Meirihluti bæði í borginni og utan hennar.

Munurinn á því að hafa Reykjavíkurflugvöll áfram þar sem hann er eða að reisa byggð á svæðinu er sá, að það að ef völlurinn fær að vera áfram, kemur það ekki í veg fyrir það að einhvern tíma rísi þar byggð ef meirihluti verður því í framtíðinni, -  en ef hins vegar völlurinn er lagður niður og reist þar byggð, verður ekki aftur snúið með það. 

Í mörg undanfarin ár hafa skoðanakannanir sýnt, að bæði er drjúgur meirihluti hjá borgarbúum sjálfum og á landsbyggðinni fyrir því að völlurinn verði áfram þar sem hann er. 

Það á að heita lýðræði í landinu, og hvers vegna má þjóðin ekki taka ákvörðun um þetta mál sjálf í þjóðaratkvæðagreiðslu?


mbl.is Vilja aðkomu þjóðar að flugvallarmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skil ekki þessa þrjósku í Degi og hans liði. Mér óskiljanlegt. Flugvöllurinn er stærsta “attraction” Reykjavíkur. Ekki Laugavegurinn, Tjörnin, Perlan, Hallgrímskirkja eða Harpa. Nei, það er flugvöllurinn, svona nærri “city centre.”

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.8.2016 kl. 00:01

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... hvers vegna má þjóðin ekki taka ákvörðun um þetta mál sjálf í þjóðaratkvæðagreiðslu?"

Búið að svara þessu hér mörgum sinnum.

Þorsteinn Briem, 31.8.2016 kl. 00:03

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Skil ekki þessa þrjósku í Degi og hans liði. Mér óskiljanlegt."

Þ
ú ert ekki Reykvíkingur, Haukur Kristinsson. Hvert er lið borgarstjórans í Reykjavík?! Það er mikill meirihluti Reykvíkinga, sem hafa kosið í Reykjavík en ekki á Húsavík eða í Sviss.

Þorsteinn Briem, 31.8.2016 kl. 00:08

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í mörg undanfarin ár hafa skoðanakannanir sýnt ..."

Skoðanakannanir eru ekki kosningar, sem hafa nú þegar farið fram hér í Reykjavík um flugvöllinn á Vatnsmýrarsvæðinu.

Og samningar á milli ríkisins og Reykjavíkurborgar hafa verið gerðir á grundvelli þessara kosninga en ekki samkvæmt einhverjum skoðanakönnunum.

En að sjálfsögðu vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hvorki virða samninga né kosningar.

Ef skoðanakannanir væru hins vegar kosningar væri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins löngu fallin.

Þorsteinn Briem, 31.8.2016 kl. 00:22

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kosning um Reykjavíkurflugvöll fór fram og spurt var hvort flugvöllurinn ætti að fara af Vatnsmýrarsvæðinu eftir árið 2016 og eftir því hefur verið unnið og samningar gerðir á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins.

Þorsteinn Briem, 31.8.2016 kl. 00:26

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.3.2001:

kosningunni, sem var rafræn, var hægt að kjósa á milli þriggja kosta.

Í fyrsta lagi að flugvöllur yrði áfram í Vatnsmýri eftir 2016.

Í öðru lagi að flugvöllur færi úr Vatnsmýri eftir árið 2016 og í þriðja lagi var hægt að skila auðu."

Meirihlutinn vill flugvöllinn burt í kosningum um framtíð Vatnsmýrarsvæðisins og staðsetningu flugvallarins

Þorsteinn Briem, 31.8.2016 kl. 00:28

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson segir að ekkert sé að marka kosningarnar í mars 2001 um flugvöllinn á Vatnsmýrarsvæðinu, þar sem þessar kosningar séu ekki nýlegar.

Skipulag á flugvallarsvæðinu er að sjálfsögðu gert til langs tíma en ekki til nokkurra ára og fjórar borgarstjórnarkosningar hafa farið fram hér í Reykjavík á þessu tímabili.

Meirihluti borgarfulltrúa hefur allan tímann viljað að flugvöllurinn fari af Vatnsmýrarsvæðinu og þetta mál er stærsta málið í öllum  þessum borgarstjórnarkosningum.

Þar af leiðandi hefur að sjálfsögðu verið kosið um flugvallarmálið í öllum kosningunum.

Sumir skoðanabræðra Ómars Ragnarssonar í þessu máli hafa reynt að tefja það að flugvöllurinn fari af Vatnsmýrarsvæðinu með löngum málaferlum, sem þeir hafa tapað en vilja að sjálfsögðu ekki sætta sig við það.

Og þá kemur að sjálfsögðu söngur þeirra um að langt sé liðið frá kosningunum um flugvöllinn.

Því meira sem þeir tefji málið því betra að þeirra dómi, því þá sé lengra liðið frá sérstökum kosningum um málið.

Þorsteinn Briem, 31.8.2016 kl. 01:04

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... hafa skoðanakannanir sýnt ..."

Ekki ætti að vera til betri skoðanakönnun um flugvöllinn á Vstnsmýrarsvæðinu en þessi undirskriftasöfnun með öllum sínum auglýsingum:

Undirskriftir árið 2013 um Reykjavíkurflugvöll voru um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í síðustu alþingiskosningum.

20.9.2013:

"Rétt rúmlega 20 þúsund Reykvíkingar skrifuðu undir á síðuna lending.is.

Að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns undirskriftarsöfnunarinnar höfðu 20.626 Reykvíkingar skrifað undir en um tvö prósent þeirra eru yngri en 18 ára og hafa því ekki náð löglegum kosningaaldri.

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru tæplega 88 þúsund manns á kjörskrá í Reykjavík árið 2009, engar nýrri tölur er að finna á síðunni.

En ef miðað er við þær tölur má ætla að tæplega 23% kosningabærra Reykvíkinga hafi skrifað undir til þess að mótmæla flutningi flugvallarins."

Þorsteinn Briem, 31.8.2016 kl. 01:18

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfsagt að hefja einnig málaferli um þetta mál bæði fyrir héraðsdómi og Hæstarétti og kyrja svo sönginn um að svo langt sé lið frá sérstökum kosningum um flugvallarmálið að ekkert sé að marka þessar kosningar:

19.8.2016:

"Reykjavíkurborg hefur keypt landsvæði í Skerjafirði þar sem flugbrautin 06/24 er en henni hefur nú verið lokað."

"Afsal og kaupsamningur var gerður í síðustu viku og hvort tveggja, ásamt eldri samningum um málið, var kynnt á fundi borgarráðs í gær.

Kaupsamningurinn byggir á "Samkomulagi um skipulag og uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð" sem gert var á milli ríkis og Reykjavíkurborgar 1. mars 2013.

Í því er kveðið á um greiðslu kaupverðs og útgáfu afsals eftir að tilkynnt hefur verið formlega um lokun brautarinnar.

Greiðsla hefur nú verið innt af hendi og afsal undirritað."

Þorsteinn Briem, 31.8.2016 kl. 01:32

10 identicon

Flugvöllur í miðbæ reykjavíkur er landsmönnum álìka mikilvægur og reiðhjól er fyrir fisk.  Þetta er kreddufull ìhaldsemi sem gamlir kverúlantar hafa bitið í sig og hanga á eins og hundur á roði.  Lãta eins og 40 mìnútna akstur frá keflavík fyrir einhver möppudýr og partýpésa muni gera landið óbyggilegt.  Ekki bara þreyttur málflutningur og heimskulegur, heldur líka hallærislegur og sjãlfhverfur.

Bjarni (IP-tala skráð) 31.8.2016 kl. 01:48

11 identicon

Hætta þessari flugvallrstarfsemi í Reykjavík.Byggja landsspítala í Hafnaf (fyrir utan geðdeild hún áfram í rvk fyrir S briem)Flugvöll í Hafnarfirði

VM (IP-tala skráð) 31.8.2016 kl. 02:56

12 identicon

Íslensk pólitík í hnotskurn.

Minnihluti raedur og meirihluti

á ad halda kjafti vegna thess ad minnihluti

veit mest og best.

Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 31.8.2016 kl. 08:27

13 identicon

Steini Briem (00:08). Ég skil þá afstöðu að skoðanir Reykvíkinga ættu að hafa meira vægi en landsbyggðarinnar um þetta mál. En er það svo að meirihluti íbúa höfuðborgarinnar vilji að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni? Kveðja, HK.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.8.2016 kl. 11:53

14 identicon

Ef neyðarbrautin helst áfram lokuð er ekki spurning hvort mannslífum sé stefnt í hættu heldur bara hvenær það verður. Hvert á að fara með sjúklinga í lífshættu utan af landi í slæmum veðurskilyrðum? Aftur heim eða láta þá bara eiga sig? Hvar er manngæska þeirra sem ekki geta sett sig i spor þessara sjúklinga og aðstandenda þeirra? Sem betur fer er mikil meirihluti allra Íslendinga það skynsamur að sjá þetta og þá þolir minnihlutinn það ekki og vill ekki sjá þjóðaratkvæðagreiðslu. Hagsmuni  hverra er það að vernda, væntanlega ekki meirihluta borgarbúa sem vilja hafa flugvöllinn áfram. Nú er rétt að Alþingi segi hingað og ekki lengra,svona gera menn bara ekki.

Jói (IP-tala skráð) 31.8.2016 kl. 13:45

15 identicon

Hvert á að fara með sjúklinga í lífshættu utan af landi í slæmum veðurskilyrðum?

Hingað til hefur ekki verið farið með þá af sjúkrahúsinu sem þeir eru á. En allt sjúkraflug með flugvélum er flutningur sjúklinga milli sjúkrahúsa. Og sá flutningur fer ekki fram nema sjúklingurinn sé stöðugur og ekki í lífshættu. Oftast væri hægt að nota sjúkrabíl ef byggðarlögin mættu missa hann.

Davið12 (IP-tala skráð) 31.8.2016 kl. 14:02

16 identicon

Kannski þessi misskilningur hjá Davíð12 sé ein ástæðan fyrir því að sumum finnst í lagi að loka brautinni (og flugvellinum).

En staðreyndin er sú að um sjúkraflugið gildir það sama og sjúkrabílinn sem maður mætir á götum borgarinnar; stundum er hann að flytja sjúklinga milli staða, stundum að flytja bráðveikann eða stórslasaðan mann á spítala til að reyna að bjarga lífi viðkomandi.

ls (IP-tala skráð) 31.8.2016 kl. 14:40

17 identicon

Sjúkrabílinn sem maður mætir á götum borgarinnar er líkari þyrlu að því leiti að hann fer hvert sem er og sækir stórslasaða til að færa á sjúkrahús. Flugvélar lenda ekki hvar sem er í öllum veðrum til að taka upp stórslasaða. Flugvélar eru bundnar við flugvelli og þá er sjúkrahús, þaðan sem sjúklingurinn kemur, nálægt. Ekkert sjúkrahús sendir frá sér stórslasaða í lífshættu. Og  stórslasösuðum í lífshættu er fyrst ekið í bíl eða flogið með þyrlu á næsta sjúkrahús. Þar er hann meðhöndlaður og þegar hann er úr bráðri lífshættu og talinn þola frekari flutning fer hann í sjúkraflug sé þess þörf.

Davið12 (IP-tala skráð) 31.8.2016 kl. 15:51

18 identicon

Það eru gefnar út skýrslur um sjúkraflug og ef þú leitar aðeins á netinu finnur þú örugglega t.d. skýrsluna um sjúkraflug á síðasta ári. Tilvalið að lesa hana.

ls (IP-tala skráð) 31.8.2016 kl. 16:31

19 identicon

Það er hins vegar því miður algengur misskilningur að allur bráðaflutningur utanaf landi sé í þyrlum, helgast kannski af því að af slíkum flutningi eru sagðar fréttir, en sjúkraflug þykir ekki fréttnæmt.

ls (IP-tala skráð) 31.8.2016 kl. 16:36

20 Smámynd: Benedikt V. Warén

Enginn heilvita stjórnmálamaður munu ljá máls á því, að byggja annan flugvöll á Reykjavíkursvæðinu fyrir fjármuni ríkisins.  Ef eitthvað er að marka verðmæti Vatnsmýrarinnar, er það verkefni Reykjavíkurborgar að finna nýnan stað og kosta uppbyggingu nýs flugvallar með mannvirkjum og búnaði sem til þarf.  Ágóðinn vegna lóðanna í Vatnsmýrinni er sagður slíkur, að það ætti ekki að vefjast fyrir stjórn Reykjavíkurborgar að byggja einn flugvöll.

 

Ef Reykjavíkurflugvöllurinn verður aflagður og ekkert kemur í stað hans, á náttúrulega að byggja upp hátæknisjúkrahúsið á Egilsstöðum, þar sem ekkert sjúkrahús er fyrir, en fínn flugvöllur og nægt rými fyrir neyðarbrautir.  Meira að segja er hægt er að nota Hringbrautarteikningarnar og heimfæra þær við Egilsstaði án mikillar aukavinnu.

 

Þá loksins fá Reykvíkingar að upplifa þann yndilega unað, að fá að hendast fársjúkir um Reykjanesbrautina í öllum veðrum, eða með lest sömu leið, til að fjúga í klukkustund á hátæknisjúkrahúsið á Egilsstöðum.  

 

Verði ykkur að góðu.

Benedikt V. Warén, 1.9.2016 kl. 07:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband