Hvað gera repúblikanar?

Donald Trump og Republikanar á Bandaríkjaþingi hafa sýnt einstaka þvermóðsku gagnvart því sem hefur verið að gerast í loftslagsmálum jarðarinnar. 

Þar á bæ ríkir mikil afneitun gagnvart því sem kemur æ betur í ljós, minnkandi jöklar, vaxandi lofthiti, hækkandi sjávarborð (sjá blogg Haraldar Sigurðssonar), súrnun sjávar og mesta magn koltvísýrings í andrúmloftinu í 800 þúsund ár, ef ekki lengur. 

Bandaríkjaþing eyðilagði viðleitni Clintons og Gore til að styðja og styrkja Cyoto-sáttmálann, og í raun hafa allar ráðstefnurnar og fundirnir um þessi mál skilað sáralitlu á heimsvísu. 

Það eru meira að segja færð rök að því að Parísarsamkomulagið nái alltof skammt, jafnvel þótt það verði framkvæmt af þorra mannkyns. 


mbl.is Bandaríkin og Kína skrifa undir Parísarsamkomulagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Very rich is Donald Trump,
not as smart as Forrest Gump,
a big fool,
never cool,
finally they will him dump.

Þorsteinn Briem, 4.9.2016 kl. 03:40

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.3.2016:

"Meiri­hluti Íslend­inga myndi kjósa Hillary Cl­int­on sem næsta for­seta Banda­ríkj­anna ef þeir hefðu kosn­inga­rétt í land­inu eða 53%.

Þetta kem­ur fram í niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar Maskínu.

Rúm­lega 38% myndu hins veg­ar kjósa keppi­naut henn­ar um að verða for­setafram­bjóðandi Demó­krata­flokks­ins, Bernie Sand­ers.

Þá myndu 4-5% styðja auðkýf­ing­inn Don­ald Trump sem notið hef­ur mests fylg­is í for­vali Re­públi­kana­flokks­ins."

Einungis um 5% Íslendinga myndu kjósa Donald Trump

Þorsteinn Briem, 4.9.2016 kl. 03:41

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í gær:

"Samningur um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda var samþykktur á alþjóðlegu loftslagsráðstefnunni í París í desember í fyrra.

Síðan hafa 180 ríki undirritað samninginn, þar á meðal Ísland.

Aðeins 26 ríki hafa þó formlega lögfest hann, Kína og Bandaríkin þar á meðal.

Samtals láta þau ríki frá sér 39% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda.

Til að samningurinn öðlist gildi formlega þurfa að fullgilda hann 55 ríki sem láta samtals frá sér meira en 55% af heildarlosun.

Þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um fullgildingu Parísarsamningsins var dreift á Alþingi í gær.

Samkvæmt tilkynningu utanríkisráðuneytisins er vonast til að Ísland fullgildi samninginn sem fyrst."

Þorsteinn Briem, 4.9.2016 kl. 04:31

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Top 10 CO2 emitters

Þorsteinn Briem, 4.9.2016 kl. 04:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband