5.9.2016 | 10:50
Af hverju endurupptakan er æpandi nauðsyn.
Það yrði stórslys í íslenskri réttarsögu og þjóðarsögu ef Guðmundar- og Geirfinnsmálið yrði ekki endurupptekið.
Síðan bókin Hyldýpið kom út hafa þrjú sterk vitni haft samband við mig sem búa öll yfir vitnisburðum um málið út frá þremur sjónarhornum, sem verður að láta þau lýsa í nýrri rannsókn.
Eitt þessara vitna er sérstaklega mikilvægt.
Öll vitnin eiga það sameiginlegt, að í rannsókn málsins var ýmist ekki talað við þau eða, að það sem þau geta nú bent á, var ekki talið rannsóknarvert, líklega af því búið var með aðferðum á borð við 512 daga einangrun eins sakborningsins að knýja fram játningar, sem voru þjóðinni svo mjög að akapi, að dómsmálaráðherrann lýsti því yfir að þungu fargi væri létt af henni.
Vitnin eru nú að nálgast áttrætt. Ef ekki verður talað við þau nú, munu frásagnir þeirra glatast til ómælanlegs tjóns fyrir málið.
Það má ekki gerast.
Upphaflega rannsóknin var svo stórgölluð á alla lund, að það er æpandi nauðsyn á að málið verði allt tekið upp að nýju. Þó ekki væri nema til þess að niðurstaðan á sínum tíma væri dæmd ógild og málið óupplýst.
Lokafundur um Guðmundar- og Geirfinnsmál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rólegan æsing. Ertu ekki búinn að liggja á þessum upplýsingum í mörg ár? Það er ekki eins og að Sævar Ciesielski vakni til lífsins þó að bókin komi í búðir.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.9.2016 kl. 11:04
Nei, Elín, rólegan æsing sjálf. Ég er að segja í þessum bloggpistli að þessi þrjú vitni séu fyrst núna að snúa sér til mín. Málið snýst um æru þeirra, lífs eða liðinna, sem voru sakfelldir.
Ómar Ragnarsson, 5.9.2016 kl. 11:39
Þetta er alveg rétt hjá þér, Ómar.
En þarft þú þá ekki að koma upplýsingum um frásagnir þessara þriggja vitna til endurupptökunefndarinnar, lögreglunnar eða setts ríkissaksóknara? Eða þá heldur að hvetja þau þrjú til hafa samband við eitthvert þessara embætta?
Hvernig ætti annars nokkrum að detta í hug að hafa samband við þau?
Magnús Þór (IP-tala skráð) 5.9.2016 kl. 12:50
"dýfðu svo hausnum á mér ofaní og spurðu hvað ég hefði gert við líkin, tóku um lappirnar á mér og héldu mér ofan í vaskinum, aftur og aftur.“ Sævar Ciesielski
Hvernig er þetta hægt, Ómar? Kannski ný meðferð skýri það fyrir okkur sem ekki erum í eins miklum vafa um stórgalla rannsóknarinnar og þú.
Ég tek fram að þetta voru lögfræðingar sem "dýfðu" Sævari á þennan hátt, ekki sérlega fílefldir, og ekki var Sævar handleggjalaus eða með hendur bundnar fyrir aftan bak.
FORNLEIFUR, 5.9.2016 kl. 12:50
Gallar á rannsókn sanna ekki sakleysi og sögur huldumanna eru ekkert annað en sögur. Til endurupptöku þarf sannanir sem hefðu hugsanlega leitt til sýknu. Sögur sem við kunnum að heyra eru ekki sönnunargögn og skoðanir ekki heldur.
Hábeinn (IP-tala skráð) 5.9.2016 kl. 13:22
Þeir sem sátu í gæsluvarðhaldi vegna Geirfinnsmálsins og Guðmundarmálsins eru allir saklausir, þar sem sekt þeirra hefur ekki verið sönnuð.
Og á þeim voru framin gróf mannréttindabrot.
"Rétturinn til réttlátra réttarhalda byggir á mörgu, eins og því hvernig sönnunargögnin eru kynnt, hegðun réttarmeðlima, almennings og fjölmiðla."
"Að vera álitinn saklaus þar til sekt er sönnuð.
Réttur þessi byggir á því að dómarar gæti þess að fordómar hafi ekki áhrif á úrskurð þeirra. Þetta á einnig við um aðra opinbera starfsmenn.
Í þessu felst að opinber yfirvöld, sérstaklega lögregla og saksóknarar, láti ekki í ljós skoðanir sínar á sakhæfi sakbornings fyrr en að réttarhöldum loknum.
Jafnframt felur rétturinn í sér að yfirvöldum beri skylda til að koma í veg fyrir að fjölmiðlar eða valdamiklir hópar í samfélaginu hafi áhrif á framvindu málsins."
Réttur til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi - Ýmis mannréttindi
Þorsteinn Briem, 5.9.2016 kl. 19:46
"Þegar um er að ræða sakamál er lögð rík áhersla á það sjónarmið að dómur sé byggður á réttum forsendum, þannig að saklaus maður verði ekki dæmdur fyrir brot sem hann hefur ekki framið."
"Í 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu skal maður, sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi, talinn saklaus þar til sekt hefur verið sönnuð."
Um lög og rétt. - Réttarfar, Eiríkur Tómasson, 2. útg., bls. 202-204.
Þorsteinn Briem, 5.9.2016 kl. 19:48
15.9.1976:
"Karl Schütz kom hingað til lands fyrir nokkrum vikum að ósk ríkisstjórnarinnar í þeim tilgangi að veita aðstoð við rannsókn Geirfinnsmálsins og Guðmundarmálsins."
Alþýðublaðið 15.9.1976
Ráðuneyti Geirs Hallgrímssonar 1974-1978
Þorsteinn Briem, 5.9.2016 kl. 19:56
"Karl Schütz var að eigin sögn sérfræðingur í að "vernda æðstu ráðamenn Sambandslýðveldisins og upplýsa mál sem vörðuðu öryggi ríkisins".
Þegar hann var farinn af landi brott lýsti hann því yfir í viðtali við þýskt síðdegisblað að meðferð gæsluvarðhaldsfanganna hafi minnt sig á blómatíð nasismans í Þýskalandi og að hlutdeild hans í málinu hafi bjargað íslensku ríkisstjórninni."
Hliðverðir dómsmorðs? - Greinasafn Sigurfreys
Þorsteinn Briem, 5.9.2016 kl. 19:57
Læknablaðið, 11. tölublað 2011:
Flestir geta játað falskt - Viðtal við Gísla Guðjónsson réttarsálfræðing
3.10.2011:
Gísli Guðjónsson, einn fremsti réttarsálfræðingur heims, vill láta taka upp Guðmundar- og Geirfinnsmálin
Þorsteinn Briem, 5.9.2016 kl. 19:58
"Endurupptaka dómsmáls - 1. Það þegar mál er tekið til nýrrar meðferðar eftir að dæmt hefur verið í því."
Lögfræðiorðabók með skýringum, Lagastofnun Háskóla Íslands, útg. 2008.
Þorsteinn Briem, 5.9.2016 kl. 19:59
26.2.2016:
"Stefán Már Stefánsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands segist lesa út úr dómi Hæstaréttar í gær að hvorki löggjafinn né endurupptökunefnd geti hreyft við gildi dóms sem hefur fallið.
Einnig að þegar endurupptökunefnd meti hvort mál skuli endurupptekið þurfi viss skilyrði að vera fyrir hendi, til dæmis að komið hafi fram ný gögn og svo framvegis.
Hæstiréttur áskilur sér alltaf endanlegt mat á því hvort slík skilyrði hafi verið fyrir hendi."
Þorsteinn Briem, 5.9.2016 kl. 20:04
26.2.2016:
"Stefán Már Stefánsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands telur að endurskoða þurfi lög um endurupptökunefndina.
Hugsanlegt sé að styrkja nefndina með ýmsum hætti.
"Ein aðferðin er sú að gera endurupptökunefnd að dómstól," segir Stefán Már."
Þorsteinn Briem, 5.9.2016 kl. 20:05
Það hefur ekki verið sannað að Guðmundur og Geirfinnur séu dauðir.
Komi þeir fram á sjónarsviðið sprelllifandi gapa nafnleysingjarnir að sjálfsögðu:
"Hæstaréttardómurinn stendur! Þeir sakfelldu í málinu eru því sekir!"
Þorsteinn Briem, 5.9.2016 kl. 20:07
Það er óhætt að segja að það hafi verið galli á rannsókninni að manninum hafi verið dýft oní vaskinn. Þó er óþarfi að tala um sekt eða sakleysi í því samhengi. Sama má segja um líkamsárásir. Betur færi á því að tala um meingölluð samskipti eða samskiptaörðugleika.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.9.2016 kl. 20:26
Ég get aðeins sagt það, að í tilfellum allra þriggja vitnanna, sem ég er að tala um, blasir við að það var ekki talað við þau eða reynt að fá fram framburð frá þeim, af því að það hefði orðið til þess að ekki var hægt að dæma þá sem dæmdir voru.
Í tilfelli eins vitnisins er það þannig, að maður gapir yfir því að ekki skyldi vera talað við það.
Ómar Ragnarsson, 6.9.2016 kl. 00:08
Á meðan enginn stígur fram eru þessi svokölluðu vitni ekkert sem kemur málinu við og langt frá því að vera vitni. Og sögurnar bara hvert annað slúður. Hverju Ómar trúir hefur heldur ekkert gildi og Hyldýpið flokkast sem skáldsaga. Ómar segir sögur en leggur ekki fram nein gögn sem gefa tilefni til að íhuga endurupptöku.
Hábeinn (IP-tala skráð) 6.9.2016 kl. 00:50
Á meðan engin eru líkin þá er málið bara slúður. Það var hann Vilmundur Gylfason sem keyrði þetta mál í gegn í blindu hatri á Framsóknarflokknum. Sjá "Er hægt að þegja öllu lengur?" í Vísi 30. janúar 1976:9.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.9.2016 kl. 07:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.