6.9.2016 | 14:53
Gagnslitlar deilur.
Deilur tveggja þingmanna Framsóknarflokksins og fulltrúa flokksins í borgarstjórn um það, hver hafi sofið á verðinum í flugvallarmálinu og komið því með því í það öngstræti, sem það er nú, eru næsta gagnslitlar, einkum vegna þess að þær bera með sér eitt af mörgum einkennum prófkjörsskjálfta sem nú skekur stjórnmálin.
Í stað þess að eyða púðri í þetta er höfuðnauðsyn að finna leið til að koma í veg fyrir það "flugslys", ef svo má kalla neyðarbrautarmálið, sem yfirvofandi er í Skerjafirði.
Um leiðir í því máli getur verið þörf á að skiptast á skoðunum til þess að einhugur ríki hjá fylgjendum flugvallarins um þær aðferðir sem best muni duga til þess að leysa þetta mál í samræmi við yfirgnæfandi þjóðarvilja sem birst hefur í mörgum skoðanakönnunum um það undanfarin ár.
Gagnrýnir flugvallarskrif Sigmundar Davíðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvorki landinu né Reykjavíkurborg er stjórnað samkvæmt einhverjum skoðanakönnunum, Ómar Ragnarsson.
Þorsteinn Briem, 6.9.2016 kl. 21:07
Alþingiskosningar hafa þann galla að þær gefa of sjaldan til kynna vilja þjóðarinnar í einstökum málum, því að sá vilji fylgir yfirleitt ekki flokkslínum.
Þjóðaratkvæðagreiðslur um einstök mál eru leiðin til að bæta úr þessum ágalla, en þær eru nokkurs konar formlegar skoðanakannanir.
Ómar Ragnarsson, 7.9.2016 kl. 00:01
"Þegar þessu offorsi er andæft og beitt til þess lagarökum, er rokið upp með dómsdagsspár ..."
"Eins og þegar frekur krakki grenjar hástöfum til að fá sitt fram."
Ég hélt að þú værir að skrifa hér um Framsóknarflokkinn og flugvöllinn í Reykjavík, Ómar Ragnarsson.
Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 00:16
Undirritaður er margbúinn að fara hér yfir þetta mál en það er svo sem hægt að gera það einn ganginn enn, Ómar Ragnarsson.
Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 00:19
Skoðanakannanir eru ekki kosningar, sem hafa nú þegar farið fram hér í Reykjavík um flugvöllinn á Vatnsmýrarsvæðinu.
Og samningar á milli ríkisins og Reykjavíkurborgar hafa verið gerðir á grundvelli þessara kosninga en ekki samkvæmt einhverjum skoðanakönnunum.
En að sjálfsögðu vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hvorki virða samninga né kosningar.
Ef skoðanakannanir væru hins vegar kosningar væri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins löngu fallin.
Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 00:34
Kosning um Reykjavíkurflugvöll fór fram og spurt var hvort flugvöllurinn ætti að fara af Vatnsmýrarsvæðinu eftir árið 2016 og eftir því hefur verið unnið og samningar gerðir á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins.
Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 00:36
20.3.2001:
"Í kosningunni, sem var rafræn, var hægt að kjósa á milli þriggja kosta.
Í fyrsta lagi að flugvöllur yrði áfram í Vatnsmýri eftir 2016.
Í öðru lagi að flugvöllur færi úr Vatnsmýri eftir árið 2016 og í þriðja lagi var hægt að skila auðu."
Meirihlutinn vill flugvöllinn burt í kosningum um framtíð Vatnsmýrarsvæðisins og staðsetningu flugvallarins
Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 00:37
Ómar Ragnarsson segir að ekkert sé að marka kosningarnar í mars 2001 um flugvöllinn á Vatnsmýrarsvæðinu, þar sem þessar kosningar séu ekki nýlegar.
Skipulag á flugvallarsvæðinu er að sjálfsögðu gert til langs tíma en ekki til nokkurra ára og fjórar borgarstjórnarkosningar hafa farið fram hér í Reykjavík á þessu tímabili.
Meirihluti borgarfulltrúa hefur allan tímann viljað að flugvöllurinn fari af Vatnsmýrarsvæðinu og þetta mál er stærsta málið í öllum þessum borgarstjórnarkosningum.
Þar af leiðandi hefur að sjálfsögðu verið kosið um flugvallarmálið í öllum kosningunum.
Sumir skoðanabræðra Ómars Ragnarssonar í þessu máli hafa reynt að tefja það að flugvöllurinn fari af Vatnsmýrarsvæðinu með löngum málaferlum, sem þeir hafa tapað en vilja að sjálfsögðu ekki sætta sig við það.
Og þá kemur að sjálfsögðu söngur þeirra um að langt sé liðið frá kosningunum um flugvöllinn.
Því meira sem þeir tefji málið því betra að þeirra dómi, því þá sé lengra liðið frá sérstökum kosningum um málið.
Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 00:39
Ekki ætti að vera til betri skoðanakönnun um flugvöllinn á Vstnsmýrarsvæðinu en þessi undirskriftasöfnun með öllum sínum auglýsingum:
Undirskriftir árið 2013 um Reykjavíkurflugvöll voru um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í síðustu alþingiskosningum.
20.9.2013:
"Rétt rúmlega 20 þúsund Reykvíkingar skrifuðu undir á síðuna lending.is.
Að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns undirskriftarsöfnunarinnar höfðu 20.626 Reykvíkingar skrifað undir en um tvö prósent þeirra eru yngri en 18 ára og hafa því ekki náð löglegum kosningaaldri.
Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru tæplega 88 þúsund manns á kjörskrá í Reykjavík árið 2009, engar nýrri tölur er að finna á síðunni.
En ef miðað er við þær tölur má ætla að tæplega 23% kosningabærra Reykvíkinga hafi skrifað undir til þess að mótmæla flutningi flugvallarins."
Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 00:40
19.8.2016:
"Reykjavíkurborg hefur keypt landsvæði í Skerjafirði þar sem flugbrautin 06/24 er en henni hefur nú verið lokað."
"Afsal og kaupsamningur var gerður í síðustu viku og hvort tveggja, ásamt eldri samningum um málið, var kynnt á fundi borgarráðs í gær.
Kaupsamningurinn byggir á "Samkomulagi um skipulag og uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð" sem gert var á milli ríkis og Reykjavíkurborgar 1. mars 2013.
Í því er kveðið á um greiðslu kaupverðs og útgáfu afsals eftir að tilkynnt hefur verið formlega um lokun brautarinnar.
Greiðsla hefur nú verið innt af hendi og afsal undirritað."
Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 00:42
26.8.2016:
"Ríkið hafði fullnægjandi heimildir til að selja Reykjavíkurborg landspildur við Reykjavíkurflugvöll og var skylt að ganga frá sölunni.
Þetta kemur fram í minnisblaði sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði fram á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Andstæðingar þess að loka einni flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli hafa dregið í efa að ríkið hafi haft heimild til að selja jörðina.
Það er vegna þess að heimild til sölunnar var aðeins að finna í fjárlögum ársins 2013 en ekki var gengið frá sölunni fyrr en í ár.
Í minnisblaðinu segir að Hæstiréttur hafi með dómi í júní staðfest að ríkinu væri heimilt að selja borginni landið.
Borgaryfirvöld kröfðust þess að ríkið yrði látið ganga frá sölusamningi og loka norðaustur/suðvestur-flugbrautinni.
Hæstiréttur varð við því og hafnaði þeim rökum ríkisins að söluheimild væri fallin úr gildi.
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, skrifaði grein í Morgunblaðið í vikunni þar sem hann sagði að ríkið hefði skort heimild til sölunnar óháð því hvort heimild fyrir slíku væri gefin í fjárlögum eða ekki.
Hann sagði að ríkið þyrfti heimild í almennum lögum en ekki fjárlögum til að mega selja eignir sínar og kvað lögfræðinga almennt sammála um slíkt.
Þessu sjónarmiði er andmælt í minnisblaði fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
Þar segir að áratugalöng stjórnskipunarvenja liggi fyrir því að sala fasteigna hafi verið talin heimild á grundvelli sérstakrar lagaheimildar í þeirri grein fjárlaga sem fjalli um kaup, sölu og leigu á fasteignum ríkisins og öðrum lögum.
Því hafi verið gengið frá samningnum við borgina.
Jafnframt segir að ríkið kynni að hafa skapað sér bótaábyrgð ef það hefði ekki staðið við samkomulagið við borgina."
Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 00:45
Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 00:49
Dómur um NA/SV-flugbrautina á Vatnsmýrarsvæðinu (sem segir nákvæmlega það sem undirritaður hefur alltaf sagt hér um þetta mál)
Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 00:49
Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu - Stjórnarskrárvarinn eignarréttur
"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og að meina öðrum að nota hann."
Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu, merkt hér með gulum strikum:
Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 00:51
Nú á ríkið því eingöngu landið undir austur/vestur-braut flugvallarins á Vatnsmýrarsvæðinu.
Og ein flugbraut hefur ekki verið talin nægjanleg á því svæði.
Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.
Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 00:52
5.5.2009:
"Kauptilboð vegna lóða sunnan Sléttuvegar í Fossvogi voru í gær opnuð eftir að tilboðsfrestur rann út að viðstöddum áhugasömum bjóðendum.
Samtals bárust 1.609 tilboð frá 167 bjóðendum.
Hæsta tilboð í byggingarétt á lóð fyrir fjölbýlishús með 28 íbúðum var 369,6 milljónir króna.
Hæsta tilboð í byggingarétt tvíbýlishúss var 42,3 milljónir króna og hæsta tilboð í byggingarétt keðjuhúss (pr. íbúð) var 34,070 milljónir króna."
Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 00:52
Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila.
Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.
Og frá þeim tíma hefur verið 70% verðbólga hér á Íslandi.
Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, bls. 64-65
"78. gr. ... Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir."
Stjórnarskrá Íslands
Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.