Stalín þurfti ekkert svona.

Harðsnúnustu einræðisherrar heims beita ýmsum ráðum til þess að tryggja alræðisvöld sín og víla ekkert fyrir sér. 

Sagt er að Kim Yong-Jin hafi verið líflátinn fyrir að dotta undir ræðu Kom Jong-un, en eitthvað fleira var tínt til af því sem hefði brotið af sér. En uppgefnar ástæður voru 

Fjöldi þeirra sem Stalín lét drepa var slíkur, að það er óhugsandi að þeir hafi allir verið sekir um það sem þeim var refsað fyrir.

Hann lét fjarlægja meira en 70 prósent yfirmanna í Rauða hernum, og þessi blóðtaka, sem hafði lamandi áhrif á herinn, var ein af ástæðum þess hve herfilega Rússum gekk að verjast innrás Hitlers 1941, svo að við lá að stríðið tapaðist. 

Það var aldrei gefið nákvæmlega upp hvað Ernst Röhm, foringi SA-sveitanna, sem höfðu fram til ársins 1934 verið hryggjarstykkið í þeim liðsafla, sem stóð að baki Hitler, hefði gert af sér.

En "nótt hinna löngu hnífa" voru hann og fjölmargir aðrir í sveitunum, drepnir af útsendurum Hitlers á miskunnarlausan hátt, að því er virtist eingöngu vegna sjúklegrar vænisýki Foringjans.

Og í kjölfarið gat Hitler látið stofna þúsund manna lífvarðaveit og láta SS-sveitirnar undir stjórn hins viðbjóðslega Heinrich Himmlers verða að hrikalegustu morðsveitum allra tíma.

Svona "hreinsanir" eins og þær eru oft kallaðar, eru aðferð harðstjóra til þess að skapa svo mikinn ótta, að ekki sé hætta á því að harðstjórninni verði hrundið.

Í leyniræðu Nikita Krústjoffs 1956 var aðferðum Stalíns lýst fyrir lokuðum hópi forystumanna sovéska kommúnistaflokksins til þess að leggja grunn að því að reynt yrði að lina á kúguninni og ógnarstjórninni.   


mbl.is Sofnaði á fundi og tekinn af lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvað er rétt og hvað er rangt með stalín veit ég ekki en hann var í vondri stöðu það var mikil upplausn í rússlandi og margir rauðliðar vildu skipta landinu upp í smærri einíngar einsog gerðist síðar hann  var eingin eingill en varð að velja að sundra ríkinu eða brjóta menn niður senilga liffði lenín ekki nógu leingi

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 31.8.2016 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband