samsæri:

Sigmundur Davíð átti umtalsverðar eignir í skattaskjóli á aflandseyju. Stal sennilega undan skatti. Seldi þessar eignir konu sinni á einn dollar á elleftu stund fyrir gildistöku nýrra laga um slíkar eignir. Leyndi því fyrir þjóðinni. Leyndi líka fyrir þjóðinni, að eignirnar áttu kröfur í föllnu bankana. Leyndi einnig, að hann sat beggja vegna borðs, þegar ríkið skipulagði meðferð slíkra krafna. Hljóp út úr sjónvarpsviðtali, þegar allt þetta bar á góma. Það var ekki samsæri 300 innlendra og erlendra blaðamanna og George Soros gegn Sigmundi. Var bara staðfesting á ótíðindum um, að Sigmundur Davíð væri undarlega siðblindur.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.8.2016 kl. 06:08

7 identicon

smá athugasemd. sigmundur stýrði ekki  samníngaviðræðum við slitastjórnirnar heldur voru feingnir men úti bæ til þess svo hann stýrði varla alveg atburðarásinni.hitt er annað þeð var dómgreindarskortur að  fé á þessum eyjum eftir það sem undan er geingið

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 28.8.2016 kl. 07:14

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Jóna segir ekki að Sigmundur Davíð hafi stýrt samningaviðræðunum, en sem eiginmaður eins kröfuhafans og forsætisráðherra ríkisstjórnarinnar, sem stóð fyrir viðræðunum, sat hann í raun beggja vegna borðs.  

Ómar Ragnarsson, 28.8.2016 kl. 12:48

9 identicon

no.8. ómar.r. :  að nafni til var verið að semja við seðlabankann. en auðvitað er líklegt að sigmundur hafi vitað um þróun mála enda vildi hann fara gjaldþotaleiðina. á henni hefði hann græt mest en hann fékk ekki að ráða. svo hann var í bestafalli áhorfandi að samníngaviðræðunum. en auðvitað skiptir vitneskja máli

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 28.8.2016 kl. 17:28

10 identicon

Ugglaust rétt þetta með örvæntinguna.  Forsætisráðherrann fyrrverandi á tæplega upp á pallborðið í kosningum sökum afleitrar frammistöðu í umræddu viðtali.

Hins vegar ber að hafa í huga, að hin svonefndu Panamaskjöl upplýsa nánast eingöngu um eigendur hlutafélaga, skráðum í Panama, sem eiga bankareikninga á tilteknum eyjum í Karabíska hafinu.  Ekkert er í þessum skjölum um starfssemi eða rekstur téðra hlutafélaga, engar upplýsingar um færslur á viðkomandi bankareikningum.  Allt sem fram hefur komið í því efni eru útskýringar eigendanna eftir á ellegar þá getgátur fjölmiðlamanna og tilkvaddra sérfræðinga.  Skjölin sjálf gefa sögum af ólöglegri starfssemi byr undir vængi en færa ekki heim sanninn um slíkt athæfi.

(Ég bý í Bandaríkjunum, þar sem strax á öðrum degi var bent á þessa staðreynd og þar sem hugsandi menn spáðu, að þessi leki væri því bóla, sem líkleg væri til að hjaðna fljótlega.  Sú varð enda raunin á.)

Með þetta veganesti héldu svonefndir rannsóknarblaðamenn á fund íslenska forsætisráðherrans, fullvissir um hann hefði framið lögbrot (án þess að vita það), býsna einbeittir í að fá hann amk. til að neita slíku.

Nú má vel vera, að forsætisráðherrann hafi framið lögbrot, en rannsóknarblaðamönnunum hefur ekki tekist að færa sönnur á það enn sem komið er í það minnsta.

Óneitanlega minnir þessi gjörningur á 'rannsókn', sem rannsóknarblaðamaðurinn gerði fyrir Kastljós ekki alls fyrir löngu um meinta spillingu og misferli við þróun og uppsetningu fjárhagskerfis ríkisins.  Þar var blaðamaðurinn uppvís að slíkri fávísi um efnið, að ekki stóð steinn yfir steini varðandi niðurstöðu rannsóknarinnar.  Sama var í rauninni upp á teningnum hér, lagt upp með aðdróttanir án sannana og að því er virðist, án þess að skilja rannsóknarefnið til fullnustu.

Þetta er ræsisblaðamennska, vinnubrögð, sem eru ámælisverð.  Einkum og sérílagi ámælisvert, að Ríkisútvarpið skuli hafa stundað svona vinnubrögð.  Eftir höfðinu dansa limirnir og því eru það sérstök vonbrigði, að Þóra Arnórsdóttir skuli hafa stjórnað málum fyrir hönd almennings.  Kannski ekki síst sökum þess, að maður treysti henni til að verða forseti Íslands fyrir nokkrum árum.  Það voru greinilega mistök.

Meðal annarra orða, stöðug vörn Ríkisútvarpsins, þegar á það er blásið, veit ekki á gott.  Manni virðist starfsfólki útvarpsins gersamlega um megn að segjast geta gert betur.  Það á reyndar við um fjölmiðla á Íslandi almennt - svo kannski er það sammerkt landsmönnum.

Með KR kveðju.

Magnús Þrándur Þórðarson (IP-tala skráð) 28.8.2016 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband