Vörn gegn ósköpunum: Barnamatur fyrir hringferð um Ísland.

Að mörgu þurfti að hyggja þegar ég fór snögga hringferð eftir hringveginum um daginn á rúmum sólarhring.Léttir á Djæpavogi

 

Þrjár leiðir komu til greina milli Egilsstaða og Djúpavogs, Öxi, þjóðvegur 1 um Breiðdalsheiði og Fjarðaleið um Reyðarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Stöðvarfjörð og Berufjörð. 

Öxi 61 kílómetra styttri en þjóðvegur 1 og Fjarðaleið 10 kílómetrum lengri en þjóðvegur 1. 

Öryggissjónarmið réðu því að Fjarðaleið varð fyrir valinu, langstysti malarkaflinn. DSCN7954

Á bifhjóli með litlum hjólum getur verið varasamt að mæta bílum í bröttum malarbrekkum. 

Annað sjónarmið var að sýna hve miklu ódýrara var að fara á hjóli en á bíl og vera samt á þjóðvegahraða. 

Þessi krafa náði líka til matarins, sem krefst orku, peninga og tíma í biðröðum í sjoppum. 

Ég ákvað því að nærast nær eingöngu á mat, sem ég hefði með mér að heiman og kostaði mun minna fyrir þessa 31 klukkustund en ef ég hefði verið heima og borðað heima hjá mér. 

Fyrir valinu urðu tveir pakkar af barnamat, sem ég drakk "dry" úr pökkunum og blandaði með vatni úr flösku á staðnum. Hafði lika með mér einn lítra af Kóki og einn rúsínupakka. DSCN7953

Svo mikil orka er í barnamatspakka, að einn hefði farið langt með að duga alla leiðina.  

Ég nærðist aðeins á fjórun stöðum á leiðinni, Akureyri, Egilsstöðum, Djúpavogi og Nesjum í Hornafirði. Bloggaði og sinnti netsamskiptum á Akureyri, Egilsstöðum og í Hornafirði.

Græðgisokrið, sem hefur gripið þjóðina og speglast í að rukka um 100 þúsund kall þá sem fara um eyðisand að flugvélarflaki, er víða yfirgengilegt.

Stundum er engu líkara en að fólk sé að ganga af göflunum.

Sumir myndu kannski segja, að sá, sem raðaði jafn fáránlegu nesti í fararskjóta sinn og sjá má á myndunum hér á síðunni, sem teknar voru við bensínstöðina á Djúpavogi áður en sjoppan var opnuð, hafi sjálfur verið genginn af göflunum, en öðruvísi var ekki hægt að tryggja það að fara hringinn á lágmarkstíma og jafnframt fyrir lágmarkskostnað.  

 

 

 

 


mbl.is Krafinn um 100.000 á Sólheimasandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson hefur graðgað í sig Prins Póló og kók fyrir sextán milljónir króna á núvirði, miðað við 50 þúsund 39 gramma Prins Póló á 70 krónur stykkið og 50 þúsund kók fyrir 250 krónur flöskuna.

Þorsteinn Briem, 30.8.2016 kl. 01:54

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Banna ætti það gríðarlega þjóðfélagslega mein sem sala á Prins Pólói og kóki er í matvöruverslunum hér á Íslandi, þar sem salan veldur miklu heilsutjóni fjölmargra Íslendinga, samfélagslegum kostnaði og sjúkrahússvist vegna offitu og sykursýki.

Margar fjölskyldur hafa komist á vonarvöl vegna þessarar fíkniefnaneyslu og mikilla fjárútláta.

Eins og dæmin sanna.

Þorsteinn Briem, 30.8.2016 kl. 01:55

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef ekki étið nema eitt prins póló á viku síðustu sex árin og síðustu árin kaupi ég Kók Seró á rúmar 200 krónur tveggja lítra flöskuna í Bónusi og helli úr henni í minni hálfs lítra flöskur. 

Í hringferðinni gerði ég undantekningu til þess að vera vel vakandi með því að kaupa einn lítra af "the real thing". Drepst varla af völdum þeirrar undantekningar. 

Ómar Ragnarsson, 30.8.2016 kl. 02:03

4 identicon

 hvernig var klæðnaðurinn í ferðinn

Pálmi Hannesson (IP-tala skráð) 30.8.2016 kl. 18:05

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Klæðnaðurinn var hlýr og skjólgóður til að þola grenjandi rigningu á 90 km hraða ef svo bæri undir.

Þegar ég fékk mér þetta hjól stóð fremst í handbókinni, sem fylgdi því, krafa Honda um að ekki yrði hjólað á hjólinu nema að vera með fullkominn, lokaðan hjálm og vera í góðum vélhjólastígvélum, sem hlífa ökklunum. 

Eftir að bíl var ekið á mig á rafreiðhjólinu mínu í vetur, lemstraðist ég með blæðingum á sex stöðum innvortist og fimm útvortis, og ökklabrotnaði. 

Braut framrúðu bílsins með hjálmi mínum. Vissi því eftir slysið að hlífðarstígvél hefðu komið í veg fyrir ökklabrotið. 

Ég hlýddi því framleiðandanum og fékk mér stígvél þegar ég fór að nota bifhjólið og nota bæði þau og fullkominn lokaðan hjálm bæði á rafreiðhjólinu og vespuhjólinu.

Best hefði verið að fá sér almennilegan vélhjóla-leðurgalla, en ég átti ekki fyrir honum. 

Ég var innst klæddur í þunnan heilerma ullarbol, utar í skyrtu, vesti, jakka og svarta úlpu, með firnastóran ullartrefil sem náðið niður fyrir klof, og yst í vatnsheldan regnstakk. 

Klæddur í þunnar ullarnærbuxur, buxur og yst í vatnsheldar buxur.

Það er talsverður munur á því að ferðast innanbæjar á svona hjóli eða að vera á 80-90 km hraða tímunum saman á þjóðvegunum.

En í öllum tilfellum er auðvelt að fækka fötum eða fjölga með því að doka stundarkorn við.  

Ómar Ragnarsson, 30.8.2016 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband