29.8.2016 | 20:14
Neyðarsendar eru ekki alfullkomnir.
Þegar neyðarsendar voru settir um borð í íslenskar flugvélar fyrir rúmlega 40 árum, var mikill framför fólgin í því. Þeir fara sjálfvirkt í gang við högg af ákveðnum styrkleika.
Einnig geta flugmenn gangsett þá, ef þeir komast að þeim.
En sendarnir eru ekki alfullkomnir.
Þegar flugvélin TF-ROM fórst við Þverárvötn á Tvídægru vorið 1973, fór neyðarsendirinn ekki í gang og torveldaði það leit að vélinni mjög og dreifði henni yfir feiknastórt svæði, svo að það dróst í marga daga að finna vélina.
Í ljós kom að sendirinn lenti í vatni og því komst engin sending frá honum.
Í öðru alvarlegu flugslysi, þar sem flugvél rak niður lendingarbúnað og fór á hvolf, fór neyðarsendir heldur ekki í gang, og hefur ekki fengist nákvæm skýring á því.
Þegar sendir fer í gang í flugvél, verður oft hljóðræn truflun af því í gegnum fjarskiptatæki, en ekki er að sjá að það hafi gerst í flugvélinni, sem sendi frá sér neyðrmerki í gær.
Harkaleg lending, ókyrrð eða mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.