30.8.2016 | 09:04
Guðmundur yfirvegaður.
Það hefði verið freistandi fyrir Guðmund Guðmundsson að taka slaginn við Ulrik Wilbek á áberandi hátt og láta hann finna til tevatnsins vegna hinnar ótrúlegu framkomu hins fyrrverandi landsliðsþjálfara.
En Guðmundur þurfti þess ekki og kemur því algerlega óskaddaður út úr hinni furðulegu uppákomu.
Þetta sýnir rósemi hugans, yfirvegun og ískalt stöðumat hjá Guðmundi, sem gerði sér grein fyrir firnasterkri stöðu sinni, lyfti sér yfir deilurnar og forðaðist að taka undir gagnrýnisraddir og ádeilu á Wilbek.
Með því lét hann Wilbek einan um að grafa sína gröf.
Wilbek er hættur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þorsteinn Briem, 1.9.2016 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.