4.9.2016 | 03:29
Hvað gera repúblikanar?
Donald Trump og Republikanar á Bandaríkjaþingi hafa sýnt einstaka þvermóðsku gagnvart því sem hefur verið að gerast í loftslagsmálum jarðarinnar.
Þar á bæ ríkir mikil afneitun gagnvart því sem kemur æ betur í ljós, minnkandi jöklar, vaxandi lofthiti, hækkandi sjávarborð (sjá blogg Haraldar Sigurðssonar), súrnun sjávar og mesta magn koltvísýrings í andrúmloftinu í 800 þúsund ár, ef ekki lengur.
Bandaríkjaþing eyðilagði viðleitni Clintons og Gore til að styðja og styrkja Cyoto-sáttmálann, og í raun hafa allar ráðstefnurnar og fundirnir um þessi mál skilað sáralitlu á heimsvísu.
Það eru meira að segja færð rök að því að Parísarsamkomulagið nái alltof skammt, jafnvel þótt það verði framkvæmt af þorra mannkyns.
Bandaríkin og Kína skrifa undir Parísarsamkomulagið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Very rich is Donald Trump,
not as smart as Forrest Gump,
a big fool,
never cool,
finally they will him dump.
Þorsteinn Briem, 4.9.2016 kl. 03:40
23.3.2016:
"Meirihluti Íslendinga myndi kjósa Hillary Clinton sem næsta forseta Bandaríkjanna ef þeir hefðu kosningarétt í landinu eða 53%.
Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Maskínu.
Rúmlega 38% myndu hins vegar kjósa keppinaut hennar um að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, Bernie Sanders.
Þá myndu 4-5% styðja auðkýfinginn Donald Trump sem notið hefur mests fylgis í forvali Repúblikanaflokksins."
Einungis um 5% Íslendinga myndu kjósa Donald Trump
Þorsteinn Briem, 4.9.2016 kl. 03:41
Í gær:
"Samningur um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda var samþykktur á alþjóðlegu loftslagsráðstefnunni í París í desember í fyrra.
Síðan hafa 180 ríki undirritað samninginn, þar á meðal Ísland.
Aðeins 26 ríki hafa þó formlega lögfest hann, Kína og Bandaríkin þar á meðal.
Samtals láta þau ríki frá sér 39% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda.
Til að samningurinn öðlist gildi formlega þurfa að fullgilda hann 55 ríki sem láta samtals frá sér meira en 55% af heildarlosun.
Þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um fullgildingu Parísarsamningsins var dreift á Alþingi í gær.
Samkvæmt tilkynningu utanríkisráðuneytisins er vonast til að Ísland fullgildi samninginn sem fyrst."
Þorsteinn Briem, 4.9.2016 kl. 04:31
Þorsteinn Briem, 4.9.2016 kl. 04:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.