Byggt á misskilningi.

Þeir, sem gefa nú ferðaviðvörun til Íslands vegna skjálftahrinu í Kötlu, vita greinilega ekki, að í gosunum í Eyjafjallajökli 2010 og Grímsvötnum 2011, slapp Ísland betur en flest lönd í norðanverðri Evrópu, vegna þess að askan barst þangað. 

Ætti þess vegna alveg eins að gafa út ferðaviðvaranir vegna flugs á milli þessara landa eins og ferða til Íslands. 

En annar misskilningur er líka á ferðinni varðandi hættuna af Kötlu og fleiri íslenskum eldfjöllum. 

Hættan á eldgosum á Íslandi er nefnilega í grundvallaratriðum viðvarandi, þótt vitað sé, að með rýrnun Vatnajökuls muni eldsumbrotum fjölga undir jöklinum og norður af honum. 

Hekla var komin á tíma fyrir nokkrum árum og hefur getað og getur áfram gosið hvenær sem er með mest klukkustundar fyrirvara. 

Katla var komin á tíma fyrir áratugum og því ómögulegt að spá um það hvort þessi skjálftahrina núna sé nokkuð frekar fyrirboði um gos en svipuð skjálftahrina fyrir fjórum áratugum. 

Annað hvort ættu erlendir fjölmiðlar að hætta að gefa út ferðaviðvaranir vegna eldgosahættu á Íslandi, eða láta viðvörun vera stanslaust í gildi. 

Hið síðarnefnda myndi hins vegar draga broddinn úr mikilvægi málsins af því að vitað er, að ekkert eldgos er í gangi á Íslandi í um 90 prósent hverrar aldar. 


mbl.is Ferðaviðvaranir í til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband